Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 126
Bókmenntir
ingur Lynch - að komast inn í hausinn á þér. Hann virðist hafa meiri áhuga á
að serða hausinn á þér en á hinu hvað hann gerir þegar hann er kominn inn
fyrir.“ Það gerir mig engu sáttari en einmitt þannig tókst honum þá vel til (en
það gerir mig engu sáttari en einmitt þannig tókst honum þá býsna vel til).
1 David Foster Wallace. „David Lynch Keeps His Head“. A Supposedly Fun Thing
ril Never Do Again. USA 1997.
Sigrún Davíðsdóttir
Baráttan við klisjurnar
Birna Anna Björnsdóttir: Klisjukenndir. Mál og menning 2004.
Titillinn Klisjukenndir á skáldsögu Birnu Önnu Björnsdóttur er snjall: gefur
bæði tóninn í söguna og vísar um leið í ýmsar áttir sem hægt er að fylgja við
lesturinn. Þetta er líka eitt af þeim orðum sem maður skilur ekki hvernig hægt
var að lifa án áður en það var fundið upp.
Bára, ung stelpa sem er að byrja fullorðinslífið í Reykjavík, rekst á ýmsar
klisjukenndar útgáfur ástarinnar og tilfinninganna áður en hún og fyrsti kær-
astinn, Ásgeir, komast í lokin - kannski - fram úr klisjunum og uppgötva það
sem skiptir þau verulegu máli: ástin, auðvitað, en líka skilningur á að treysta
fremur á sjálfan sig en klisjurnar.
Baráttan við að sjá framúr klisjunum kemur fram strax í fyrsta kafla: Bára
hefur ákveðið að fara til útlanda til að slíta sambandinu við sér helmingi eldri
mann, óperusöngvara sem virðist aðeins hálfvolgur í hennar garð. Með hon-
um líður henni eins og „á lokamínútum rómantískrar gamanmyndar þar sem
söguhetjurnar hafa loksins náð saman eftir gríðarlegar hremmingar ... þar af
leiðandi hélt ég auðvitað að við værum ástfangin.“ Andstæða klisjunnar kemur
í ljós í lokin þegar Bára og Ásgeir nálgast hvort annað, segja eiginlega ekkert en
hikið og orðlítill vandræðagangurinn benda til að tilfinningarnar séu annað
en klisjur.
Heildarhugsunin í sögunni: ferðin frá klisjunum að því sem er ósvikið og
haldbært - eða alla vega fyrsti hluti þeirrar ferðar - kemst vel og skýrt til
skila.
Bára fer til Parísar, en þar er hún einmana, tengist ekki borginni og fer heim.
Af því þetta er lagt upp í byrjun sem aðferðin til að losna frá elskhuganum þá er
þessi hluti undarlega rýr. Lumar samt á sniðugum hlutum: á klósettinu á Ritz
hótelinu saknar Bára spjallsins og tengslanna á íslenskum skemmtistöðum því
auðvitað segir enginn neitt innan um flauelið og kristalinn á Ritz. Frásögnin
124
TMM 2005 • 4