Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 110
Bókmenntir dáið. Kannski er Billie ekki viss um að þakrennan verði á sínum stað á morg- un. Ef sagan er lesin á þennan hátt má hæglega líta á sögur og leiki Billiear sem tilraun til að hafa tangarhald á veruleikanum eins og nefnt var áður. Einhvern veginn verður að takast á við hverfulan heim þar sem framtíðin er eitt stórt „ef“» sbr. að Billie hugsar eitt sinn: „Tíminn leið. Ef hann héldi áfram að líða kæmi haust...“ (127). Ýmislegt er semsagt óvíst um tímann í bókinni og það sama er að segja um staðsetningar. Sagan gerist t.d. ekki á fastákveðnum stað sem þekktur er úr landabréfabókum. Það er algengt einkenni á verkum Kristínar sem hefur oft tengst fantasíueiginleikum þeirra. í Hér liggur hins vegar beint við að lesa þessa óljósu staðsetningu sem áminningu um að atburðir af því tagi sem lýst er gerast ekki bara annars staðar. Stríð eru ekki bara langt, langt í burtu, andstyggilegir hlutir geta gerst hvar sem er í heiminum. Það er undirstrikað í bókinni með því að endurtaka stundum orð eða setningar á nokkrum tungu- málum. „„Gerðu þér grein fyrir raunveruleikanum, ungfrú.“ // Reality. Real- idad. Virkeligheten. Genjitsu.“ (103) Það skiptir ekki máli hvar sagan gerist, aðalatriðið er hvar hún gæti gerst, þ.e. hvar sem er. Þótt hér hafi einkum verið dvalið við alvarlegar hliðar bókarinnar þýðir það alls ekki að húmor sé ekki lengur eitt af einkennunum á skrifum Kristínar Ómarsdóttur. Textinn er iðulega stórskemmtilegur - en undiraldan er þung því eins og hér hefur verið lýst vekur bókin m.a. spurningar um veruleika stríðs, þar sem sjálfgefið og eðlilegt telst að drepa fólk, og spurningar um það sem mótar fólk og vald fólks yfir eigin lífi. Möguleg svör við spurningunum eru fleiri en eitt og fleiri en tvö; söguheimurinn er fjarri því að vera einræður, enda er ekkert fyllilega fast í hendi í texta Kristínar frekar en í fyrri bókum hennar. En það á líka sérlega vel við söguheim af því tagi sem lýst er í Hér, flók- inn og hverfulan heim þar sem barbíleikir og byssuleikir eru jafngildir. Helgi Skúli Kjartansson í góðum höndum Sagnfrœðin í sagnaflokki Péturs Gunnarssonar Sagan (skilningsleitandi hugsun um hið liðna) hefur löngum verið ríkur þáttur - ef ekki rauður þráður - í höfundarverki Péturs Gunnarssonar. Fyrst var það samtímasagan, saga þess nýhorfna samfélags sem bæði höf- undur og „viðmiðunarlesendur“ þekkja af eigin raun. „Andrabækur“ Péturs (1976-1985) eru ekki bara uppvaxtar- og þroskasaga, heldur fullar af spegil- 108 TMM 2005 ■ 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.