Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 110
Bókmenntir
dáið. Kannski er Billie ekki viss um að þakrennan verði á sínum stað á morg-
un. Ef sagan er lesin á þennan hátt má hæglega líta á sögur og leiki Billiear sem
tilraun til að hafa tangarhald á veruleikanum eins og nefnt var áður. Einhvern
veginn verður að takast á við hverfulan heim þar sem framtíðin er eitt stórt
„ef“» sbr. að Billie hugsar eitt sinn: „Tíminn leið. Ef hann héldi áfram að líða
kæmi haust...“ (127).
Ýmislegt er semsagt óvíst um tímann í bókinni og það sama er að segja
um staðsetningar. Sagan gerist t.d. ekki á fastákveðnum stað sem þekktur er
úr landabréfabókum. Það er algengt einkenni á verkum Kristínar sem hefur
oft tengst fantasíueiginleikum þeirra. í Hér liggur hins vegar beint við að
lesa þessa óljósu staðsetningu sem áminningu um að atburðir af því tagi sem
lýst er gerast ekki bara annars staðar. Stríð eru ekki bara langt, langt í burtu,
andstyggilegir hlutir geta gerst hvar sem er í heiminum. Það er undirstrikað í
bókinni með því að endurtaka stundum orð eða setningar á nokkrum tungu-
málum. „„Gerðu þér grein fyrir raunveruleikanum, ungfrú.“ // Reality. Real-
idad. Virkeligheten. Genjitsu.“ (103) Það skiptir ekki máli hvar sagan gerist,
aðalatriðið er hvar hún gæti gerst, þ.e. hvar sem er.
Þótt hér hafi einkum verið dvalið við alvarlegar hliðar bókarinnar þýðir það
alls ekki að húmor sé ekki lengur eitt af einkennunum á skrifum Kristínar
Ómarsdóttur. Textinn er iðulega stórskemmtilegur - en undiraldan er þung
því eins og hér hefur verið lýst vekur bókin m.a. spurningar um veruleika
stríðs, þar sem sjálfgefið og eðlilegt telst að drepa fólk, og spurningar um það
sem mótar fólk og vald fólks yfir eigin lífi. Möguleg svör við spurningunum
eru fleiri en eitt og fleiri en tvö; söguheimurinn er fjarri því að vera einræður,
enda er ekkert fyllilega fast í hendi í texta Kristínar frekar en í fyrri bókum
hennar. En það á líka sérlega vel við söguheim af því tagi sem lýst er í Hér, flók-
inn og hverfulan heim þar sem barbíleikir og byssuleikir eru jafngildir.
Helgi Skúli Kjartansson
í góðum höndum
Sagnfrœðin í sagnaflokki Péturs Gunnarssonar
Sagan (skilningsleitandi hugsun um hið liðna) hefur löngum verið ríkur þáttur
- ef ekki rauður þráður - í höfundarverki Péturs Gunnarssonar.
Fyrst var það samtímasagan, saga þess nýhorfna samfélags sem bæði höf-
undur og „viðmiðunarlesendur“ þekkja af eigin raun. „Andrabækur“ Péturs
(1976-1985) eru ekki bara uppvaxtar- og þroskasaga, heldur fullar af spegil-
108
TMM 2005 ■ 4