Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 111
Bókmenntir brotum þess tíma sem sagan gerist í. (Þar sem ég hef löngum kennt íslenska skólasögu, þá er mér efst í huga hvernig Pétur grípur á lofti einkennandi augna- blik í skólagöngu Andra.) Svo kom í ljós að Pétur var líka mikið að lesa og hugsa um eldri sögu, og kunni að fjalla um hana með alveg sérstökum hætti. Hann varð eftirsóttur fyrirlesari um söguleg efni - hressilega frábrugðinn öðrum í því hlutverki, lunkinn að koma flatt upp á tilheyrendur sína þannig að þeim væri skemmt í svipinn en hefðu líka nokkuð um að hugsa þegar augnablikinu sleppti. Þegar Þjóðminjasafnið var opnað (eftir langa lokunarmæðu) með nýrri og merkilegri grunnsýningu, þá hafði Pétur getið sér það orð að hann var sjálfkjörinn til að rita - í sínum stíl - inngangsritgerð („Leikmunadeild þjóðarleikhússins“) að sýningarbókinni Hlutavelta tímans (2004). Á grundvelli sama söguáhuga, og í svipuðum stíl, hefur Pétur svo samið ekki minna en heilan skáldsagnabálk: Skáldsögu íslands í þremur bindum (2000, 2002, 2004) sem svo heita: Myndin afheiminum (MH héreftir), Leiðin til Rómar (LR) og Vélar tímans (VT). Hér ætla ég alls ekki að fjalla um þennan bálk sem skáldverk, hvað þá að leggja dóm á hann sem slíkan. (Þetta er eins og að skrifa um tónleika án þess að segja neitt um tónlistina!) Heldur aðeins að íhuga hvernig Pétur miðlar sögulegum fróðleik. Sem er raunar allríkur þáttur í bókunum öllum, því að þær eru á víxl, ef ekki hvort tveggja í senn, sögulegar skáldsögur og esseyískar rispur um sögu og bókmenntasögu. f fyrstu bókinni er skáldsagan samtímasaga, söguhetjan Reykjavíkurpiltur af kynslóð Andra og Péturs sem kemst í snertingu við einkennandi fólk og fyrirbæri síns uppvaxtartíma (m.a. mann sem fær þá óþarflega grímulausu skilgreiningu að hafa verið „um skeið ... fjármálaráðherra í utanþingsstjórn. Nú bankastjóri ...“ MH:153). Seinni bækurnar gerast á miðöldum (LR á 12. öld, VT um 1400). Þær fjalla um íslendinga, bæði heima og á langferðum erlendis, enda er íslendingurinn gagnvart umheiminum eitt af stóru þemun- um í endilöngu höfundarverki Péturs. Hlutföll skáldskapar og „skáldleysu"1 eru dálítið mismunandi í þessum bind- um. í báðum þeim síðari er sögulega skáldsagan uppistaða, þó enn frekar þeirri síðustu (VT) þar sem ungur alþýðu- og menntamaður, eins konar „Andri“ síns tíma, tengir saman flesta kafla bókarinnar. Esseyistinn stekkur þó fram þegar minnst varir, miðlar fróðleik, skýringum og athugasemdum, eða ber saman þátíð og nútíð, og þá með sjónarhólinn ýmist nú eða þar. I fyrsta bindinu (MH) er sögulega skáldsagan hins vegar varla meira en smásaga að lengd og gerð, og mikill hluti bókarinnar einberar sögulegar huganir, rétt jafngildar hvort sem þær eru lesnar sem orðræða Péturs Gunnarssonar eða „innri einræða" sögu- hetjunnar. Fyrir fræðimann, sem sjálfur skrifar aldrei nema skáldleysu, er það nokkurt öfundarefni að sjá Pétur meta félagslegar og markaðslegar aðstæður þannig, þegar hann semur rit sem svo augljóslega gæti staðið undir nafni sem hugana- syrpa, að betra sé að bera það fram sem skáldsögu. En skáldskapur er nú einu TMM 2005 • 4 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.