Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 134
Umræður
skemmtileg sjón, enda undirritaður litlu öðru vanur en mótmælum á íslenskan
máta þar sem formaður einhvers verkalýðsfélags marserar fremstur með borða
eftir að hafa haldið ávarp dagsins undir pylsuáti og blöðruhafi gesta; ræðan
yfirleitt ekki eftirminnileg og SS-pylsan ekkert endilega lystug.
í Edinborg ríkti karnívalstemning þó að undirtónn mótmælanna hafi verið
alvarlegur. Allir sameinuðust um að skemmta náunganum en koma um leið
skilaboðum á framfæri til þjóðarleiðtoganna sem voru samankomnir bakvið
víggirðingar Gleneagles hótelsins. Nær allir höfðu þau skilaboð fram að færa
að stjórnmálamenn ríkustu þjóða heims hefðu allt of lengi sýnt skeytingarleysi
í garð fátækari ríkja heims og hugsað um fátt annað en eigin þröngu hagsmuni.
Sjálfsagt hefðu allir getað tekið sér í munn orð Þórbergs Þórðarsonar skálds
um að lífsspeki þeirra væri lífsspeki andleysisins. „Það vakir yfir helgi eignar-
réttarins eins og villidýr yfir bráð sinni. Heimurinn er „ég“ og „mitt“.“
Ungir krakkar sem ég hitti frá Wales fullyrtu að trú þeirra á stjórnmála-
mönnum á Vesturlöndum væri engin. Þeir tækju ekki á raunverulegum vanda-
málum heldur eltust við gæluverkefni sín og sérhagsmuni. Olíuauður Iraka
skipti þá til að mynda meira máli en fólkið þar þrátt fyrir yfirlýsingar um
annað.
En hver gæti verið orsök slíkra efasemdaradda? Af hvaða ástæðu þyrpist
múgurinn út á götur Seattle, Edinborgar, Prag, Washington, eða hvar sem
þjóðarleiðtogar koma saman til að ræða fyrirbæri eins og viðskipti og verslun?
Þrátt fyrir efasemdir um framsýni og getu stjórnmálamannanna var búið að
byggja upp talsverðar væntingar fyrir fundinn í Gleneagles. Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands og sá sem hafði forsæti á fundinum, hafði verið nokkuð
djarfur í yfirlýsingum sínum fyrirfram um tímamótasamkomulagið sem yrði
undirritað. Hafði hann m.a. blásið á efasemdaraddir er fullyrtu að Bandaríkja-
stjórn hefði takmarkaðan áhuga á heildrænum lausnum á fátækt.
Auk bjartsýnna yfirlýsinga forsætisráðherrans létu poppstjörnur eins og
Bob Geldof sig málið varða og blésu í fólk vonarneista um að einhver afrakst-
ur yrði af fundinum. Skipulagði hann m.a. tónleika, Live Aid, víða um heim
með mörgum frægustu poppstjörnum samtímans sama dag og fundurinn var
í Gleneagles. Tónleikarnir áttu hvort tveggja í senn að vekja athygli á fátækt í
heiminum og safna fjármunum til hjálparstarfs.
Þegar Geldof og félagar héldu Live Aid tónleika fyrir um 20 árum í sama
tilgangi birtust á sjónvarpsskjá Vesturlandabúa myndir af sveltandi börnum í
Afríku. Myndir sem þessar hafa birst okkur um margra áratuga skeið. Risagjá
er milli fátækra og ríkra, fólk deyr að óþörfu og stjórnmálamenn lofa aðgerð-
um en árangur er lítill sem enginn.
Brostin loforð
Nýjasta skýrsla Sameinuðu þjóðanna um þessi efni sýnir að lítið sem ekkert
hefur breyst og í mörgum tilfellum hefur ástandið versnað frá því sem var.1 Sú
skýrsla var gefin út nokkrum mánuðum eftir fund leiðtoga G8-ríkjanna fyrir
132
TMM 2005 • 4