Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 40

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 40
En hver er það sem olli taugatitringn- um og innanflokksátökunum. Þrjátíu og sjö ára gömul leikkona, innfæddur borg- arbúi. Kristín ólst upp í verkamannabústöð- unum í Stórholti og hafði holtin, sem þá voru mest óbyggð, að leiksvæði. Örstutt frá var sveitin; bærinn Klambrar með kúabúskap og Kristín segist muna vel eftir að hafa farið með foreldrum sínum upp í kartöflugarð, á stönginni á hjólinu hans pabba-en 20 árum síðar bjó hún í blokk sem stóð þar sem áður spruttu kartöflur, við Miklubrautina. Reyndar er Kristín ekki af reykvískum ættum, því foreldrar hennar eru Önfirð- ingarnir Ólafur Eggert Guðmundsson og Porbjörg Þorvaldsdóttir; pubbi er virkur í Alþýðubandalaginu en mamma hefur borgaralegri skoðanir enda alin upp á trúuðu Framsóknarheimili. Reyndar er Kristín farin úr holtunum, og það fyrir löngu því hún hefur búið víða, meðal annars á Akureyri í fimm ár og í Kaupmannahöfn í tvö ár, en býr núna við Öldugötuna í Vesturbænum, með sambýlismanni sínum, Óskari Guðmundssyni ritstjórnarfulltrúa Þjóð- viljans og tveimur börnum sínum, 18 ára pilti og 4 ára stúlku, og heldur stundum ketti. Menntun hlaut hún í Austurbæjar- barnaskólanum, síðar í jafn borgaralegri stofnun og Kvennaskólanum en þaðan lá leiðin hins vegar í leiklistina sem hefur verið meginstarfsvettvangurinn síðan. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Reykjavíkur 1969. Tók nokkrum árum síðar þátt í að stofna Alþýðuleikhúsið og hefur eins og margir aðrir stjórnmála- menn komið fram sem skemmtikraftur, meðal annars með Ríó tríó á nokkrum skemmtunum á Hótel Sögu. Þá hefur hún sungið inn á 7 plötur. Þá gerði hún stuttan stans í öldunga- deild en hætti þar til að ieika í Plóginum og Stjörnunni og Jesú Kristi Superstar. Síðar eyddi hún tveimur árum í Kaup- mannahöfn við nám í leikhúsfræðum. En núna upp á síðkastið hefur hún aðallega fengist við kennslu og meðal annars hjá Menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu, þar sem hún kennir leikræna tjáningu, framsögn og raddbeit- ingu-og reynir að kenna fólki að standa upprétt og taka pláss í tilverunni. En hverra fulltrúi er Kristín innan Al- þýðubandalagsins? Lýðræðisaflanna svo- kölluðu? Já. Sextíuogátta kynslóðarinnar margfrægu? Já. Kvenna? Já. Og launa- fólks? Já, ég tel að allir fulltrúar Alþýðu- bandalagsins séu fulltrúar launafólks. Ég er svo sannarlega fulltrúi sextíuog- átta kynslóðarinnar og viðhorf mín mót- ast mjög afþví sem þá gerðist og ekki síst í kvennapólitík og gagnvart valdboði og valdbeitingu. Pessi kynslóð setti fram gagnrýni á uppbyggingu valdakerfisins og ríkjandi gildismati. Þetta var til að byrja með einhliða gagnrýni en það var líka bent á aðrar leiðir. En það er hins vegar rétt að það sem átti að koma í staðinn gekk ekki alltaf upp-þess vegna höfum við verið að endurskoða okkar mál. Og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna þarf líka að halda á lofti þótt innan sósíal- ísks flokks sé, þar sem jafnrétti er mál málanna. Það var misskilningur hjá gömlu mönnunum fyrir austan að ekki þyrfti að taka sérstaklega til jafnrétti kynj- anna enda hef ég bent á að það sé ekki nóg að berjast fyrir sósíalisma heldur verði einnig að berjast fyrir jafnrétti kynj- anna og ég held að það þurfi konur til að sjá misréttið í raun. Og hún óttast ekki að það skorti bar- áttumál í borgarstjórninni. Pólitík er sið- ferðislegt mat mismunandi hagsmuna og í því ljósi forgangsröð verkefna og eitt meginforgangsverkefnið að mati Kristín- ar er að peningar borgarbúa fari í meiri mæli en nú er gert til að