Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 130
Bókmenntir vitum - þurrka afstöðu okkar út - eða getum við látið eldri kenningar njóta sannmælis jafnvel þó að sýn okkar á þær sé mótuð af allt öðrum kenningum og hugmyndum? Andri tekur afdráttarlausa afstöðu í slíkum málum og reynir að skýra grunnhugtök og heimspekileg viðhorf sem hann aðhyllist og sem grein- ing hans á vísindakenningum og sögu þeirra litast af. Hann segir réttilega að það skipti miklu máli að sagnfræðingar skýri frá forsendum sínum svo að les- andinn geti áttað sig á því á hverju greining á sögulegum fyrirbærum byggist. En eitt er að gera grein fyrir meginhugtökum og skilningi á þeim, hugtökum eins og hluthyggju, framförum, sannleika og svo framvegis, annað að ganga út frá því sem vísu að söguna megi segja í ljósi rökréttrar framvindu, þar sem eitt leiðir af öðru. Andri gerir sér vel ljóst að afleiðingar kenninga, uppgötvana og nýjunga af öllu tagi eru ófyrirsjáanlegar. Hinsvegar virðist hann ganga út frá því að eftir á megi gera grein fyrir röklegum tengslum á milli slíkra fyrir- bæra og rekja þráð sem hægt sé að kalla framvindu. Hann bendir auðvitað á að framvindan sé að einhverju leyti valkvæð - sagnfræðingurinn uppgötvar ekki framvinduna að öllu leyti, hann velur sér framvindu með áhugasviði og áhersl- um, en þetta merkir ekki að framvindan sé tilviljunarkennd (bls. 22). Það álitamál um framvindu sögunnar sem Andri tekur ekki til sérstakrar meðferðar er spurningin um áhrif eins heimspekings og eins vísindamanns á annan og áhrif einnar kenningar fyrir aðra. Hugtakið vísindabylting tjáir þá hugmynd að nýjungar sem heimspekingar 16. og 17. aldar innleiddu í hugsun manna um vísindi og þekkingu hafi gerbreytt heimsmyndinni. Byltingarhug- takið táknar rof frekar en framvindu. Það er þó erfitt að festa hendur á þessu með góðu móti. Hvað sem byltingu líður, nýrri heimsmynd eða nýju viðmiði, þá vilja menn líka með einhverjum hætti skýra byltinguna, hversvegna hún á sér stað. Og það verður ekki gert nema með því að gaumgæfa þann hugmynda- heim sem fyrir er og vandamálin sem leiða til byltingarinnar. Kenning Thomasar Kuhns um vísindabyltingar er nánast viðtekinn grund- völlur skýringa á róttækum grundvallarbreytingum í kenningakerfi vísinda- greina. Hún gengur í stuttu máli út á það að spennan sem skapast og eykst jafnt og þétt við það að vísindakenning getur ekki skýrt athuganir og niðurstöður sem þó hrannast upp, verði að lokum til þess að rammi kenningakerfis spring- ur og nauðsynlegt reynist að endurskoða það frá grunni. Við slíka byltingu er eldra kerfi ýmist varpað fyrir róða með öllum hugtökum sem því tilheyra, eða það heldur áfram að vera til að svo miklu leyti sem það á við um takmark- aðan þátt viðfangsefnisins. Svona má skýra tengsl Newtonskrar eðlisfræði og þeirrar eðlisfræði sem leiðir af afstæðiskenningunni og það má skýra tengsl evklíðskrar og óevklíðskrar rúmfræði með sama hætti. Þannig er alltaf viss þversögn fólgin í því að tala bæði um byltingar í vís- indum og um framvindu. Sagan er full af eyðum, undanbrögðum, hruni og afturför. Vísindabyltingar ekki síður en þjóðfélagsbyltingar hafa upplausn og óöryggi í för með sér. Heimsmynd sem áður var trygg og tiltæk víkur fyrir ógnvænlegu öryggisleysi, enda er nýjungum á sviði hugsunarháttar og heims- myndar iðulega fylgt úr hlaði með ramakveini þeirra sem telja nýjungar í 128 TMM 2005 • 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.