Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 131
Bókmenntir vísindum og fræðum í besta falli tískusveiflur, í versta falli til marks um end- anlega og óafturkræfa hrörnun vísindalegrar hugsunar. Byltingin og byltingar En það er eitt að tala um vísindabyltingar, annað að tala um vísindabyltinguna. Sú vísindabylting sem Andri fjallar um í bók sinni er einstök í sinni röð og það kann að vera rangt að tala um hana á sama hátt og aðrar róttækar breytingar á kenningum eða hrun einstakra vísindakenninga. Vísindabylting 16. og 17. ald- ar fól ekki aðeins í sér að skipt væri um kenningu heldur breytti hún viðhorfi manna um það hverskonar kenning um heiminn og það sem í honum er ætti við um skilning okkar á honum. Eftir vísindabyltinguna getur tæplega orðið um aðra viðlíka byltingu að ræða því að eitt af því sem við hana varð mikilvægt einkenni vísinda var einmitt sú staðreynd að endurskoðun kenninga er hluti af starfi vísinda en ekki ógnun við þau. Það er hægt að skoða vísindabyltingu 16. og 17. aldar frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Stundum leggja menn áherslu á að Galíleó, Newton, Kepler og Kóperníkus beittu stærðfræðilegum aðferðum til að fjalla um náttúruna. Aðrir gera mest úr því að þessir heimspekingar með- höndluðu forn vandamál á algjörlega nýjan hátt (sjá bls. 232), eða einblína á þátt tilrauna hjá vísindamönnum þessara tíma. Enn má horfa á þá staðreynd að vísindabyltingin beindi athygli manna að veraldlegum þáttum og dró skörp skil á milli þess sem varðaði Guð og hins sem varðaði náttúruna. Og svo má áfram telja. En þessir þættir varða það sem gerir nýju vísindin ný - skilur þau frá eldri vísindum og réttlætir hugtakið bylting um þróun þeirra. Eins og margir vís- indasagnfræðingar hafa einnig bent á er svo margt sem tengir vísindi 16. og 17. aldar við það sem á undan fór að það er ekki sjálfgefið að hugtakið bylting eigi við um breytingarnar sem urðu í kenningasmíð og hugsunarhætti á þess- um tíma. Heimspekingar eins og Descartes höfnuðu vissulega skýringaleiðum Aristotelesar, höfnuðu tilgangsorsökum og svo framvegis. En þeir voru líka bundnir þeim hugsunarhætti sem þeir höfðu alist upp við, hugsunarhætti skólaspekinnar og ekki síst þeirri hugmynd að vísindalega þekkingu væri nauðsynlegt að grundvalla með frumspekilegum hætti. Það var til dæmis ekki fyrr en miklu síðar að menn fóru að leyfa sér að hugleiða að vísindin þyrftu ef til vill ekki á þeim undirstöðum að halda sem Descartes og aðrir töldu. Sú bjarghyggja sem einkennir heimspekina fram á þennan dag ræðst af þeirri hugsun að þegar upp er staðið þurfi vísindin að hvíla á traustum stoðum jafn- gildum þeim sem áður einkenndu heimsmynd kristninnar. Andri fjallar um álitamál af þessu tagi eftir því sem efni og ástæður eru til í bókinni, en honum tekst ágætlega að koma þeim að án þess að spilla fyrir sög- unni sem hann er jöfnum höndum að segja. Hann reynir ekki að taka á álita- málunum að öðru leyti en því að stefnuyfirlýsing formálans gefur lesandanum nokkuð skýra mynd af því hvar Andri staðsetur sjálfan sig í einstökum málum. Þetta er talsverður kostur á bókinni og það styrkir hana einmitt sem yfirlitsrit TMM 2005 • 4 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.