Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 124
Bókmenntir
markið hér liggur ekki handan framandleikans, markmiðið er ekki að draga
fram nýja sjónarhóla á hið kunnuglega, heldur virðist markið vera framand-
leikinn sjálfur.
Á undan veröld Steinars Braga fer ekkert, vöntunin ein. Heimurinn sjálfur
virðist svo vera vöntun á vöntun, brotalöm á þögninni, eins og hvert öskrið
sem rekur annað í gegnum bókina virðist vera: rof í íturvaxna þögn; sjálfið loks
gat í heiminum, gat á gati á gati ...
Ari rýndi í hulstrið og sneri því í höndunum. Framhliðin var harður, rauður
pappi sem hægt var að opna og bakhliðin svart plast. Ari hugsaði sig um en fletti
svo pappanum og innan í var eitthvað sem líktist hringlaga spegli sem hvíldi ofan í
hreiðri og litlir svartir griparmar gægðust út um gat sem, af einhverjum ástæðum,
var í speglinum miðjum.
Hann horfði niður á spegilinn og sá andlitið á sér speglað horfa á sig. Eftir stutta
umhugsun þrýsti hann fingri ofan á griparmana þar til spegillinn losnaði úr hreiðrinu,
tók hann svo upp og skoðaði. Spegillinn var eins báðum megin - speglandi, en áferðin
á annarri hliðinni var mattari.
Það fyrsta sem honum datt í hug var að spegillinn væri einhvers konar hringlaga
andlitsspegill sem karlmenn notuðu við rakstur, eða konur þegar þær máluðu sig - þá
væri flngri, til dæmis, stungið inn um gatið í speglinum aftanverðum, þar sem grip-
armarnir höfðu verið, og hringspeglinum haldið þannig á fíngurbroddi upp að andlit-
inu án þess að nokkuð skyggði á. Þetta var geisladiskur - hann uppgötvaði það skyndi-
lega og var brugðið eins og eitthvað hefði birst úr engu fyrir augunum á honum.
Ara er létt þegar gripurinn í höndum hans „meikar sens“ - en hann dvelst ekki
lengi í þeirri paradís:
Hann skildi ekki hvað þessi geisladiskur var að gera þarna og skildi ekki það sem
var skrifað utan á hann - „Öskur í húsi um nótt“ - eða hvers vegna ekkert var á disk-
inum, og komst að þeirri niðurstöðu, á endanum, að þessi tvö fyrirbæri - diskurinn
og hulstrið með orðunum, hefðu upprunalega verið aðskilin en leidd, fyrir misskiln-
ing, saman seinna. (s. 5-7)
Bókin er statísk, hún dvelst á þessum tilfallandi merkingarhaugum. Sannar-
lega er sögð saga í þessari bók, þó það nú væri, en í hverju fótmáli vísar hún
handan sjálfrar sín, á þetta órofa ekkert, hnitar hringi um óþarfann í tóminu,
og því finnst lesanda ekki beinlínis eins og neitt gerist. Það sem skiptir máli,
ekkertið, situr kyrrt, þó einhverjar gárur rísi á yfirborðinu, enda geta atburðir í
þeim heimi sem hér er dregin upp mynd af ekki rist dýpra en orðin, og í heimi
Steinars Braga rista orðin varla neitt, þau eru bara einhvern veginn í umferð.
Bergmál. Jafnvel hinn stóri miðlægi atburður þar sem Ari og Heiða hverfa heim-
inum, heimi annars fólks, og stranda saman í mannlausri Reykjavík furða og
skrímsla, virðist varla atburður: vorum við ekki þar allan tímann? Er ekki bara
stigsmunur á því að vera bókstaflega einn í heiminum (tvö í heiminum) og að
dveljast í heimi manna fastur í holu, sjálfum sér, handan merkingarinnar?
Alla frásögnina má kalla póst-apokalyptíska og það eins að seinni hluta
122
TMM 2005 ■ 4