Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 24

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 24
MYRKUROG NÍSTINGSKULDI YRÐUHL UTSKIPTI ÞEIRRA SEMEFTIR LIFÐU ið. í margra kílómetra fjarlægð frá sprengjunni splundrast gler og þeytist af ógnarkrafti í hvern þann sem fyrir verð- ur. Hitinn verður gríðarlegur, mörg þús- und gráður. Eldstormar geisa, allt brenn- ur sem brunnið getur, eldar kvikna í öllu sem eldar geta kviknað í. Borgirnar verða rjúkandi rústir. Geislaskaðinn er ekki síður alvarlegur. Miklir geislar valda bruna og dauða á skömmum tíma. Minni geislaskammtur getur einnig valdið ólæknandi sjúkdóm- um fyrr eða seinna. Þær frumur sem við- kvæmastar eru fyrir geislum eru frumur í örri skiptingu. Slíkar frumur eru ti! dæm- is mergfrumur sem framleiða blóð og blóðflögur til blóðstorknunar. í kjölfarið fylgja því sjúkdómar sem einkennast af blæðingum og blóðleysi þar sem nýmynd- un blóðs er skert og storknunin slök. Mergfrumur framleiða einnig hvít blóð- korn til varnar gegn sýkingum. Merg- skaðinn leiðir því af sér fækkun hvítra blóðkorna sem aftur veldur því að sýk- ingar sem jafnan eru auðveldar viðfangs fyrir hrausta líkama verða óviðráðan- legar og banvænar. Slímhúðir í melting- arvegi og öndunarfærum eru einnig afar viðkvæmar fyrir geislaskaða. Niðurgang- ur og vökvatap fylgir því í kjölfarið, vökvatap sem bæta þarf með vatni - en vatnið er geislavirkt. Frumur í örri skiptingu eru einnig börn í móðurkviði. Ófædd börn eru því ekki óhult. Geislunin kann að valda miklum skemmdum á fóstri og jafnvel dauða þess. Einnig getur hið ófædda barn borið litningagalla til ókominna kynslóða. Langtímaáhrif geislunarinnar eru einn- ig aukin tíðni margra tegunda krabba- meina. GEISLUNIN KANNAÐ VALDA MIKLUM SKEMMDUM Á FÓSTRI OGJAFNVEL DAUÐA ÞESS Á undanförnum árum hafa niðurstöð- ur vísindamanna austan hafs og vestan bent til þess að komi til kjarnorkuátaka verði áhrif á veðurfar geigvænleg. Hið mikla ryk og sót sem sprengja þeytir í loft upp stígur til himins, upp í heiðhvolfið og byrgir sól. Myrkur og nístingskuldi yrði hlutskipti þeirra sem eftir lifðu. Áhrif á lífkeðju jarðarinnar yrðu hörmuleg. Árið 1815 gaus fjallið Tambora í Austur-Indíum, geysimikið ryk og sót þyrlaðist upp í himinhvolfið. í ágúst næsta ár snjóaði í Bandaríkjunum, korn- uppskera heimsins varð afleit og hungur blasti víða við. Taugaveiki geisaði í Eng- landi, sem samhliða kvefi og hungri olli dauða 65 þúsund manns. Hitastig á yfir- borði jarðarinnar lækkaði um 0,6 gráður á Celsius. Ef til kjarnorkustríðs kemur getur kólnunin á norðurhveli jarðar orð- ið tuttugu sinnum meiri en varð vegna eldgossins í Tambora fjalli. Enn fremur er álitið að hið mikla sót og ryk geti skemmt ozonlag gufuhvolfs- ins. Rannsóknir frá árinu 1974 bentu til að ef einungis einn tíundi af kjarnorku- vopnabúnaði heimsins á þeim tíma yrði notaður gæti ozonlagið minnkað um 50 til 80 prósent yfir norðurhveli jarðar og um 30 til 40 prósent yfir suðurhvelinu. Minnki ozonlagið um aðeins 20 prósent er hætta á að útfjólubláir geislar frá sól- inni nái yfirborði jarðar í svo miklum mæli að allir sjáandi yrðu blindir og þriðja stigs brunasár hlytist af skammri dvöl úti við. Þeir sem hugsanlega lifa af kjarnorku- stríð þyrftu að búa við myrkur og fimb- ulkulda - kjarnorkuvetur. Olía og orka Farkosturinn Enola Gay ásamt áhöfninni. Enola Gay. íbúar Hiroshimaborgar óttuðust ekki B-27 vélarnar. Þær voru á leið norður eftir. Vélarnar voru kallaðar B-san, þ.e. herra B. „Halló engill“ hrópaði lítil stúlka er hún sá flugvélina Enola Gay nálgast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.