Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 26
ÁRIÐ1980 TIL1981
VAR RANGLEGA
GEFLÐ MERKL UM
KJARNORKUÁRÁS
í 151 SKIPTI
ÖRLÖG MANNKYNS ERU í
HÚFI. . .
Á síðasta ári var 800 milljónum banda-
ríkjadala varið í vopnaskakið í heimin-
um. Á sama tíma eru 800 milljónir ein-
staklinga vannærðir dag hvern. Til sam-
anburðar má nefna að bólusótt hefur nú
verið útrýmt úr heiminum. Verkið var
unnið á vegum Sameinuðu þjóðanna og
tók tvo áratugi. Leiðangrar fóru um lönd
og álfur, fjöll og dali til að bólusetja fólk.
Kostnaðurinn var einn þúsundasti af því
verði sem greitt er fyrir vopnaskakið í
heiminum á ári. Fyrir verð einnar meðal-
drægrar eldflaugar má bólusetja eina
milljón barna í þriðja heiminum. Nú er
verið að setja upp meira en 500 slíkar
eldflaugar í Vestur-Evrópu og enginn ef-
ast um að kostnaðurinn er engu minni
austan járntjalds. Á hverri sekúndu deyr
barn úr hungri eða sjúkdómum sem
koma má í veg fyrir eða hlýtur ævilöng
örkuml, á hverri sekúndu er varið einni
milljón króna til vopnaskaksins. Tuttugu
ára þróunaraðstoð við þriðja heiminn
hvað varðar mat, vatn og nauðsynlegustu
heilbrigðisþjónustu kostar minna en hálft
ár í vígbúnaðarkapphlaupinu.
Aldrei áður hefur verið mögulegt að
fæða alla þá hungruðu, aldrei áður hefur
verið unnt að hýsa alla þá heimilislausu,
aldrei áður hefur verið mögulegt að
kenna öllum ólæsum, aldrei áður hefur
verið unnt að lækna svo marga þjáða.
Verkefnin sem bíða eru óþrjótandi og
möguleikarnir miklir.
Albert Einstein sagði: „Kjarnorkan
hefur breytt öllu í heiminum nema hugs-
unarhætti okkar. Pví fljótum við sofandi
að feigðarósi. Við þurfum nýjan hugsun-
arhátt í grundvallaratriðum ef mannkyn
á að lifa af.“
KJARNORKUSTRÍÐ ER STÆRSTA
HÖRMUNG SEM BLASIR VIÐ
MANNKYNINU
En sprengjan sprakk og síðan er allt
breytt, heimurinn er annar, viðhorfin
önnur í stjórnmálum, menningu, vísind-
um og listum.
Vitneskjan um afleiðingar kjarnorku-
stríðs eru svo ógnvekjandi að við neitum
að trúa að til þess þurfi að koma. Nái
þessi þekking til þeirra sem vopnunum
ráða er líklegra að þau verði aldrei not-
uð. Pessi vitneskja vekur því von um að
vígbúnaðarkapphlaupinu megi snúa við.
Órlög mannkyns eru í húfi. Albert Ein-
stein sagði að friði yrði ekki viðhaldið
með valdi, friði er einungis hægt að við-
halda með gagnkvæmum skilningi.
Andrei Sakharof skrifaði eitt sinn úr
útlegð sinni í Gorky: „Þrátt fyrir allt sem
hefur gerst, finnst mér að spurningin um
stríð, frið og afvopnun sé svo afdráttar-
laus að við verðum að gefa henni algeran
forgang, jafnvel þótt það sé oft á tíðum
erfitt. Hjá því verður ekki komist að leita
allra hugsanlegra ráða til að finna lausn
og leggja þannig grunninn að frekari ár-
angri. Mikilvægast af öllu er að koma í
veg fyrir kjarnorkustríð sem er stærsta
hörmung sem blasir við mannkyninu.“
Ronald Reagan hefur sagt: „Ekkert verk-
efni er brýnna en að koma í veg fyrir
kjarnorkustyrjöld. Við vitum að slíkt
stríð getur ekki unnist og má aldrei verða
háð.“ Nikita Kruschef sagði ennfremur
að eftir slík ragnarök gæti enginn séð
muninn á kapítalískri og kommúnískri
ösku.
Árið 1985 hlutu Alþjóðleg samtök
lækna gegn kjarnorkuvá friðarverðlaun
Nóbels fyrir starf sitt. Við afhendingu
verðlaunanna fjallaði Egill Arviik, for-
maður Nóbelsnefndarinnar um kjarn-
orkuvígbúnaðarkapphlaupið, sóun fjár-
munanna og hörmulega neyð hundruða
milljóna jarðarbúa. f lok ræðu sinnar
sagði Egill Arviik: „Það er í ljósi alls
þessa sem Alþjóðleg samtök lœkna gegn
kjarnorkuvá hljóta nú friðarverðlaun Nó-
bels. En verðlaunin lýsa einnig von, von
um nýjan hugsunarhátt sem brúi hyldýp-
ið sem nú orsakar ótta við framtíðina.
Allt mannkyn í öllum löndum sameinast í
þeirri von“.
Það er siðferðilega rangt að sóa hugviti
íþróun gjöreyðingarvopna, það er einnig
siðferðilega rangt að sóa fé í vígbúnað-
arkapphlaupið, fé sem sárlega vantar til
mannlegra nauðþurfta.
Kjarnorkueldflaug. Slíkt vopn kostar jafn mikið og kostar aS bólusetja milljón börn í
þróunarlöndunum gegn helstu sjúkdómum.
26 HEIMSMYND