Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 89

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 89
síur eða „filter" kom urðu reykingar nán- ast barnaleikur." Þorsteinn segir tóbak aleitraðasta neysluefni, sem sett hefur verið á al- mennan neyslumarkað og bendir á, að eiturefni séu venjulega seld undir ströngu eftirliti eiturefnanefndar. „Hvað skyldu Neytendasamtökin segja“ spyr Þorsteinn „ef allar verslanir fylltust skyndilega af banvænum rúsínum?" Úr lungnakrabbameini deyja árlega 50-60 manns af völdum reykinga og úr hjarta- og æðasjúkdómum 150-160 af sömu ástæðu. „Menn verða vissulega að deyja úr einhverju" heldur Þorsteinn áfram en „hví að velja sér sinn eigin dauðdaga? Þar að auki aftökuaðgerð sem styttir æskuna og flýtir ellinni. Æ fleiri hætta að reykja af þeirri einföldu ástæðu að þeir spilla lífsgæðunum. Þú ferð ekki út á meðal fólks og eyðileggur skemmtun annarra á bíó eða konsert.“ Hjartavernd hefur athugað reykinga- venjur fullorðinna íslendinga allar götur , síðan 1967. Þá reyktu 63 prósent karla og 45 prósent kvenna. í dag reykja 41 prós- ent karla og 39 prósent kvenna, þannig að það leikur enginn vafi á því hvert stefnir í þessum efnum. Haldi íslending- ar áfram að hætta að reykja með sama offorsi þá munu árið 2000 um það bil tveir af hverjum 10 karlmönnum reykja en þriðja hver kona. Þorsteinn telur þó nær lagi að tæp 30 prósent íslendinga ' munu reykja um aldamótin næstu. „Sá reykingamaður, sem er mjög líkamlega háður tóbaki reykir með jöfnu millibili í vöku. Hjá honum má leggja sígarettu- reykingar að jöfnu við lyfjatöku. Séu efni tóbaksins ekki í blóðinu, óháð því í hvaða formi þess er neytt, þá æpir heilinn eftir þeim. Heilinn gleymir tóbaki aldrei og þeirri geysilegu vellíðan sem af neyslu þess hlýst. Þetta gerir tóbak ótrúlega vanabindandi.“ Af þessum sökum telur Þorsteinn mjög mikilvægt að til fræðslu um skaðsemi þess komi áður en byrjað er að reykja. Konur hafa dregið mun hægar úr reykingum sínum en karlar. Athuganir sýna að konurnar hafa oftar styttri skól- göngu að baki en karlar. Þær hafa því lakari forsendur til að átta sig á skaðsemi þeirra. Af þessum sömu ástæðum eru reykingar miklu algengari meðal lág- launa starfa, sem krefjast ekki langrar sólagöngu. Til dæmis reykja tæp 60 prós- ent fólks sem starfar við sjávarútveg á móti tæpum þriðjungi þeirra sem stunda nám. Þetta tengist síðan að mati Þor- steins því, að tóbak og sér í lagi síga- rettan er hughreystandi eða „a big com- ‘ > forter" eins og stundum er sagt. Þetta hlutverk tóbaksins er mjög áberandi þar sem störf eru erfið og vanþakklát. í sjáv- arútvegi er algengt að unnið sé í skorpum, fólki er kalt, fær stuttar pásur inn á milli. „Mönnum finnst því oft að þeir eigi einhverja umbun skilið" segir Þorsteinn. „Ef gera mætti slík störf létt- ari væri von til að reykingar minnkuðu. Á hinn bóginn er stundum sagt að karl- maður á framabraut sé hættur á meðan kvenmaður á sömu braut stingur „rett- unni“ í annað munnvikið.“ Fræðsla og tóbaksverð eru helstu að- ferðir til að hafa áhrif á reykingar fólks en hvort tveggja hefur reynst vandasamt, að því er Þorsteinn segir. Fræðslu þarf að haga þannig að hún nái sem best til allra, því fólk er í mjög misjafnri aðstöðu til að nýta sér upplýsingar af þessu tagi bæði hvað aldur og skólagöngu snertir. „Það væri óskandi að framkvæmdarvaldið sýndi meiri skilning í þessum efnum. Fræðsla um skaðsemi reykinga er til dæmis enn sem komið er ekki hluti af námsefni grunnskólanna heldur hefur Krabbameinsfélag íslands séð um hana í sjálfboðaliðsvinnu. Sífellt koma nýir og ófróðir árgangar inn í menntakerfið. Áhrifin eru mikil séu þeir fræddir um ókosti reykinga en að sama skapi rýr, bregðist fræðslan. f tóbaki eru efni sem leiða af sér hreina líkamlega fíkn, að slepptum öllum félags- og tilfinningaþátt- um. Mikilvægi fyrirbyggjandi fræðslu er því geysilegt.“ Tóbakssala er einn af tekjustofnum ríkisvaldsins og hefur aukist sífellt þar til á síðasta ári sem kemur ef til vill spánskt fyrir sjónir sé haft í huga að sífellt færri reykja. Segir Þorsteinn að hér komi aðal- lega þrennt til. Minna er af tóbaki í hverri sígarettu en meir af öðrum efnum eins og tóbakslími og rakaefnum. Plöntu- erfðafræði hefur leitt til tóbaksætta sem innihalda minna magn af hættulegum efnum eins og nikótíni og tjöru. Enn fremur er fólk farið að drepa fyrr í síga- rettunni. Það eru því færri og færri sem reykja meira. Hver er þinnar gæfu smiður? — Hvað stórt hlutverk spila erfðaþættir? Gunna mjóa getur Ieyft sér að borða mun meira en feiti Jón. lækkun blóðfitu með mataræðisbreytingu leiddi til lækkunar á tíðni kransæðasjúk- dóma. Ef slíkt tækist yrði fyrst unnt að tala um ótvíræða sönnun þess að matar- æði hefði beinu orsakahlutverki að gegna í kransæðasjúkdómum. Þetta hefur reynst gífurlega erfitt vegna þess að rann- saka þarf gífurlegan fjölda einstaklinga í langan tíma og breyta þarf lifnaðarhátt- um þeirra þó Svo þeir kenni sér einskis meins í upphafi rannsóknar. Þessar rann- sóknir hafa verið þannig gerðar að bornir hafa verið saman tveir hópar einstakl- inga, annars vegar sá hópur sem fær ráð- leggingu eða meðferð til að draga úr blóðfitu og samanburðarhópur, sem engu átti að breyta. Þarna hefur komið enn annað vandamál, því að samanburð- arhóparnir hafa verið meðvitaðir um við- fangsefni rannsóknanna og hafa í veru- legum mæli breytt lifnaðarháttum sínum þannig að skil milli rannsóknarhópa og viðmiðunarhópa hafa ekki verið nægjan- lega glögg til að fram hafi komið munur á afdrifum hópanna. í gífurlega stórri og dýrri rannsókn, sem nefnist Mr. Fit (Multiple Risk Intervention Trial) gerðist einmitt þetta. Dánartíðni lækkaði að vísu mjög í þeim hópi, sem fékk ráðleggingar um breytt mataræði, svo og reykingar, miðað við það sem búist hafði verið við út frá faraldsfræðilegum athugunum. En hið sama var líka upp á teningnum í samanburðarhópnum þannig að ekki varð marktækur munur á dánartíðni enda höfðu áhættuþættirnir minnkað verulega í báðum hópum. Svipað vanda- mál kom upp í svokallaðri Osló-rann- HEIMSMYND 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.