Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 83

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 83
ar hann um sjálfsbjargarviðleitni ungs fólks nú. „Okkar kynslóð lifir ekki um efni fram að mínu mati og er dugleg við að bjarga sér sjálf. Sú afstaða er almenn að Guð hjálpi þeim sem hjálpi sér sjálfir. Fólk er meðvitaðra um að samkeppnin er hörð og vill skapa sér góða aðstöðu í lífsbaráttunni. Besta vopnið er því góð menntun og fagmennska. Þetta er al- menn hugarfarsbreyting sem gífurleg fjölgun í Háskóla íslands og stjórnmálahræringar endurspegla vel. Sterkustu straumarnir í dag eru að ríkis- valdið hefti ekki einstaklinginn heldur veiti honum tækifæri." Sjálfur starfar hann með náminu í hljómútgáfufyrir- tæki, hyggur á íbúðakaup og vinnudagur hans er langur. Ólafur Arnarson segir jafnframt sem og margir aðrir að meðal ungu kynslóðarinnar nú séu hefðbundin gildi aftur að komast í tísku, fjölskyldu- h'f, hjónaband og börn. „Það sýnir kannski í hnotskurn hve ólík þessi kyn- slóð er fyrri kynslóðum. NEYSLUKYNSLÓÐ Skáldið Sjón, fulltrúi þess hóps sem margir af ungu kynslóð- inni nú kalla kúltúrbolta. „Hópaskiptingin er skýr af því að þetta er svo stór kynslóð, mass- inn er svo greinilegur.“ (Ljósm.: Árni Sæberg). Sjón, er ungt skáld, tuttugu og tveggja ára, einn af aðalmönnum svonefns Med- úsahóps og því í hópi þeirra af ‘86-kyn- slóðinni, sem á þeirrar kynslóðar mál- lýsku eru kallaðir kúltúrboltar. Hann segir meðal annars: „Hópaskipt- ing ‘86-kynslóðarinnar er fyrir mér alveg greinileg, sérstaklega ef að horft er á hippatímann. Þá tók heildin almennan þátt í uppbroti. Skiptingin nú er skýr af því að þetta er svo stór kynslóð, massinn er svo greinilegur. Þeir sem vilja skera sig úr, verða fyrir vikið að vera meira áberandi en áður gerðist þörf fyrir. Fólk þarf að hafa meira fyrir því að vera trúðar, leiðtogar, bjánar eða skvísur.“ Að mati Sjóns leggur unga kynslóðin nú mikla áherslu á hina ytri ímynd eins og til að undirstrika persónu- eða ein- staklingseinkenni sín. „Þó persónulega finnist mér umbúðirnar ekki skipta máli. Einstaklingshyggj a er mjög ríkjandi núna meðal ungu kynslóðarinnar en hún hefur á sér tvo fleti eða tvær víddir. „Annars vegar tel ég að um brenglaða einstaklingshyggju sé að ræða og hins vegar um meðvitaða einstaklingshyggju. í fyrra tilfellinu lokar einstaklingurinn sig af og er óvirkur en í hinu síðara er hann félagslyndur einstaklingshyggjumaður, sem tekur þátt í að skapa litríkan hóp. Þessi hópur er áberandi innan ‘86-kyn- slóðarinnar, en hann er jafnframt arfleifð frá ‘68- kynslóðinni og endurspeglar hann þá 20. aldar hugsun, sem að mínu mati er að verða meira ríkjandi nú en nokkru sinni fyrr, sem er áhersla á hinn algera einstakling, sem tekur þátt í upp- byggingu samfélagsins án þess að glata sérkennum sínum. Þetta er eiginlega hörð einstaklingshyggja, sem hlýtur að vera viðbragð við hjarðmenningu eða allsherjar fjöldahreyfingu. Það er ekki lengur allur hópurinn sem skiptir mestu. Þetta eru svo stórir árgangar að menn sjá ekki samhengið á milli eigin tilveru og annarra - og því er fólk ekki að reyna að breyta náunganum. Það er ekki þú, hóp- urinn og svo veruleikinn, heldur aðeins þú og veruleikinn!", segir skáldið Sjón. Sjón segir að efnishyggjan eigi sterk ítök í ungu kynslóðinni nú. „Við erum mjög næm fyrir efnislegum skilyrðum. Það má segja að við breytumst í efninu, sem birtist í andanum þegar ‘68-kynslóð- in hins vegar breyttist í andanum, sem birtist síðan í efninu.“ Sjón nefnir nær- tækt dæmi eða ljóðlistina. „í henni er mikið að gerast núna. Ljóðformið er tætt niður aftur og aftur og vaðið í ljóðið sem efni með hamri og sleggju hreinlega.“ Sama líkingamálið notar hann þegar hann talar um eigin kynslóð, „að ‘86- kynslóðin sé eins og milli steins og sleggju er ekki fjarri sanni, vegna þess hve mikið hefur gerst á undan þeirri kyn- slóð í tíma, hún hefur þegið margt, popp- menninguna til dæmis. Við ólumst upp með henni og sú uppreisn, sem hún stendur fyrir festi unglingamenninguna í sessi. Unglingatískan sem afl varð viður- kennd. Flest okkar, sem hafa tekið þátt í sameiginlegri uppreisn, voru þau sem tóku þátt í pönk- og rokkhreyfingunni á undanförnum árum. Þarna skapaðist sá stíll, sem nú einkennir þessa ‘86-kynslóð, leðurpils og snoðklipping. Við erum öll alin upp í neyslunni - maður þarf að selja í þessu þjóðfélagi. Salan er orðin eins- konar tjáningarmiðill, þar sem sölumað- urinn þagnar aldrei.“ HEIMSMYND 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.