Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 76

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 76
draumórar hafi nokkurt hlutverk í eðli- legu kynlífi fólks. Reyndar geta draumórar verið margs- konar. Kannski hugmyndin um ljúfar ást- ir á suðrænni strönd við fölbleikt tungl- skin. Eða draumurinn um annan elsk- huga, eða þá að draumórarnir snúist um kynlíf tengt ofbeldi, þar sem viðkomandi er annað hvort þolandinn eða ofbeldis- seggurinn. En samkvæmt nýlegri könnun, sem Masters og Johnson stofnunin í New York stóð að, eru draumórar beggja kynja næsta líkir. Algengust tegunda draumóra reynist vera sú er snýst um annan elskhuga en venjulega. í öðru sæti er kynlíf tengt ofbeldi, þá samkyn- hneigðir draumórar og í fjórða sæti Iöng- unin til að horfa á aðra í ^amförum og loks í fimmta sæti kemur hópkynlíf. Samkvæmt ofangreindri könnun eru draumórar mjög algengir og tengjast kynlífinu beint í mörgum tilfellum; eru til staðar á meðan samförum stendur. En er slíkt óeðlilegt? Ymiskonar draumórar eru auðvitað eðlilegir og raunar nauðsynleg forsenda heilbrigðs kynlífs. Hvaða draumórar okkur finnast eðlilegir eða óeðlilegir ræðst nokkuð af ríkjandi siðferðislögmál- um í þjóðfélaginu hverju sinni, sagði f>or- geir. Stundum verður maður var við að fólk finnur sig knúið til að ganga feti framar en það hefur löngun til í ýmiskon- ar nýbreytni á kynlífssviðinu, oft vegna ímyndaðra krafna frá maka. Slík reynsla er ekki alltaf ánægjuleg. Venjulega er ráð- legast að fara sér hœgt, fólk vill ekki endilega að draumórar þess rœtist. Hvert par þarfað kynnast vel ogfinna sinn takt. Fólki hættir dálítið til að leita langt yfir skammt. Það er því alls ekki víst að það borgi sig fyrir fólk að reyna að fram- kvæma draumóra sína, enda ekki víst að viðkomandi sé í raun tilbúinn til þess. Ég tel að við œttum að halda fantasíunni sem fantasíu og sumum hlutum eigum við að haldafyrir okkur sjálf. Við leikum okkur að svo miklu í huganum sem okkur sem beturfer dettur ekki í hug að framkvæma Yfirleitt er ég fylgjandi allskonar ný- breytni og tilbreytingu í kynlífi eins og öllu öðru. Það er eitt af því sem gerir kynlíf auðugt, að hafa stóran lager til að velja úr. Þau Þorgeir og Nanna bentu á að marg- ir þyrftu á ýmsum hjálpartækjum að halda til örvunar í kynlífi. Þá væri fyrst og fremst verið að höfða til fantasíu og drauma. Hins vegar legði klámiðnaður- inn áherslu á alls konar ranghugmyndir, til dæmis varðandi stærð kynfæra. Þorgeir benti einnig á að aðferðin til að selja vörur á borð við þær sem áður greinir, væri að gera fólk óánægt og óöruggt og benda því síðan á leiðir til að auka á ánægjuna, og sagði að einhverra hluta vegna væri mjög auðvelt að gera fólk óánægt með kynlíf sitt. Þessar aug- lýsingar þar sem auglýst eru hjálpartœki og klámvarningur höfða aðallega til fólks sem er einmana og hugmyndasnautt og þorir ekki að mæta öðrum á jafnréttis- grundvelli. Að mati þeirra Þorgeirs og Nönnu er mikið af efni á boðstólum sem veitir rangar kynferðislegar upplýsingar. Þess vegna segir Þorgeir mikla hættu fólgna í því að fólk haldi að það sé að fá upplýs- ingar en sé í raun aðeins að innibyrða ranghugmyndir: Unglingarnir hafa oft lítil tök á að gera greinarmun á réttu og röngu í þessum efnum; þeir eru óöruggir, gagnrýnislitlir, fróðleiksfúsir og gína yfir öllu jafnt. Spurður hvort mikil neysla kláms gæti minnkað möguleika unglinga á því að lifa heilbrigðu og fullnægjandi kynlífi sagði hann að auðvitað gæti klám, sem venju- lega felst í því að karlmaðurinn tekur og konan gefur þannig að karlmaðurinn er að njóta einhvers aleinn, án nokkurrar samveru, gæti spillt möguleikum til að lifa kynlífi sem byggðist á gagnkvæmri virðingu og jafnrétti. Klám sýnir ein- hverja mynd af kynlífi sem ekki er hœgt „Ef kynlífið verður ánægjulegra fært í þennan búning — af hverju ekki að láta það eftir sér?“ segja sálfræðingar. að lifa. Það er ekki víst að neinn sé tilbú- inn til að lifa þessu kynlífi með þér án þess að þú kúgir þá persónu. Og þá erum við kornin með eitthvað andmenningar- legt þvísú persóna sem er kúguð hlýtur að vera óhamingjusöm. Og kynhvöt er hneigð sem auðvelt er að móta, afvegaleiða eða göfga eftir at- vikum, sagði Þorgeir. Það má kannski líkja kynlífi við át og matargerðarlist. Það er hægt að rífa í sig aðeins til að seðja hungrið, en þá er einnig hægt að gera meira úr máltíð, vanda til hennar og hafa kertaljós á borð- um og leika fallega tónlist. Þetta gerir fólk þegar það vill njóta matarins sér- staklega. Á sama hátt er hægt að vanda til kynlífsins, segir Þorgeir Hvernig? Það veit hver einstaklingur best sjálfur. En á meðan viðkomandi er tilbúinn til að leggja sig fram um að njóta þess - og til að njóta þess með öðrum - ætti eftirleikurinn að vera auðveldur. 76 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.