Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 106
Bókmenntir Múrinn í Kína er ekki venjuleg ferðasaga. Ferðalangurinn er ekki heldur eins og sannir ævintýramenn sem fara allslausir út í óvissuna. í þessu tilviki er á ferð ævintýramaður í plati. Hann slær ótal varnagla með Vísakorti, farsíma, áttavita og öðrum tækjum sem tryggja það að ekkert óvænt geti hent hann nema kannski bólga í tám og blöðrur á iljum. Þannig heldur hinn merkingarlausi Halí áfram ferðamáta sínum og leikur oft á múrinn og múrinn leikur líka á fyrrum Sterka tígur sem fer ekki eftir veggjunum heldur fram með þeim. Stundum situr hann í farartækjum. Og þegar Halí stígur út og ætlar að hverfa að upphaflegum tilgangi, þá hefur múrinn ákveðið að hverfa í jörðina en rekur stundum upp turna. Þannig fer höfundurinn á kæruleysinu eftir klóka múrnum sem hefur lotið um aldir veðrum, vindum og atburðum í kínverskri sögu. Samviskubit kemur upp í höfundinum. Hann þorir ekki að fara í algera platferð því „... þá verður engin bók skrifuð“ eins og hann segir (48). Hann er íslenskur í því að óttast eigið umhverfi. Ótti rekur hann áfram, ekki stílvilji, samanber: „Og hvað heldurðu að fólkið heima segði ma?“ (49) Óttinn við umhverfi og vini er dragbítur á Halí og íslenskum listum, hvorki Halí á múrnum né félagar hans á söguþræðinum koma fram sem Sterkir tígrar. Flestir eru þrúgaðir af samfélaginu, því sama sem Halí furðar sig á í fari Kín- verja. Hann heldur að kínverski kommúnisminn eigi sök á skorti þjóðarinnar á einstaklingseðli. Látum þessa athugasemd höfundar liggja á milli hluta og lítum á hitt, að allir atburðir sögu hans eru nátengdir hinum dásamlega veruleika. Lesandinn verður vitni til að mynda að smáatriðum þeirrar eilífu kvenlegu kænsku að mæður reyna að selja dætur sínar undir vörumerkinu: Go America. Það sama var algengt hér „þegar kaninn kom í stríðinu“ og fólk flíkaði dætrum framan í hermenn og sagði: Finnst þér hún ekki flott? Sviðsmyndin sem höfundurinn setur upp, listin að pússa upp dótturina, eftirvæntingin, vonbrigðin, áttu hliðstæður hér. Fleiri íslenskar dætur lentu undir kananum en kínverskar undir þeim sem bar felunafnið Halí. Fleira er kunnuglegt: Furða dýranna við óvænta komu útlendings á sjónarsvið þeirra. Viðbrögð íslenskra kúa við að sjá í fyrsta sinn kana var að hlaða niður kúadellu en kínverskar geitur stirðnuðu upp og fengu harðlífi við að sjá Halí. í Múrnum í Kína leikur höfundur sér að skoplegum smáatriðum. Glettni skiptist á við skilningsleysi. Vegna þess að Halí er ungur í ferðinni, um þrítugt að því er virðist, hefur hann ekki kynnst fátækt á íslandi og sér þess vegna kín- verska fátækt í rómantísku ljósi áður en hann ákvað að sigra múrinn. Hann hugsaði um „fátæka, góða fólkið, nægjusemina og fallegt einfalt líf“ (48). Þegar hulunni er svipt af ljósinu og veruleikinn birtist á göngunni gerir hinn hálfblindi Halí sér enga grein fyrir að gestrisnin sem hann mætir er ekki einkennandi fyrir Kína heldur öll akuryrkju- og bændasamfélög í heiminum. Greiðviknin er ekki gestrisni heldur einvörðungu skylda, að gefa öðrum af gjöfum jarðarinnar. Fyrst Halí veit þetta ekki verður það framandi og hann segir: 104 TMM 2005 • 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.