Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 132
T.S. Eliot þegar hann var við nám á
Harvard háskólanum í Boston. Fólki
varð tíðrætt um sterkan augnsvip hans.
vera alltaf stofudrama, er hvað sem hugs-
anlegum leikrænum verðleikum líður og
flínkheitum, byggt á einhverjum mis-
skilningi á eðli leiklistar annars vegar og
eðli sagnfræði hins vegar, muninum þar
á. Enda lúta þessi leikrit sjálfstæðum lög-
málum og líkjast hvert öðru furðu mikið,
sé haft í huga hve ólíkir listamenn verða
fyrir barðinu á þessu: T.S. Eliot í þessu
leikriti og H.C.Andersen í leikritinu sem
hét Nótt ánamaðkanna eða eitthvað svo-
leiðis gætu til dæmis verið bræður.
Það er komin ágæt reynsla fyrir því að
hafa ævisögur á bókum. Bókin hefur það
fram yfir leikhúsið sem fróðleiksmiðill að
viðtakandi hefur meiri möguleika til þátt-
töku, getur rólegur metið það sem fram
er borið. Hann er einn. Hann hefur
kveikt ljós hjá sér. Ef hann nennir getur
hann haft hjá sér blað og blýant og krot-
að athugasemdir. Höfundur leggur fram
heimildir sínar og lesandi getur ráðið í
hvernig úrvinnsla þeirra er. Hann getur
skroppið út í búð og hugsað á göngunni
um efnið (þetta er mikilvægt: að geta
hugsað á göngunni). Hann getur flett
upp í öðrum bókum. Hann getur í stuttu
máli íhugað efnið. í leikhúsi situr áhorf-
andi í myrkrinu og kemst hvergi út og
aðstæður hans eru annarlegar: hann
svitnar út af kyndingunni, hann andar að
sér hárlakki, hann er kannski í einhverj-
um fötum sem hann þekkir ekki alveg og
kannast því ekki með öllu við sjálfan sig,
allt í kringum hann er eitthvað fólk sem
sendir frá sér strauma sem stefna allir
hratt í sömu átt og athafnirnar á sviðinu
espa upp - viðtakandi er orðinn að hóp-
Vivien Eliot.
T.S.Eliot sem barn. Hann naut mikils
ástríkis kvenna í æsku, bæði móður og
systra og þjáðist af sektarkennd alla ævi
fyrir að hafa slitið naflastrenginn - yfir-
gefið móður sína.
veru, nautnin sem hafa má af góðri
leiksýningu felst í samkenndinni, allt
stefnir að sefjun, áhrifin koma úr einni
átt, sköpunin er einhliða, þú meðtekur,
vitund þín rennur saman við stóra vitund
hópsins. Öll góð list sefjar. Hún verður
að sefja, viðtakandi á að vera í nokkurs
konar öngviti meðan hann nýtur hennar
og þess vegna má hún helst ekki fjalla um
raunverulegt fólk og alls ekki frægt fólk
því hún verður að fá svigrúm til að ljúga
til að geta sagt satt.
í leikritinu er Eliot að aðalstarfi eigin-
maður. Hann Tom hennar Viv. í meðför-
um Viðars Eggertssonar er þetta gufu-
legur maður sem sífellt er að bæla sjálfan
sig, hann tekur lífið mjög alvarlega og er
allan tímann hengdur upp á þráð. Mynd
Viðars af Eliot er heilleg, hlutverkið
gengur upp, það er vandlega unnið og
þaulhugsað - vel leikið - en hann er ekki
að leika T.S. Eliot heldur hugmynd Hast-
ings um hann sem kölluð er Tom. Raun-
veruleg persóna Eliots stendur utan við
verkið og varpar skugga á það, truflar. í
stað þess að áhorfandinn hrífist með og
fyllist réttlátri reiði yfir heimsku þeirra
lækna sem gerðu Vivien brjálaða með
fúski sínu, hugsar hann sífellt: er þetta nú
rétt? Var hann virkilega svona? Skyldi
hann hafa haft þennan kæk? Var hann
svona snöggur að yrkja? - Eliot er að
þvælast fyrir raunverulegu umfjöllunar-
efni leikritsins, sem er fyrrgreint lækna-
klúður. Hafi fólk áhuga á að komast að
því hver hann var, maðurinn hennar Vi-
vien hans Tom, þarf það að lesa ævisögu
Ackroyds.
Margir ævisagnaritarar hafa farið flatt
á því að reyna um of að lifa sig inn í
athafnir og hugarástand þeirra sem skrif-
að er um. Þeir reyna að smjúga inn í
vitund annars manns, taka sér stöðu í
henni miðri og taka að tala tungum og
virðast alveg gleyma því að í rauninni er
það aðeins þeirra eigin vitund sem starf-
ar, þegar best lætur er þetta ágæt heimild
um þá sjálfa. Og þegar þetta gerist er
önnur hætta á næstu grösum: þeir fara að
lesa skáldskapinn sem heimild um ævi
viðkomandi höfundar, en ekki öfugt eins
og upphaflega var hið yfirlýsta markmið;
menn vilja komast að því hvernig skáld-
inu hafi liðið eftir að slitnaði upp úr
ástarsambandi og fara í ljóðin frá sama
tíma og nota þau sem álíka áreiðanlegar
heimildir og til dæmis bréf. En þá
gleymist að það eru ekki öll skáld haldin
Tikkanen-áráttunni, að tala aðeins bert
um sjálf sig; meira að segja höfundar eins
og Strindberg sem var mjög hugfanginn
af sjálfum sér er stórkostlega varasamur í
þessu, því um leið og hann var tekinn að
skrifa, þó ekki væri nema sendibréf, var
hann tekinn að skálda eigið líf - margt
sem hann segir í bréfum sínum um líðan
sína og athafnir er einfaldlega haugalygi,
vegna þess að sá sem er skáld er í öðru
sambandi við veruleikann en annað fólk,
hlutskipti skáldsins er að skálda, ekki að
játa.
Einn höfuðkosturinn við bók Ackro-
yds um Eliot er að hann gerir sér grein
fyrir þessu - skilur að Eliot var sífellt að
semja um sjálfan sig upp á nýtt og að
allar tilraunir til innlifunar í vitund hins