fullnægja mann- eskjulegum þörfum þeirra. Að lögð verði áhersla á fyrirbyggjandi starf meðal barna og unglinga. Ég er dauðhrædd um þau sem eru að alast upp núna og ein meginástæðan fyrir ástandinu er launa- stefna ríkisstjórnarinnar-ríkisstjórnin hef- ur ekki brugðist við þjóðfélagsbreyting- unni sem varð er konur fóru út á vinnu- markaðinn. Félagsmálastofnanirnar sinna aðallega bráðatilfellum, eftir að slysin eru orðin að veruleika, en sinna ekki aðgerðum sem gætu komið í vegfyrir að slysin verði. Við höfum dœmi um árangur í fyrirbyggjandi starfi í Kópavogi en þar hefur afbrotatíðni unglinga minnkað í hlutfalli við fyrir- byggjandi starf félagsmálayfirvalda. Og þetta er mikið áhugamál hjá mér. Önnur mál sem Kristín telur brýnt að taka á er til dæmis lýðræði og vald- dreifing í borginni. Þannig finnst henni að færa megi vald til hverfafélaga og for- eldrasamtaka, en minnka að sama skapi vald embættismanna og endurskoða ráðningarreglur þeirra þannig að ráðn- ingartími þeirra fylgi jafnvel kjörtíma- bilum. Spurð um samsullskenningu Davíðs Oddssonar, sagði hún að hún teldi slíkar samsteypuborgarstjórnir alls ekki af hinu illa, því þannig væri tryggt að tekið væri tillit til hagsmuna fleiri aðila en við stjórn eins flokks og sagðist hún vera hrædd við eins flokks stjórn Sjálfstæðisflokksins því það væru dæmi þess að Sjálfstæðismenn gættu frekar hagsmuna ákveðinna aðila en annara. Sem dœmi get ég nefnt að mér þykir ekki ólíklegt að verkafólk í BÚR sem lœkkaði jafnvel í launum við sameining- una við ísbjörninn, hafi skipt um skoðun á Davíð þegar það kynntist pólitík hans. Ég var þarna fyrir stuttu ogfólkið er reitt- það er búið að niðurlœgja það. Þetta er munurinn á verkurn og framkomu í fjöl- miðlum. En samt líst Kristínu vel á að vinna með Davíð Oddssyni og hlakkar til að takast á við hann. mikils málefnaágreinings í bæjarstjórn. Helstu málin á Akranesi nú snerta sam- vinnu við önnur sveitarfélög á Vestur- landi, til dæmis varðandi breytingu á Fjölbrautarskóla Akraness í Fjölbrautar- skóla Vesturlands, og þá hvað hvert sveitarfélag eigi að bera mikinn hluta kostnaðarins. Það þarf því kannski ekki að búast við miklum sviptingum á Akranesi í kosning- unum, en slíkt hið sama er ekki hægt að segja um ástand mála í Keflavík. Þar hafa þeir Tómas Tómasson hjá Sjálfstæðisflokknum og Hilmar Péturs- son hjá Framsóknarflokknum leitt sam- starf flokka sinna um árabil, og notið mikils persónufylgis báðir tveir. Þeir hætta báðir núna og segja heimildar- menn okkar að það sé næsta ómögulegt að spá fyrir um úrslit kosninganna, því báðir þessir menn hafi haft fylgi út fyrir öll flokksbönd en óvíst er hvort arftakar þeirra njóti slíkra vinsælda. Sjálfstæðismenn hafa þegar fundið sinn mann í fyrsta sætið en það er Ingólf- ur Falsson, framkvæmdastjóri Aðal- stöðvarinnar í Keflavík. Hann virðist vera allumdeildur og sagði einn viðmæl- enda HEIMSMYNDAR að hann væri ekki ýkja vinsæll og ætti auðvelt með að afla sér óvina. Ingólfur tók þátt í prófkjöri flokksins síðast en náði ekki inn í bæjarstjórn í það skiptið. En í þriðja sæti listans er hins vegar nýtt andlit sem mun falla Keflvíkingum vel í geð, en þar er Jónína Guðmundsdóttir. Þá á íþróttahreyfingin sinn fulltrúa á listanum sem er Garðar Oddgeirsson. Jóhann Geirdal, fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, mun að öllum líkindum verða efstur á listanum einnig nú. í öðru sæti verður hins vegar yngsti maður kosninga- baráttunnar, Jóhann Björnsson, tvítugur Fjölbrautarskólanemandi. Ólafur Björnsson, útgerðarmaður, stígur úr fyrsta sæti lista Alþýðuflokksins 40 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.