Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 121
Bókmenntir bróðir að koma seint heim að kvöldi, pabbi að slá kirkjugarðinn með orfi og ljá. En þrátt fyrir birtuna í lýsingum og orðavali ber hvert einasta myndbrot að sama brunni: skugginn liggur alls staðar í leyni, þessi skuggi sem sögustúlkan skilur ekki alltaf sjálf, og ýtir frá sér á þeim stundum þegar hún skilur hann og kemst upp með að láta sem ekkert sé, þessi skuggi sem að lokum leggst yfir tilveruna þegar móðirin verður að fara í hjartaaðgerð til Danmerkur sem hún á ekki afturkvæmt úr. Þegar stúlkan er orðin fullorðin og farin að skilja skuggann áttar hún sig á því að við andlátsfregn móðurinnar settist sólin að morgni. Og fullorðin gerir sögukonan uppgötvun: Enn seinna rennur upp fyrir mér að kannski hefðum við átt að ræða um köstin og hjartadropana í stað þess að vera alltaf svona kjarkmikil og dugleg. (31) I látlausri frásögninni kemur skýrt fram, þó hvergi sé sagt, hvernig allir reyna að láta sem ekkert sé, láta vitneskjuna um sjúkdóminn ekki hafa áhrif á líf fjölskyldunnar, en ekki síður dunar sú undiralda að í barnshuganum sé það hugsanlega aðferðin til að láta sjúkdóminn hverfa, skuggann leysast upp og allt verða gott. Persónur allar og atvik eru dregin örfáum, tærum og skýrum dráttum þannig að standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum lesandans: Pabbi verður sjaldan reiður en þá hvítnar hann í framan og við látum fætur forða okkur. Mamma skammast oft en það er fljótt að rjúka úr henni. Amma reiðist varla nema við köttinn Malakoff. En hún er ekki almennilega reið við hann heldur, fjasar bara yfir því hvað hann sé vitlaus. Ég held að amma kunni ekki að vera reið. Einu sinni bauðst ég til þess að kenna henni það. Þá hló hún bara og sagði að það væru nógu margir hrukkóttir í framan. Húðin á ömmu er mjúk eins og á ungabarni. (20-21) Með fáeinum, afar hversdagslegum orðum er tíðarandanum og viðhorfum samfélagsins lýst út í hörgul: Húsið er á tveimur hæðum. Við systurnar skúrum uppi á föstudögum og niðri á laugardögum. Bræðurnir skúra ekki og ég spyr aldrei hvers vegna. (41) Frásögnin er öll skrifuð í nútíð, sem eykur enn á ljósmyndaáhrifin. En að auki gefur það höfundinum listilegt svigrúm til að flétta saman nútíð hinnar fullorðnu konu sem rifjar upp minningarnar og svipmyndirnar frá æskustöðv- unum svo að rennur saman í órofa heild. Barnung sögustúlkan er ætíð fremst í frásögninni, barnshugurinn, hið barnslega sjónarhorn, en fjarlægðin og yfir- vegunin, þroskinn, sem árin hafa fært fullorðnu konunni sem setur textann á blað ljær honum meiri dýpt og breiðara litróf en barnshugurinn er fær um og snertir lesandann beint í hjartastað. Gott dæmi um þetta er fjallganga barn- anna á Bjólfinn (sem segir okkur reyndar að sjávarþorpið sé Seyðisfjörður). Þau halda kannski að Guð búi í tindinum en þau komast ekki alla leið upp fyrir TMM 2005 ■ 4 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.