Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 108

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 108
Bókmenntir sína tvo, grefur allt fólkið, og sest svo að á bænum hjá stúlkunni Billie sem er ellefu ára. Hún segir Rafael frá því skömmu síðar að fólkið í gröfinni heiti „Maríus, Inga og Jenný. Þau stofnuðu barnaheimilið sem býður krökkum að koma og vera hérna. Lísa, Frank, Karl, heita krakkarnir“ (34). Þetta er væntan- lega ekki í fyrsta skipti sem lífi Billiear er umturnað, því eitthvað hefur orðið til þess að hún lenti á barnaheimilinu. Sennilega stríðið. Um foreldrana segir hún að það geti verið að þau séu dáin (33). Eftir blóðbaðið í byrjun upphefst daglegt líf á ný eins og ekkert sé sjálfsagð- ara - a.m.k. á yfirborðinu. Billie fer á fætur morguninn eftir, borðar morgun- mat, leikur sér með barbídúkkur og er býsna kotroskin. En Rafael er fulltrúi stríðsins og það þýðir að hversdagurinn einkennist ekki bara af hefðbundnum verkum: „út að gefa hænunum, mjólka kúna, skoða í matjurtagarðinn“ o.s.frv. (79). Stríðið er komið í sveitina - ekki með fjölda herflokka, hávaða og látum, heldur á þann einfalda hátt að byssur og blóðsúthellingar eru orðnar hluti af daglegu lífi fólksins, ekki bara í þeim tilgangi að slátra dýrum. Frá óhugnaðin- um er sagt eins og sjálfsögðum hlut en það dregur ekki úr áhrifamættinum. Þvert á móti. Og hversdagsleikinn í bókinni er ekki einfaldur og því síður rúðustrikaður eins og sést m.a. á sögum Billiear þar sem greinir t.d. frá for- eldrum hennar: leikbrúðunni og geimverunni Abraham og lækninum Soffíu sem saumar annan handlegginn nokkrum sinnum fastan á Abraham því hann rifnar gjarnan af, t.d. í „áflogum brúðustjórnandanna um hvert skyldi haldið, heim eða á krá“ (86). Lesendur Kristínar Ómarsdóttur eru ekki óvanir því að frá ýmsu óvenjulegu sé sagt fullkomlega blátt áfram. Sá frásagnarháttur einkennir Hér líka. Aðferð- in fær sérstaklega víða skírskotun, m.a. vegna þess að lýst er heimi barns sem hefur um fátt annað að velja en taka því sem að höndum ber. Frásagnarháttur- inn getur líka tengst mögulegum aðferðum fólks til að takast á við að lífi þess sé umturnað, og hægt er að túlka sögur Billiear sem anga af þeim meiði. Ekki er ljóst hvort hún hefur búið þær til eða hvort í munni hennar bergmála sögur sem henni hafa verið sagðar. En hvort sem Billie hefur spunnið upp sögurnar eða leitar einfaldlega á náðir þeirra má hæglega líta á það sem „varnarmekan- isma“ (sem eru einmitt gerðir að umtalsefni nokkrum sinnum í bókinni). Sög- urnar eru þá aðferð hennar til að flýja veruleikann - eða kannski ná valdi á honum, þessum mótsagnakennda veruleika sem vekur hjá henni spurningar: Hún var orðin vön mótsögnum. Hengja hænu og syrgja myrtan hund. Á sama degi að pakka niður vopnum og pakka þeim upp því þeim hafði verið fundinn nýr tilgangur til mataröflunar í stað hins sem olli höfuðverkjum, jafnvel heilaskemmd- um, að minnsta kosti dauða annarra. Hvenær hefur maður leyfi til þess? Hvað þarf marga tilað standa á bakvið einn morðingja svo dráp hans séu réttlát? Eittþúsund manns, eina milljón, þrjár milljónir? Ef meirihlutinn ræður má meirihlutinn líka drepa? (119) Þeir sem standa á bak við morðingjann í sögunni sjást ekki á þeim afskekkta stað þar sem bókin gerist. Rafael og Billie eru að mestu ein á sviðinu. Ýmsa 106 TMM 2005 • 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.