Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 86

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 86
... HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR TRÓNA í EFSTA SÆTI SEM ORSÖK47 PRÓ- SENTA DAUÐSFALLA. s ‘ Hb % ‘ T I * Mt % ix - % —N- 1700 17S0 1800 1850 1900 1950 2000 Heildardánarorsakir íslendinga. Ævilengd íslendinga. Út úr línuriti sem þessu má lesa mikla íslandssögu. Við skynjum hungur og haf- ís, sjáum hvassa toppa í dánartíðni þegar drepsóttir herja og óáran leggst yfir land- ið og á tímum móðuharðinda rís dánar- tíðnin til himins. Og síðan á þessari öld fellur hún jafnt og þétt og hefur raunar hafist nokkrum ára- tugum fyrr og endurspeglar batnandi lífs- kjör, vaxandi þekkingu og útrýmingu fjölmargra sjúkdóma. Svipaða sögu segir línurit yfir meðalævilengd íslendinga í rúma öld. Um miðja síðustu öld var meðalævilengd karla rúm þrjátíu ár og kvenna um þrjátíu og átta ár. Þá endur- speglaði hin skamma meðalævi fyrst og fremst gífurlega háan barnadauða. Börn- in dóu unnvörpum. Pað er þessi raunver- uleiki, sem Halldór Laxness lýsti svo átakanlega í frásögninni af Bjarti í Sum- arhúsum, sem árlega þurfti að arka með börnin sín í litlum trékössum til að jarð- setja í kirkjugarði þeirra Rauðsmýringa. Nú á tímum er ungbarnadauði á íslandi lágur-reyndar einn sá lægsti í heiminum. Jafnframt er það almenn vitneskja að meðalævi íslendinga er ein sú lengsta, sem gerist í heiminum og sérstaklega verða íslenskar konur allra kerlinga elst- ar. Þessar línur á myndunum tveim segja því mergjaða sögu, ekki bara um heilsu- farsþróun heldur gerbreytingu á öllum högum þjóðarinnar og það á tiltölulega fáum áratugum. Allt hefur breyst og dán- arorsakirnar hafa breyst. Hungur og hörgulsjúkdómar, berklar og barnaveiki heyra nánast sögunni til sem dánarorsak- ir. Og þótt lungnabólga sé ekki fátíð sem dánarorsök liggja venjulega einhverjar aðrar, dýpri ástæður eða sjúkdómar til þess að lungnabólga dragi menn til dauða, sennilega oftast nær hár aldur. Eins og glöggt sést á mynd á blaðsíðu 88 eru það hjarta- og æðasjúkdómar, sem tróna í efsta sæti sem orsök 47% dauðs- falla á okkar dögum. Þar næst kemur krabbamein með 22%, ýmsir aðrir sjúk- dómar orsaka 11% dauðsfalla og slys um það bil 10%. Að sjálfsögðu segja dánar- orsakir okkur ekki nema hluta sögunnar um mikilvægi tiltekins sjúkdóms sem heilbrigðisvandamáls. Þjáning og fötlun eru ekki síður mikilvægar. Þau 10% dauðsfalla, sem stafa af slysum, ættu þannig að taka miklu stærra rúm, stærri geira, ef raunveruleg tilraun væri til þess gerð að mæla stærð vandans. Þetta eru dauðsföll hinna ungu og bak við hvert dauðsfall eru fjölmörg tilfelli mismun- andi fötlunar. En krabbameinin og hjarta- og æða- sjúkdómarnir orsaka líka stóran hluta hinna ótímabæru dauðsfalla á miðjum aldri og vega þungt sem orsakir fötlunar og þjáninga. Þannig má færa rök fyrir því að afleiðingar æðasjúkdóma, bæði krans- æðasjúkdóma og ekki síður heilablóð- falla eigi stóran þátt í því að gera mörg- Forsíðumynd breska tímaritsins The Economist — táknræn fyrir þá þróun, sem orðið hefur á Vesturlöndum. Vissir áhættuþættir tengjast lifnaðarháttum og lífsstíl, blóðfíta, mataræði, reykingar og hreyfingarleysi. I þeim löndum þar sem kóiesteról í blóði er almennt mjög lágt eru kransæðasjúkdómar mjög fágætir. um ellina þungbæra. Og þessir tveir stóru sjúkdómaflokkar koma mjög við sögu þegar leitað er svara við spurningunni að hve miklu leyti ræður maður sjálfur 1 heilsu sinni. Sennilega er ekkert dæmi augljósara en lungnakrabbameinið, sem að langmestu leyti er reykingasjúkdóm- ur. Þessi hörmulegi sjúkdómur sem í um 90% tilfella er ólæknandi þegar hann greinist, var mjög fátíður á íslandi sem og víðast annars staðar fyrir nokkrum áratugum en hefur nú náð öðru sæti, bæði hjá körlum og konum. Sterk rök , hafa verið leidd að því að ef reykingar legðust af yrði þessi sjúkdómur aftur sjaldgæfur og fréttnæmur þegar hann greindist. Þótt enginn sjúkdómur hafi gleggri tengsl við lifnaðarhætti en lungnakrabba- mein koma æðasjúkdómar við sögu miklu fleiri einstaklinga og fleiri þættir í lifnaðarháttum gegna þar hlutverki, auk reykinga; mataræði, hreyfing, streita, rækt við meðferð annarra kvilla svo sem háþrýstings, sykursýki og fleira. Og hér verður allt óljósara um ótvírætt orsaka- samband, flóknari hagsmunir fléttast inn í málið og því ekki að undra þótt ágrein- ingsefnin hafi orðið mörg og margir átt erfitt með að átta sig á mótsagnakennd- um upplýsingum og ráðleggingum. EÐLl VANDAMÁLSINS Þegar litið er á hinn stóra hlut, sem hjarta- og æðasjúkdómar eiga í dánaror- sökum íslendinga, er hér að sjálfsögðu < um fjölmarga sjúkdóma að ræða, allt frá meðfæddum hjartagöllum til lokusjúk- 86 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.