Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 16

Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 16
Giinter Wallraff sem Tyrkinn Ali í útihúsi því sem hann hafðist við í þegar hann var vinnumaður á þýskum bóndabæ. Hann var látinn þræla mvrkranna á milli fyrir uppihaldi og falinn fyrir aðkomufólki, því heimafólk vildi ekki að býlið fengi orð á sig fyrir að vera Tyrkjabæli. Ali (Wallraff) á þýskri bjórkrá. Hann vann alskítugustu störfin, við herfilegar aðstæður og á allægsta kaupinu. skilríki tyrknesks kunningja, og í mars 1983 birti hann eftirfarandi auglýsingu í nokkrum dagblöðum: „Útlendingur, sterkbyggður, vantar vinnu, sama hvers konar, tekur líka erfiðis- og skítavinnu, einnig fyrir litla borgun." Það var ekki að sökum að spyrja, tilboðin streymdu að. Næstu tvö ár dró Wallraff fram lífið á þann niðurlægjandi hátt, sem Tyrkir bú- settir í Pýskalandi þekkja svo vel. Til dæmis réðst hann sem vinnumaður á bóndabæ, þar sem hann var látinn þræla myrkranna á milli fyrir uppihaldi og vasa- peningum, sem hann sá aldrei. Hann hafðist við í ófrágengnu útihúsi, þótt mörg ágæt herbergi stæðu auð í bænum sjálfum. Hann var falinn fyrir aðkomu- fólki og var bannað að láta sjá sig í nær- liggjandi þorpum, því heimafólk vildi ekki að býlið fengi orð á sig fyrir að vera Tyrkjabæli. Kannski er þessi vist tákn- ræn fyrir samfélagsstöðu hans sem Ali, en svo kallaði hann sig: Sjálfkjörinn og vel þeginn í verstu störfin, en geymdur í fjósinu þess á milli. Wallraff mátti reyna það á eigin skrokk að kynþáttahatur hversdagsins eflist með hverju ári. Það er hart, þótt það sé engin frétt, ef sætið við hliðina á þér í strætisvagni er alltaf autt, þegar vagninn er troðfullur. Að öllu jöfnu brýst andúðin á útlendingum fremur fram í kaldri fyrirlitningu, en beinu ofbeldi. Að- eins einu sinni var Wallraff/AIi svo hræddur að hann afneitaði tyrknesku gerfi sínu. Það var á landsleiknum milli Tyrkja og Vestur-Þjóðverja í Berlín sum- arið 1983. Ali lenti í hópi ungra nýnas- ista, og var fljótur að taka niður tyrkja- húfuna og tala fullkomna þýsku. Sem að vísu kom ekki í veg fyrir að hann væri meðhöndlaður sem útlendingur, hellt yfir hann bjór og hent í hann sígarettu- stubbum, en hann slapp þó óskaddaður. Athyglisverðustu kaflarnir í bók Wall- raffs fjalla um veru hans hjá undirverk- taka, sem útvegar fyrirtækjum farand- verkafólk í afmörkuð verkefni eftir þörf- um. Þær lýsingar eru að vísu flestar all- dapurlegar, en segja mikið um aðbúnað hins erlenda verkafólks í Sambandslýð- veldinu. Miðlarinn sem Ali er skráður hjá, Adler að nafni, vinnur aftur fyrir 4 annan miðlara, sem sendir sitt fólk til dæmis til stálframleiðandans Thyssen. Þar er það látið vinna alskítugustu störfin við herfilegar aðstæður og á allægsta kaupinu. Hjá Adler voru flestir verka- mannanna óskráðir og án atvinnuleyfis. 16 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.