Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 137
Hví ekki að láta „skáld hversdagslífsins" um menningarstarfsemina?
ingum um allt land sem voru því miður
allar byggðar með sama laginu, en hún
hefur ekki efni á að búa svo um hnútana
að í þessum húsum sé á boðstólum menn-
ingarstarfsemi á grundvelli atvinnu-
mennsku.
Atvinnuleikhúsin halda áfram að vera
í Reykjavík og á Akureyri, njörvuð niður
af árlegum fjárframlögum ríkis og bæjar-
félaga. Litlu hóparnir verða eftir sem
áður húsnæðislausir eða ofurseldir
leigumarkaðinum. Leikhús ljósvakans
halda áfram um stundarsakir að vera til-
þrifalitlar skrifstofur uns þeim verður
lokað eftir að útvarp hefur breytt svo um
svip að töluðu máli verðu nær úthýst þar
fyrir erlendu efni, erlendri menningu.
HEI, HVAÐ MEINARÐU?
Hvað getur raskað þessari svartsýnu
framtíðarspá sem gerir ráð fyrir hinu
versta: Óbreyttu ástandi. Og eins má
ætla að heyrist hljóð úr horni—er ekki 99
prósent von til þess að Alþýðuleikhúsið
fái Gamla Sigtún og verður Borgar-
leikhús ekki rétt bráðum tilbúið?
Hverju breytir það þótt Alþýðuleik-
húsinu verði afhent samkomuhús frá
upphafi þessarar aldar sem er illa hentugt
til leiksýninga með grunnu sviði, litlu
gólfi og súlnaröðum um salinn endilang-
ann? Á hvaða forsendu er það afhent
Alþýðuleikhúsinu einu? Af hverju fá
ekki fleiri svipaðir leikflokkar það líka til
brúks? Og erum við miklu bættari þótt
Leikfélagi Reykjavíkur sé loksins ætiuð
viðunandi starfsskilyrði og Reykjavíkur-
borg sjái loks sóma sinn í að byggja
almennilegt samkomuhús sem getur hýst
leiksýningar að ógleymdum öllum ráð-
stefnunum.
Það er nefnilega ekki nóg að marka
nýjar menningarstefnur og kryfja gamlar
til mergjar ef ekki er hugað að grundvelli
þess markaðar sem menningin á að þríf-
ast á —hvort sem hún er niðurgreidd á
breiðum eða þröngum sviðum: Ef al-
menningur býr við afleit lífskjör þá getur
hann ekki veitt sér jafneðlileg og sjálf-
sögð lífsins gæði og listir og aðrar lysti-
semdir. Ef kúnninn er blankur kaupir
hann ekkert. Það er sú blákalda stað-
reynd sem íslenskt leikhúsfólk hefur mátt
horfa upp á síðustu vikurnar.
SVELTUR SITJANDI KRÁKA....
Vitaskuld hlýtur leikhúsfólk að ræða
þessi vandamál á leiklistarþingi því sem
haldið verður um miðjan mars. En á
sama tíma og almenningur verður að
horfast í augu við að lífskjör batni lítið,
þá er hollt að skoða nokkra fleti sem
gætu hjálpað stöðu leikhúsanna á kom-
andi árum.
Koma verður á skynsamlegra skipulagi
á ráðningarmál leikara við leikhúsin,
þannig að hreyfing sé meiri á þeim mann-
afla sem þau hafa árlega yfir að ráða.
Þetta er fyrst og fremst átak sem stéttar-
félag leikara verður að beita sér fyrir.
Það verður einnig að knýja á um að
Ríkisútvarpið fái leyfi ráðuneyta til að
bæta við stöðugildum við stofnanirnar
svo þar megi reka leikflokka sem annist
margskonar verkefni innan rásanna sem
sent er út á. Ríkið verður á þennan hátt
að koma til móts við skynsamlega nýt-
ingu þess mannafla sem á undanförnum
árum hefur verið menntaður á kostnað
almennings til starfa í þessari listgrein.
Gefa verður minni leikhópum færi á að
starfa með starfslauna- og tækjastyrkj-
um, sýnu myndarlegri en sú hungurlús
sem nú er kreppt úr krepptum lófa ríkis-
ins—að því tilskyldu að þessir hópar sinni
ekki einungis þéttbýlissvæði suðvestur-
hornsins heldur landinu öllu með far-
andsýningum.
Búa verður svo um hnútana að slíkir
hópar geti notið lagalegrar verndar með
nánari útfærslu á lögum um sjálfseignar-
stofnanir sem sinni almannaheill án fjár-
hagslegs ábata.
Sveitarstjórnir verða að fara að sýna
vott af skilningi á því að þær hafa
skyldum að gegna við umbjóðendur sína
á þessu sviði með skynsamlegum rekstri
samkomuhúsa um allt land sem miðist
við að hvetja leikhópa til ferða um
landið.
Félagasamtök eiga í vaxandi mæli að
taka leikhúsferðir inn á starfsskrá sína og
gera slíkar heimsóknir að föstum lið í
starfseminni.
Verkalýðshreyfingin á að taka sér til
fyrirmyndar samstofna hreyfingar í Evr-
ópu sem hafa um áratugaskeið skipulagt
áskriftir á leiksýningar í samráði við stóra
vinnustaði og leikhússtofnanir.
Leikhúsin sjálf og leikflokkarnir eiga
að horfast í augu við grundvöll sinn-
eðlilegt og lifandi samband sitt við fjöld-
ann í alþýðlegum leiksýningum— og hafa
á að skipa starfsmönnum sem sinni ein-
ungis því hlutverki að rækta það
samband.
Nokkur ráð fyrir leikhúsfólkið og
menningarstefnuna í landinu. Því ef ekki
breytist um, og sótt verður á markaðinn
með öllum tiltækum ráðum markaðsafl-
anna, þá verður leiksýningin brátt úrelt
markaðsvara sem enginn vill lengur líta
við, hvað þá kaupa.