Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 125

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 125
. . . „ég er þessi táknræni biaSamaður, vægur krati, örlítið kaldhæðinn. Ég held að flestir blaðamenn séu á þessari Iínu.“ vegum, dagskrárgerðarfólk og frétta- menn, en hyggst jafnframt nota sér að- keypta þjónustu. „Ég tel að fólk í þessum störfum þurfi ákveðið svigrúm. Það verð- ur að fá tækifæri til að finna sitt eigið tempó." Nafnið á nýja útvarpinu hefur enn ekki verið ákveðið. En gert er ráð fyrir að útvarpað verði í tíu til fimmtán klukku- stundir á dag, frá því klukkan sjö á morgnana. Einar telur að mikilvægasti útvarpstíminn sé morgunútvarpið og tím- inn eftir fimm á kvöldin. Og hann ítrekar > að nýja útvarpið verði allt öðru vísi en stóri samkeppnisaðilinn. -Ekkert líkt rás 2? „Vonandi vandaðra", segir hann hlæj- andi. „Auðvitað verður spiluð mjög b mikil tónlist en þetta verður ekki diskó- tek! Og hvað varðar þjóðfélagsmál, mun ég leggja áherslu á vandaða umfjöllun og virka pólitíska umræðu, sem önnur mál er snerta mannlegt líf. Við munum slá á nokkuð aðra strengi en ríkisútvarpið, sem ég tel að sé nokkuð bundið af því að þurfa að þjóna öllu landinu og getur því ekki farið eins nákvæmt ofan í saumana og væri ef til vill æskilegt. Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á hlutverki ríkisfjöl- miðla, tel að þeir eigi ekki að beygja sig undir markaðshyggjuna en Ijóst er að slagurinn um auglýsingamarkaðinn hefur áhrif á dagskrá og efni allra fjölmiðla. Ég er mjög hrifinn af breska fjölmiðlakerf- inu, því þar er ríkisfjölmiðillinn BBC, sem þarf ekki að reiða sig á auglýsingar og hins vegar einkastöðvar algerlega háð- ar auglýsingafjármagni. Þarna er um gagnkvæmt aðhald að ræða. Þarna ríkir ekki samkeppni um tekjur, heldur að halda uppi ákveðnum standard, að víkja aldrei of langt frá siðareglum blaða- og fréttamennsku." Hann segist ekki eingöngu vera þessi táknrœni blaðamaður, eins og hann orð- ar það, heldur hafi hann fengið „nokkuð gott blaðamannsuppeldi.“ Elstur af fjór- um systkinum, segir hann að andrúms- loftið á heimilinu í uppvextinum hafi ver- ið blandað ákveðinni efahyggju. „For- eldrar mínir eru ekki mjög pólitískt fólk, þau hafa alla tíð verið fremur leitandi og ég er þannig sjálfur." Hann segist vera fulltrúi þessarar eftirstríðsárakynslóðar, en hann er nú á þrítugasta og fyrsta aldursári, þeirrar kynslóðar, sem hefur haft það svo gott að einu vandamálin, sem hún þekkir eru einhver ástarpró- blem.“ Hann segir að þrátt fyrir skort á dramatískri lífsreynslu, beri hann arfleið eldri kynslóða í sér. „Ég er ættaður úr Svarfaðardal, því tala ég svona skringi- lega. Mitt afafólk var ekki beinlínis fætt með silfurskeið í munni en það sá um að miðla reynslu sinni til afkomendanna. Meðal þessara horfnu kynslóða voru margir sögumenn - af slíku fólki tel ég að fréttamenn nútímans gætu margt lært. Við þurfum að gæða hlutina lífi, fréttir mega ekki bara vera þurr upptalning staðreynda. Við megum ekki sökkva ofan í einhvern farveg, sem maður kemst ekki upp úr aftur. Ég er stöðugt að leita að nýjum farvegi, nýju formi til að koma hlutunum til skila. Og ég vona að ég geti fundið þennan farveg í nýja útvarpinu og að dæmið gangi upp, ekki bara peninga- hliðin heldur að ég verði sáttur við það form sem ég kem til með að finna. Ég er og verð alltaf fyrst og fremst útvarpsmað- ur - sögumaður.14 Hann segist þó hvergi banginn, nýi útvarpsstjórinn. „Ég tek þetta starf á ákveðnum forsendum, gangi peninga- dæmið ekki upp eða standi ég mig að því að fara að slá af gæðakröfunum, þá hætti ég!“ HEIMSMYND 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.