Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 105
Bókmenntir Klara talar fagurlega um ást og munúð þeirra hjóna en þegar upp er staðið virðist hún ekkert eiga sameiginlegt með Svenna. Hann fer í taugarnar á henni og hún er full af reiði og árásargirni sem smám saman kemur í ljós á bak við texta hennar og kringum hann. Svenni heldur fyrst að það hve sjúklegt viðmið foreldr- ar og systir eru hjá henni muni veðrast af henni en það gengur ekki eftir. Málið er að Klara vill alls ekki yfirgefa sína hrjáðu stöðu þau níu ár sem þau búa saman. Það er eitthvað óendanlega þunglyndislegt yfir texta hennar. Það er engin trú og engin framtíð í hugleiðingum hennar, hún er föst í fortíðinni sem er spiluð aftur og aftur í huga hennar í „replay." Persónan lokast utan um kvöl sína og virðist ekki vilja vinna úr reynslu sinni, aðeins endurtaka hana. Spurningin er hvort textinn gerir það líka? Trúum við á sinnaskipti Klöru í lokin eða er hún á meðvirkri leið inn í nýtt samband við langt leiddan alka, í þetta sinn Emblu systur sína? Finnur Klara nýja samstöðu með „fólkinu í kjallaranum", óreglu- og utangarðsfólkinu: Barða, Fjólu, Emblu, foreldrunum? Eða verða þau til þess að varpa svo óþægi- Iegu ljósi á lífsflótta hennar að hún ákveður að hætta að flýja það og takast á við það í staðinn? Þessum spurningum verður hver lesandi að svara fyrir sig. Guðbergur Bergsson Kínamúr Huldar Breiðfjörð: Múrinn í Kína. Bjartur 2004. Eins og oft vill vera þegar meira en athyglisverð verk eru unnin í listum eru þau sprottin af þeim mótsögnum sem ég hef kallað skapandi. Yfirleitt eru mót- sagnirnar tvennskonar, annars vegar liggur eitthvað lítilvægt í augum uppi en hinsvegar kemur hið mikilvæga í ljós við nánari athugun. Bók Huldars Breiðfjörðs, Múrinn í Kína, er sprottin af slíku. í fyrstu segir höfundurinn að hugmyndin að ganga Kínamúrinn hafi vaknað sex mánuðum áður en ferðin var farin af því hann hætti að reykja og byrjaði að fara í göngu- túra með stefnulausu ráfi um Reykjavík. Ástæðan er léttvæg en um leið stór- mennska, að langa að sigra mesta mannvirki heimsins með fótunum eftir að hafa ráfað stefnulaust um óþarflega flata höfuðborg. Sigurinn á Kínamúrnum eru laun fyrir að sigrast á tóbaki. Á lestarstöðinni í Pekíng, þegar höfundur leggur í raun og veru af stað til múrsins, er honum gefið nafnið Heli Hu, sem merkir Sterki tígur. Um leið og líður á frásöguna kemur í ljós annar tilgangur með ferðinni en að hún sé sigurför yfir sígarettum. Tilgangurinn er sá að skrifa bók. Höfundurinn heitir þá ekki lengur Sterki tígur heldur hefur hann stytt göngunafn sitt sjálfur í Halí sem hann veit reyndar ekki hvort merkir nokkurn skapaðan hlut. TMM 2005 • 4 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.