Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 120
Bókmenntir Ingunn Ásdísardóttir Svipmyndir stúlku - myndbrot konu Kristín Steinsdóttir: Sólin sest að morgni. Vaka-Helgafell 2004. í bók sinni Sólin sest að morgni segir Kristín Steinsdóttir frá uppvexti ungrar stúlku á átakatímum í lífi hennar og fjölskyldunnar á sjötta áratug síðustu aldar. Veikindi móðurinnar eru skuggi sem hvílir yfir annars eindrægnu og hamingjusömu fjölskyldulífi í litlu sjávarþorpi úti á landi. Kristín dregur enga dul á að frásögnin er sjálfsævisöguleg, bæði í textanum sjálfum en ekki síður með ljósmyndum úr barnæsku hennar sjálfrar sem birtar eru í bókinni og sagt hverjir eru á myndunum í lista aftan við meginmál. Segja má að hér sé komin enn ein svokölluð skáldævisaga eins og nokkuð hefur verið um hérlendis á síðustu árum. Saga Kristínar er þó frábrugðin þeim flestum, meðal annars að því leyti að frásögnin tekur til afmarkaðs tíma í lífi aðalpersónunnar, aðeins bernsku- og unglingsáranna. Kristín flakkar í tíma í frásögn sinni, öðru hverju vaknar fullorðin kona um nótt á heimili sínu í Reykjavík og eitthvað - skellur í glugga, bílhljóð, draum- slitur - kveikja henni minningar frá æskuárunum. Þessar minningar eru síðan settar fram í stuttum köflum, að langmestu leyti í tímaröð. Stíllinn er afar ljóðrænn, og það er mikil birta í honum þó að dökkir skýja- bólstrar liggi í leyni við hjartarætur móðurinnar og færist sífellt nær og nær. Ljóðrænu stílsins notar Kristín ekki aðeins til að gefa textanum minningablæ bernskuáranna heldur líka til að flakka milli raunveruleikans og einhvers yfir- skilvitlegs sem börn finna oft fyrir, einhvers sem er handan þess sem þau skilja. í tilfelli aðalpersónunnar er hér meðal annars hennar annað sjálf, Tobba sem býr innra með henni og er bæði blíðari og stilltari en hún, fyrirmyndir sem birtast í líki stórra kvenmynda úr fornum sögum, Bergþóra, Grundar-Helga, Hallgerður, forspáar draumfarir ömmunnar sem allir taka mark á, framliðni maðurinn sem er á vappi um húsið og heilsa kattarins Malakoffs. Skugginn sem liggur í leyni er hjartasjúkdómur móðurinnar og segja má að hún sé ekki síður aðalpersóna bókarinnar en sögustúlkan. Það er vegna þess að þungamiðja frásagnarinnar er þessi sjúkdómur, óttinn sem honum fylgir í hugum fjölskyldunnar, ástin á þeirri sem gengur með hann, tilraunir allra til að láta sem ekkert sé, sýna kjark og dugnað, lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir allt. Móðirin er sú sem allt snýst um, hún er ekki bara húsmóðirin og móðirin, miðpunktur fjölskyldunnar, hún er kjarni hennar, ásinn sem hamingja allra í fjölskyldunni veltur á. Þetta kemur ekkert síður fram í þeim köflum þar sem ekki er á móðurina minnst. Kaflar er hér reyndar alls ekki rétta orðið, þetta eru myndbrot, stuttar og einfaldar svipmyndir sem minna á gömlu ljósmyndirnar sem eru í bókinni eins og fyrr sagði. Börn í sendiferðum, mamma með svuntu í eldhúsinu, stóri 118 TMM 2005 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.