Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 16
Giinter Wallraff sem Tyrkinn Ali í útihúsi því sem hann hafðist við í þegar hann var
vinnumaður á þýskum bóndabæ. Hann var látinn þræla mvrkranna á milli fyrir
uppihaldi og falinn fyrir aðkomufólki, því heimafólk vildi ekki að býlið fengi orð á
sig fyrir að vera Tyrkjabæli.
Ali (Wallraff) á þýskri bjórkrá.
Hann vann alskítugustu störfin, við herfilegar aðstæður og á allægsta kaupinu.
skilríki tyrknesks kunningja, og í mars
1983 birti hann eftirfarandi auglýsingu í
nokkrum dagblöðum: „Útlendingur,
sterkbyggður, vantar vinnu, sama hvers
konar, tekur líka erfiðis- og skítavinnu,
einnig fyrir litla borgun." Það var ekki að
sökum að spyrja, tilboðin streymdu að.
Næstu tvö ár dró Wallraff fram lífið á
þann niðurlægjandi hátt, sem Tyrkir bú-
settir í Pýskalandi þekkja svo vel. Til
dæmis réðst hann sem vinnumaður á
bóndabæ, þar sem hann var látinn þræla
myrkranna á milli fyrir uppihaldi og vasa-
peningum, sem hann sá aldrei. Hann
hafðist við í ófrágengnu útihúsi, þótt
mörg ágæt herbergi stæðu auð í bænum
sjálfum. Hann var falinn fyrir aðkomu-
fólki og var bannað að láta sjá sig í nær-
liggjandi þorpum, því heimafólk vildi
ekki að býlið fengi orð á sig fyrir að vera
Tyrkjabæli. Kannski er þessi vist tákn-
ræn fyrir samfélagsstöðu hans sem Ali,
en svo kallaði hann sig: Sjálfkjörinn og
vel þeginn í verstu störfin, en geymdur í
fjósinu þess á milli.
Wallraff mátti reyna það á eigin
skrokk að kynþáttahatur hversdagsins
eflist með hverju ári. Það er hart, þótt
það sé engin frétt, ef sætið við hliðina á
þér í strætisvagni er alltaf autt, þegar
vagninn er troðfullur. Að öllu jöfnu brýst
andúðin á útlendingum fremur fram í
kaldri fyrirlitningu, en beinu ofbeldi. Að-
eins einu sinni var Wallraff/AIi svo
hræddur að hann afneitaði tyrknesku
gerfi sínu. Það var á landsleiknum milli
Tyrkja og Vestur-Þjóðverja í Berlín sum-
arið 1983. Ali lenti í hópi ungra nýnas-
ista, og var fljótur að taka niður tyrkja-
húfuna og tala fullkomna þýsku. Sem að
vísu kom ekki í veg fyrir að hann væri
meðhöndlaður sem útlendingur, hellt
yfir hann bjór og hent í hann sígarettu-
stubbum, en hann slapp þó óskaddaður.
Athyglisverðustu kaflarnir í bók Wall-
raffs fjalla um veru hans hjá undirverk-
taka, sem útvegar fyrirtækjum farand-
verkafólk í afmörkuð verkefni eftir þörf-
um. Þær lýsingar eru að vísu flestar all-
dapurlegar, en segja mikið um aðbúnað
hins erlenda verkafólks í Sambandslýð-
veldinu. Miðlarinn sem Ali er skráður
hjá, Adler að nafni, vinnur aftur fyrir 4
annan miðlara, sem sendir sitt fólk til
dæmis til stálframleiðandans Thyssen.
Þar er það látið vinna alskítugustu störfin
við herfilegar aðstæður og á allægsta
kaupinu. Hjá Adler voru flestir verka-
mannanna óskráðir og án atvinnuleyfis.
16 HEIMSMYND