Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 49
stæðisflokksins segja að Friðrik Sóphus-
son núverandi varaformaður flokksins
hafi lagt kapp á að Ragnar Kjartansson
yrði ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins árið 1981 en þá var Kjartan
Gunnarsson valinn í það starf. Mun
Kjartan hafa notið meira trausts hins
hefðbundna valdakjarna flokksins með
Geir Hallgrímsson í fararbroddi en
Ragnar. Einnig herma þessar heimildir
að Friðrik hafi stungið upp á Ragnari
sem formanni fjármálaráðs flokksins
skömmu síðar en þá var Ingimundur Sig-
fússon fenginn í það hlutverk. Stuðnings-
menn Friðriks draga þetta þó í efa.
Fess má geta að þeir Friðrik Sóphusson,
Björgólfur Guðmundsson og Ragnar
Kjartansson hafa ásamt ýmsum öðrum
mönnum úr sömu kynslóð verið í hádeg-
isverðarhópi í mörg ár. Af öðrum úr
þessum sama hópi má nefna Birgi ísleif
Gunnarsson, Ólaf B. Thors, Jón Magn-
ússon og Ellert B. Schram. Þessi hópur
er þó að sögn sárasaklaus, „aðeins matar-
klúbbur" eins og einn ofangreindra orðar
það. Benti sá á svonefndan Eimreiðar-
hóp, sem hittist hálfsmánaðarlega en í
honum eru meðal annarra, Þorsteinn
Pálsson, Davíd Oddsson, Magnús Gunn-
arsson og Kjartan Gunnarsson.
Margir vinstri menn benda á að Haf-
skipsmálið sé ekkert annað en áframhald
þeirra átaka, sem verið hafi um árabil í
Sjálfstæðisflokknum, baráttu þeirra Frið-
riks Sóphussonar og Björns Bjarnasonar
um formannsembættið í SUS 1973, tog-
streitunnar á milli Geirs Hallgrímssonar
og Alberts Guðmundssonar um árabil og
sprengingarinnar á Vísi 1975 og stjórn-
armyndunar Gunnars Thoroddsen 1980.
Með öðrum orðum segja þeir að gamli
valdakjarninn í Sjálfstæðisflokknum
gráti það sennilega þurrum tárum að
Hafskip, tákn nýríku aflanna í flokknum
sé nú fallið.
Ýmsir sjálfstæðismenn véfengja skýr-
ingar af þessu tagi. Þeir benda á að skilin
á milli einhvers gamals og nýríks valda-
kjarna í flokknum séu ekki eins skörp og
að framan greinir. Nefna þeir til dæmis
að Ragnar Kjartansson hafi lengi verið
aðstoðarframk væmdastj óri Skel j ungs,
sem sé eitt af hinum gömlu og grónu
stórfyrirtækjum. Jónas Rafnar sem var
bankastjóri Útvegsbankans, þegar Haf-
skip var í sem mestum viðskiptum við
bankann, geti heldur ekki talist sérstakur
fulltrúi einhverra nýríkra afla, heldur til-
heyri hann fremur gamla og hefðbundna
valdakjarna flokksins. Þessir sjálfstæðis-
menn hallast fremur að þeirri skýringu á
öllum þessum umbrotum, að hér rekist
nýjar aðstæður á peningamarkaði á göm-
ul vinnubrögð.
Ólafur Ragnar Grímsson leggur
áherslu á það að þetta mál verði próf-
steinn á það hvort menn beri ábyrgð á
ákvörðunum sínum. Hann telur óvíst að
sú rannsókn málsins, sem ríkisstjórn og
bankar séu að framkvæma sé fullnægj-
andi. Almenningur heimti skýrari svör.
Eru öll kurl komin til grafar í fjármála-
heiminum? Er ekki rétt að gera upp öll
þessi hneykslismál?, spyrja margir Al-
þýðubandalagsmenn.
Menn úr Bandalagi jafnaðarmanna og
Alþýðuflokknum nálgast margir málið úr
þeirri átt, að Hafskipsmálið sé einungis
toppurinn á ísjakanum, skömmtunar-
kerfið á fjármagni sé gengið sér til húðar.
Margir benda á Kröfluævintýrið sem
dæmi um hvernig bruðlað er með al-
mannafé. En nýverið yfirtók ríkið rúma
tvo milljarði af skuldum Kröflu, sem
verða afskrifaðir sem tapað fé. Krafla er
ekki eina pólitíska ævintýrið sem þing-
menn hafa búið til og þjóðin verður að
greiða næstu áratugina. Þá benda margir
á Framkæmdastofnun og nú síðast Þró-
unarfélagið sem dæmi um gerspillta póli-
tíska skömmtun á fjármagni, sem hafi
kostað almenning ómældar upphæðir.
Saka þeir stóru flokkana tvo, Sjálfstæðis-
flokk og Framsóknarflokk, um að bera
höfuðábyrgð á þessu sukki öllu. Frjáls-
hyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum og
forystumenn í atvinnulífi taka margir
undir þessi sjónarmið, til dæmis sögðu
þeir Davíð Scheving Thorsteinsson og
Hörður Sigurgestsson sig úr stjórn Þró-
unarfélagsins í mótmælaskyni við pólitísk
afskipti forsætisráðherra af félaginu, þótt
ýmsir í stjórnarandstöðunni kalli þá
brottgöngu úr stjórninni sjónarspil og
bendi á að báðir þessir aðilar hafi sterk
pólitísk ítök. Einn þingmaður Sjálfstæð-
isflokks sagði sem svo að það væri langt í
frá óeðlilegt að þessir menn hefðu verið í
stjórn Þróunarfélagsins sem fulltrúar úr
fjármálalífinu, burtséð frá pólitískri af-
stöðu þeirra. En hvað er til ráða? Geir
Haarde aðstoðarmaður fjármálaráðherra
segir að með Hafskipsmálinu hafi nú
skapast tækifæri til að gera róttækar og
varanlegar breytingar á bankakerfinu í
þeim tilgangi að gera það ónæmara fyrir
hugsanlegri pólitískri misnotkun.
En hví er það Hafskipsmálið, sem virð-
ist vekja menn til vitundar um að ýmis-
legt mætti betur fara í þessu kerfi okkar?
Kröfluævintýrið og margt fleira á eftir að
reynast þjóðinni enn dýrkeyptara. Haf-
skipsmálið er aðeins eitt af mörgum
dæmum um slælegt eftirlit ríkisbanka,
pólitísk tengsl og bruðl með almannafé.
Það sem ýmsir þingmenn, sérstaklega
Guðmundur Ein-
arsson þingmaður
Bandalags jafnað-
armanna vakti
fyrstur máls á
skuldastöðu Haf-
skips við Utvegs-
bankann á alþingi í
fyrra. Ljósm.:
Gunnar V. And-
résson.
HEIMSMYND 49