Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 119
Bókmenntir Rigning í nóvember segir söguna af konu sem heldur framhjá manni sem hún er búin að búa með í rúm fjögur ár. Dag einn kemur hún heim og maður- inn segir henni að hann hafi haldið framhjá henni í þónokkurn tíma, og nú sé svo komið að hjákonan sé að fara að ala honum barn, og hann ætli að fara og vera með henni og verða pabbi. Áður en hann svo yfirgefur heimilið stelst hann til að sofa einu sinni hjá konunni sinni, og heldur þannig framhjá hjákonunni, konunni sinni til nokkurs kikks. Þá vinnur konan sumarbústað í happdrætti og skömmu síðar sjöfaldan lottóvinning. Þegar Auður, ólétt vinkona konunnar og nafna höfundar, flýgur svo á hausinn á stéttinni fyrir utan heimili konunn- ar og stórslasar sig lendir konan í því að þurfa að sjá um Tuma, fjögurra ára heyrnarlausan son Auðar - enda kom í ljós þegar Auður mætti á spítalann að hún var með grindargliðnun, samdráttarverki, útvíkkun á byrjunarstigi og alltof háan blóðþrýsting. Konan tekur treglega í að sjá um Tuma litla en lætur samt undan bón Auðar. Þá tekur hún Tuma með sér austur á land í frí og til að finna stað fyrir sumarbústaðinn. Og þá er bókin ekki nema rétt hálfnuð. Rigning í nóvember er úttroðin af atburðum, það gerast milljón hlutir á hverri blaðsíðu án þess að maður finni beinlínis fyrir því að höfundur sé neitt að drífa sig, þvert á móti er eins og atburðirnir hrúgist náttúrulega upp. Það er alltaf dálítið tragí-komísk stemning í framvindunni, og maður skellir sér á lær, hringlar í sér augnkúlunum snarrangeygður og tautar við sjálfan sig eins og gamall maður sem hefur upplifað allt innan sinnar litlu veraldar: skáldskapur- inn er ótrúlegri en nokkur skáldskapur! Þegar best lætur er bókin nefnilega jafn ótrúleg og hún er trúleg, jafn ófyrirsjáanleg og hún er fyrirsjáanleg. - Þú ert of viðkvæm til að vera til, sagði nágrannakona mín á neðri hæðinni eitt sinn, þegar hún sá útreiðina eftir laukinn, þar sem ég var að þvælast úti í beði að reyna að fókusera á lífið á nýjan leik. Svona hluti segja konur við konur. Jafnvel konur sem sofa hjá eiginmönnum manns. Að nokkrum tíma liðnum hringja þær og segja: Hann er ekki alveg eins og ég hélt, sorrí, og vilja jafnvel hittast á kaffihúsi og stofna lesklúbb. (35) Rigning í nóvember er líka einstaklega kvenleg bók. Það myndi jafngilda grófri lygi að minnast ekki á það. Hún er næstum því algerlega kvenleg. Hún er full af kynhvöt til karlmanna, móðurlegum tilfinningum og kvenlega ómóðurlegum tilfinningum, hún er skrifuð í fyrstu persónu kvenkyni, kaflaheitin eru í kven- kyni (núll, ein, tvær, þrjár) og henni fylgir kver með mataruppskrift og einni prjónauppskrift - eins og henni sé beinlínis stefnt gegn nautabanalýsingum Hemingways! Eins og til standi að knúsa hann í gólfið. Og bókin er móðurleg í sjálfri sér einhvernveginn, umvefjandi og full hlýju hvort sem manni líkar betur eða verr. Eða hlýja er kannski ekki rétta orðið, ég skirrist við að segja það, en líklega á ég við orðið brjóst. Hvort sem manni líkar betur eða verr. Já, nákvæmlega það. Rigning í nóvember er eins og tvö risastór og alltumfaðm- andi brjóst. TMM 2005 • 4 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.