Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 61
kominna. Ballið byrja samt ekki fyrir al-
vöru fyrr en tveir óhamingjusamir ein-
staklingar (lesist: á valdi smáborgarahátt-
ar) bindast nánum böndum, til dæmis
hjónabandi. ímyndið ykkur hjónaband
tveggja einstaklinga, sem hafa smáborg-
arahátt allsráðandi í lífi sínu! Hálfdán og
Sigurborg, ungt fólk á uppleið giftu sig
fyrir ári. Undirrót sambands þeirra er
löngun til að lifa eftirsóknarverðu lífi
sem aðrir öfundi þau af. Þau eru stöðugt
að staðfesta þetta eftirsóknarverða líf
fyrir hvort öðru og umhverfinu. Þau lifa
fyrir ímynd sem er eitthvað á þessa leið:
Við erum ungt og efnilegt fólk, sem
tekur höndum saman og stofnar smart
heimili. Við lifum góðu lífi, því við erum
menntuð og vel launuð. Við klæðumst
fallegum fötum, eigum falleg húsgögn og
eignumst falleg börn, ergo: við erum öf-
undsverð og eftirsóknarverð. Hálfdán og
Sigurborg lifa ekki lífi sínu saman af innri
sannfæringu, (þ.e. af ást og virðingu),
heldur fremur vegna sameiginlegra
drauma um ákveðið lífsform. Þau vita
innst inni að samband þeirra byggir ekki
á traustum grunni en telja ímyndina sem
tengir þau saman það eftirsóknarverða
að sjálfsblekkingin borgi sig. Samband
Hálfdáns og Sigurborgar varð til af svip-
uðum hvötum og tónlist Saliére, vegna
þarfar til að upphefja sig yfir aðra. Hálf-
dán og Sigurborg eru óörugg, þau sveifl-
ast á milli vantrúar og ofmetnaðar og
Það leynist vottur af smáborgara í okk-
ur öllum . . .
Átakanleg sena úr kvikmyndinni Amadeus. Snillingurinn á banabeðinum og
Salieri skrifar niður. „Þeir eru ágæt dæmi um menn sem sömdu tönlist af ólíkum
ástæðum, Salieri til þess að verða hátt metinn og Mozart af innri nauðsyn.
eiga í stöðugri samkeppni sín á milli og
við annað fólk.
Ekki er loku fyrir það skotið að sumar
þjóðir séu gagnteknari af smáborgara-
hætti en aðrar. Ef staðreynd málsins er
sú að smáborgaraháttur sé algengur á
íslandi, þá er sú niðurstaða í hróplegu
ósamræmi við títtnefnda skoðanakönnun
Hagvangs frá 1984, þar sem. íslendingar
komu út sem ein hamingjusamasta þjóð
á jarðarkringlunni. Því má spyrja hvort
niðurstaða skoðanakönnunarinnar sé
byggð á sjálfsblekkingu íslensku þjóðar-
innar (það er þeirra sem svöruðu), eða er
þetta trúverðug niðurstaða? Matið um
hamingju íslensku þjóðarinnar byggir lík-
lega á þeim skoðunum margra íslendinga
að þjóðin sé góð, falleg, gáfuð, smart,
(hvergi eins margar tískuverslanir miðað
við íbúafjölda), skáldleg, bókhneigð,
friðsæl; á ytra borðinu að minnsta kosti.
(Prófeinkunn: 10). Þjóð, sem hefur slík
ytri einkenni hlýtur að teljast ham-
ingjusöm!!
Við erum ungt og efnilegt fólk, klæð-
umst fallegum fötum, eignumst falleg
börn; við erum öfundsverð og eftirsókn-
arverð! Draumur um ákveðið lífsform?
Því miður kemur alltaf sú stund að það
rennur af mönnum, til dæmis á sunnu-
dagsmorgni eftir laugardagsfylleríið og
þá er ekkert nema svört auðnin framund-
an. Ef gerð yrði skoðanakönnun á slíkri
stundu, finndist eflaust mörgum íslend-
ingum þeir fremur hallærislegir, sveita-
legir, ókurteisir, vondir og þunnir. Takið
eftir að smáborgarahátturinn er ríkjandi
bæði í oftrúnni og vantrúnni á sjálfan sig.
Óstjórnleg áfengisdrykkja til dæmis er
aðeins ein afleiðing smáborgaraástands-
ins og líta má á hana sem tilraun til þess
að bæta sér upp ósannfærandi líf. Slík
tilraun tekst að sjálfsögðu aldrei, hún
stækkar mann og smækkar til skiptis, en
læknar engan af „ósannfærandi" líferni.
Margir halda því fram að íslendingar
séu einmitt sú þjóð, þar sem smáborgara-
hátturinn sé allsráðandi í þjóðlífinu.
Þessu til sönnunar er bent á hversu
óhamingjusamir og óöruggir íslendingar
eru, hversu uppteknir þeir eru af sjálfum
sér og þar af leiðandi ómálefnalegir. Þeir
sveiflast á milli oflátungsháttar og van-
máttar. Hvort smáborgaraháttur fslend-
inga er meiri eða minni en annarra þjóða
er aukaatriði. En hvers vegna eru íslend-
ingar slíkir smáborgarar? Þetta er viða-
mikil spurning en víst er að svarið tengist
þeim gildum, sem þjóðin telur mikilvæg.
Þessi gildi eru verðgildi fremur en mann-
gildi og siík gildi eru magnbundin. Við
spyrjum hvort einhver sé meiri eða
minni, smáborgari eða háborgari í stað
þess að velta vöngum yfir því hvern
mann viðkomandi einstaklingur hafi að
geyma. Við sækjumst eftir að falla inn í
eftirsóknarverða ytri mynd og þráum að
vera yfir aðra hafin. Hvort ætli sé þó
eftirsóknarverðara þegar til lengri tíma
er litið, að Iifa lífi sem okkur finnst öf-
undsvert á ytra borði (líf háborgarans
eða réttara sagt smáborgarans) eða að
sættast við sjálfan sig og lifa og deyja
fyrir innri sannfæringu? Ert þú Mozart
eða Saliére?
HEIMSMYND 61