Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 57

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 57
% m % N >• n Forsíðo Helaarpóstsins þ. 6. júní f ór: Myndin og úttekt blaosins á móiefnom Haf- skips hf. vorð til þess að stjórn fyrirtækisins samþykkti á aðalfundi að stefna Ijósmyndora og rifstjóra HP fyrir róg. Stefnan barst aldrei. í dag er Hafskip sokkið. ■ HAFSKIP VILDI I SÆN MEÐ EIMSKIPi FYRIRÁ ■ HPSEGIR FRÁFUNDU UTVEGSBANKA OG HAFSKIF ■ „ÍSLENSKA SKIPAFÉLAGI£ SKOLLALEIKL IELGARPÓSTURINN SKOÐANAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS: I RANNSÓKNARLÖGREGLA Rí ALÞYÐUBANDALAGI® 1FJOLDI NÆSTSTÆRSTI1OKURLANA „Það er skoðun mín að á HP hafi blaðamennska af þessu tagi verið stunduð frá byrjun . . .“ siðgæðisvörður eða prédikari, sem fólk bendi á. „Þetta er aðstaða, sem ég hef lent í sem blaðamaður og mitt hlutverk er að miðla upplýsingum, ekki að pré- dika.“ -Halldór segist eiga langan feril að baki í rannsóknarblaðamennsku. Ferill hans í blaðamennsku hófst á Alþýðu- blaðinu, þar sem hann var öll sumur þegar hann var í menntaskóla. Að loknu stúdentsprófi starfaði hann hjá Alþýðu- blaðinu í tvö ár. Hann lauk BA-prófi frá Háskóla íslands í heimspeki og bók- menntafræði árið 1977 en skrifaði reglu- lega í blöð meðan hann var í háskóla. Hann fór í framhaldsnám til Bandaríkj- anna í fjölmiðlafræðum og lauk magist- erprófi frá blaðamannadeild Chapel Hill háskólans í Norður-Karólínufylki árið 1980. Eftir heimkomuna réðst hann á fréttastofu útvarpsins, sem hann hafði áður verið viðloðandi og starfaði þar til ársins 1982, þegar hann réði sig sem rit- stjóra íslendings á Akureyri. Þar var hann þar til fyrir rúmu ári þegar hann var ráðinn ritstjóri Helgarpóstsins. Hann hafði þó komið við sögu HP áður. Var ráðinn sumarið 1979 til að „skrifa um einn glæp“ á viku, eins og hann orðar það. „Þáverandi ritstjórar HP hringdu í mig og vildu ráða mig í rannsóknarblaða- mennsku sumarlangt þegar ég var í námi erlendis. Það sumar var eitt hið erfiðasta en jafnframt hið skemmtilegasta, sem ég hef lifað. Það tók mig tvo mánuði að jafna mig eftir að ég var kominn út aftur um haustið." Hann rekur upphaf sitt í svokallaðri rannsóknarblaðamennsku til skrifa sinna í dagblaðinu Vísi árið 1976. „Þá datt ég ofan í svokallað Leirvogsár- mál. Aðdragandi þess var að rútu hafði verið stolið, og fannst hún í Leirvogsá sem og lík ungs manns. Við rannsókn komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að þessi ungi maður hefði verið í rútunni, sem var stolið auk annars manns, sem þeir höfðu náð í. Faðir látna piltsins vildi ekki trúa því að sonur hans hefði stolið þessari rútu og hóf að afla upplýsinga um málið. Hann hafði ýmsar grunsemdir um að hinn látni hefði dáið áður en rútan fór í ána, gekk á milli stofnana og fjölmiðla en var allsstaðar afgreiddur sem kverúl- ant. Þá kom hann til mín. Ég sökkti mér ofan í málið í þrjá mánuði með náminu og komst að þeirri niðurstöðu að rann- sókn lögreglunnar hefði ekki leitt hið sanna í ljós. Spurningin snerist um það hvort hér hefði verið um manndráp eða morð að ræða. Faðir hins látna hafði farið þess á leit að málið yrði tekið upp að nýju eftir að kerfið hafði afgreitt það og eftir birtingu greinar minnar í Vísi, var málið tekið upp á ný.“ Ótrauður segist hann síðan hafa haldið skrifum af þessu tagi áfram. „Ég tók til dæmis fyrir mál í tengslum við Samvinnu- bankann, Batta rauða og mútur íslenskra skreiðarseljenda í Nígeríu. Fyrir öll þessi skrif sat ég undir ámæli. Það er skoðun mín að á HP hafi blaðamennska af þessu tagi verið stunduð frá byrjun en það er ekki fyrr en Hafskipsmálið verður að stórmáli að fólk gerir sér grein fyrir því að hér er um rannsóknarblaðamennsku að ræða en ekki æsifréttir eða slúður. Og að baki blaðamennsku sem þessarar ligg- ur mikil vinna og mikill metnaður.“ Þrátt fyrir þessa svonefndu rann- sóknarblaðamennsku er Halldór Hall- dórsson ekki þeirrar skoðunar að hann hafi mikil áhrif með skrifum sínum. „Ég trufla engan og hef í raun litla trú á áhrifum fjölmiðla til að ýta á eftir rót- tækum breytingum. Spurningin snýst fremur um breytingar á almennu hugar- fari, sem við getum ef til vill á einhvern hátt stuðlað að.“ En það er engin launung á því að hann er stoltur af þætti sínum í Hafskipsum- ræðunni - eftir blóð, svita og tár, eins og segir í slögurum, áður en málið komst í algleyming. Hann átti ekki aðeins ein- manalegar stundir, heldur komu þær stundir líka að því er hann segir, að jafnvel efi sótti á hann. „Ekki það að ég efaðist um heimildir mínar eða teldi á nokkurn hátt að ég væri að fara með rangt mál. Hins vegar eru því takmörk sett hvað maður þolir mikið álag eða utanaðkomandi þrýsting, þegar maður stendur í svona skrifum. Maður er eitt- hvað svo varnarlaus! Auðvitað hafði ég stuðning frá samstarfsmönnum mínum á HP en það er ekkert Iaunungarmál að annar stjórnandi Hafskips er ágætur kunningi meðritstjóra míns í gegnum nokkuð þekkt félagssamtök, sem báðir starfa í og beitti hann sem og fleiri, mikl- um þrýstingi á meðritstjóra minn til að reyna að stöðva skrif mín. Að sjálfsögðu gekk slíkt ekki upp. Hins vegar sýnir þetta að oft getur verið erfitt að stunda blaðamennsku af þessu tagi í jafn fá- mennu samfélagi og íslandi. En ég hlífi engum - og myndi ekki gera, sama hversu náinn viðkomandi væri, ef ég teldi nauðsynlegt að upplýsa eitthvert mál. HEIMSMYND 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.