Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 123
Bókmenntir ari - áhrifavaldar á unga íslenska rithöfunda en nokkur bók eða rithöfundur, enda eru útvarps- og sjónvarpsstöðvar, „síbyljan“, birkiskógurinn sem íslensk ungmenni alast upp í, hráefnið sem stendur til boða að vinna úr. Poppið er betra en ilmbjörkin að því leyti að úr poppi má gera bækur. Þannig tekst Eiríki Erni Norðdahl að gera nýmæli úr áhrifum frá hiphoppi, Kristínu Eiríksdóttur úr þungarokki - bæði hún og Steinar Bragi skrifa svo einkum prósa í sambæri- legri lengd og popplag, eða taka ekki tvær tommur af texta um þrjár mínútur í flutningi? Narratíf samtímans, þar með taldar skáldsögur, virðast aftur undir sterkum áhrifum kvikmynda. Sjón sagði við Lars von Trier að nú skyldi skrifa bækur með það að augnamiði að ekki væri hægt að gera kvikmyndir úr þeim, og þá brosti von Trier, samþykkur: ætli hann hafi brosað vegna þess að Sjón sat um þær mundir og skrifaði þess lags melódrama sem von Trier sjálfur, Mike Leigh og fleiri hafa varið síðasta áratug í að endurlífga innan kvikmyndasög- unnar? Allt um það, poppmenningin er okkar Bláskógahlíð og taki Sólskinsfólkið eitthvað í arf úr þeim héruðum er það David Lynch. Hið „lynchíska“ eins og David Foster Wallace afmarkaði það, er alltumlykjandi í verkinu: Fræðileg skilgreining á „hinu lynchíska" gæti verið að hugtakið „vísi til tiltekinn- ar gerðar af kaldhæðni þar sem hið óhugnanlegasta og hið mærðarlegasta sameinast og kemur upp um látlausa viðveru hins fyrrnefnda í hinu síðarnefnda." En líkt og póstmódern eða klámfengið, er lynchískt þess lags orð sem, þegar allt kemur til alls, verður aðeins skilgreint með bendingum - þ.e. við þekkjum það þegar við sjáum það. Öll höfum við séð fólk taka á sig skyndilegan andstyggðarsvip - þegar því berast sláandi fréttir eða það bítur í eitthvað sem reynist skemmt, eða í kringum lítil börn af engri annarri ástæðu en að þau séu furðuleg - en ég hef komist að því að skyndilegur andstyggðarsvipur er ekki raunverulega lynchískur nema honum sé haldið nokkrum andartökum lengur en kringumstæður gætu með nokkru móti heimilað, þar til hann virðist merkja um sautján ólíka hluti í sömu mund.1 Sólskinsfólkið fjallar um gatið í veruleikanum, gatið sem sjálfsveran er og gatið sem heimurinn er. Hún þreytist ekki á að draga upp mynd af mörkum þessa tóms, í smáu (þegar veröldin „kemur upp um sig“, svo að segja, með óvæntum andstyggðarsvipum, tilgangslausu fikti og fáti, eða kúvendingum í samræðu, orðum sem hætta ekki að koma) og stóru, jafnvel má segja að bókin klifi á gatinu. Þetta er gatið hans Lynch, gat Lacans og gat Wittgensteins, á meðal annarra sálna, gat sem aðeins verður dansað um og ýjað að en örðugt er að benda á sisona. Það má líka orða þetta svo að Sólskinsfólkið fjalli um mörk merkingarinnar: allt frá upphafi bókar sveiflast aðalsöguhetjan, Ari, á milli þess að bera kennsl á hlutina í heiminum, og gera það ekki. Meira ber á að hann geri það ekki. Hann gerir atlögur að merkingu, með metafórum, með því að sjá líkt í líku, en allt er honum þó yfirleitt framandi. Þó er ekki um brechtíska nálgun að ræða, TMM 2005 • 4 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.