Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 92

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 92
... MATARÆÐIS- BREYTING LEIÐIRTIL LÆKKUNAR Á TÍÐNI KRANSÆÐARSTÍFLU. í tóbaksreyk hafa fundist yfir fjögur þúsund niismunandi efni og efnasambönd. Nikótínið veldur aukinni tilhneigingu til hjartsláttaróreglu, sem kann að geyma skýringu á aukinni tíðni skyndidauða meðal reykingafólks. andi reykingavenja, mismunandi líkams- þunga og blóðþrýstings, þannig að sjálf hreyfingin virtist gegna þarna hlutverki. Eins og í umfjölluninni um samband mat- aræðis og kransæðasjúkdóma má einnig setja fram efasemdir hér, vegna þess að um úrval getur verið að ræða. Hugsan- legt er að íþróttaiðkunin bæti ekki heilsuna heldur séu það hinir hraustu sem leggi stund á hana. Sennilega eru flestar ef ekki allar athuganir á fólki því marki brenndar að erfitt er að hrekja þessar efaserhdir. Vegna þessa rökfræði- lega vanda var gerð rannsókn á öpum, sem gefur sterka vísbendingu um að hreyfing hafi beinlínis verndandi áhrif gegn kransæðakölkun. Öpunum var skipt í þrjá hópa. Fyrsti hópurinn fékk venjulega apafæðu og við þær aðstæður er kransæðakölkun fágætt vandamál. Annar hópurinn fékk kost ríkan af mett- aðri dýrafitu og kólesteróli og þeir apar fengu veruleg kransæðaþrengsli, jafnvel kransæðastíflu, og dóu skyndidauða. Þriðji hópurinn fékk líka þennan óholla, fituríka kost en var látinn þramma á göngubretti um tvær klukkustundir á dag. Kransæðakölkun var miklu minni í þeim en í félögum þeirra sem ekkert hreyfðu sig. í þessari apatilraun reyndist hreyfingin hafa ótvíræð verndandi áhrif gegn kransæðaþrengslum og -stíflu. Ekki er alveg ljóst hvernig á þessu stendur en íþróttaiðkun hefur í för með sér verulega hækkun á háþéttni lipópróteinum, sem að ofan er getið (góða kólesterólið) sem eru talin hreinsa kólesteról úr slagæða- veggjum. Auk þess hamla þær gegn blóð- segamyndun, hafa hagstæð áhrif á kol- vetnaefnaskipti og draga úr öðrum áhættuþáttum eins og offitu, háum blóð- þrýstingi og reykingum. Hér hefur verið stiklað á aðeins ör- fáum atriðum þar sem greinilegt sam- band ríkir á milli lifnaðarhátta eða lífs- stíls og heilsufars, jafnvel langlífis. Ahersla hefur verið lögð á alvarlegustu sjúkdómana og algengar dánarorsakir en ótalin eru fjölmörg dæmi um hve lifnað- arhættir gegna stóru hlutverki í framþró- un sjúkdóma. Þannig eru vímuefni ekki bara sjúkdómsvaldar heldur einhverjir stærstu slysavaldar þjóðfélagsins og mið- punktur allrar afbrotastarfsemi. PERSÓNULEGT VAL - PERSÓNU- LEG ÁBYRGÐ Á örskömmum tíma í sögunni hafa lífsskilyrði íslendinga breyst frá því að heilsa og ævilengd hafi fyrst og fremst ráðist af ytri aðstæðum, árferði eða því hvort drepsóttir bárust að ströndum til þess að vera að verulegu leyti í höndum þeirra sjálfra og mótast af þeim lífsstíl er þeir temja sér. Þessari vitneskju fylgir að sjálfsögðu mikil persónuleg ábyrgð. Stundum heyrist því fleygt að þessi atriði skipti litlu máli vegna þess að hár aldur sé ekkert kappsmál. Því sé sama þótt heilsuspillandi líferni stytti aðeins ævi- skeiðið. Þess grundvallarmisskilnings gætir að umfjallaðir sjúkdómar klippi snyrtilega síðustu ár ævinnar af og stytti þannig ellina. Þvert á móti má leiða að því rök, að ellin lengist á kostnað ung- dómsára þar sem hrörnunarsjúkdómar ganga fyrr í garð en ella. Öldrun hefur verið skilgreind sem starfræn hnignun líffæra sem kemur smátt og smátt á löngum tíma. Á unga aldri búa líffærin yfir starfrænum varasjóði, sem er frá fjórum til tíu sinnum meiri en þarf til að lifa. Ungur maður getur þannig aukið afköst hjartans fimmfalt og lungnanna tífalt við áreynslu miðað við það sem þarf í hvíld. Þessi starfræni varasjóður minnkar smám saman og þrýtur loks al- veg. Hins vegar er það breytilegt eftir einstaklingum hve hratt þetta gerist og öldrunarrannsóknir benda til að einnig á þessu sviði séum við að verulegu leyti okkar eigin gæfusmiðir. Þannig virðist bæði andleg og líkamleg hrörnun, sem kemur snemma, helst stafa af vannotkun fremur en af sliti. Komið hefur á daginn að þjálfunarhæfni gamals fólks, bæði andleg og líkamleg, er miklu meiri en menn gerðu sér grein fyrir. Það má ef til vill segja að ryð en ekki slit sé aðal óvinur líkamans. Kransæðaþrengsli, lungnaþemba og lungnakrabbi á miðjum aldri eru allt dæmi um ótímabæra hrörn- un þar sem varasjóður líffæranna hefur verið notaður í ótíma. Þar sem reykingar hafa mikla þýðingu fyrir alla þessa sjúk- dóma, beinlínis kalla yfir neytandann ótímabæra hrörnun, er erfitt að hugsa sér heilsufarsþátt þar sem persónulegt val og um leið persónuleg ábyrgð gegnir stærra hlutverki. 92 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.