Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 49

Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 49
stæðisflokksins segja að Friðrik Sóphus- son núverandi varaformaður flokksins hafi lagt kapp á að Ragnar Kjartansson yrði ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins árið 1981 en þá var Kjartan Gunnarsson valinn í það starf. Mun Kjartan hafa notið meira trausts hins hefðbundna valdakjarna flokksins með Geir Hallgrímsson í fararbroddi en Ragnar. Einnig herma þessar heimildir að Friðrik hafi stungið upp á Ragnari sem formanni fjármálaráðs flokksins skömmu síðar en þá var Ingimundur Sig- fússon fenginn í það hlutverk. Stuðnings- menn Friðriks draga þetta þó í efa. Fess má geta að þeir Friðrik Sóphusson, Björgólfur Guðmundsson og Ragnar Kjartansson hafa ásamt ýmsum öðrum mönnum úr sömu kynslóð verið í hádeg- isverðarhópi í mörg ár. Af öðrum úr þessum sama hópi má nefna Birgi ísleif Gunnarsson, Ólaf B. Thors, Jón Magn- ússon og Ellert B. Schram. Þessi hópur er þó að sögn sárasaklaus, „aðeins matar- klúbbur" eins og einn ofangreindra orðar það. Benti sá á svonefndan Eimreiðar- hóp, sem hittist hálfsmánaðarlega en í honum eru meðal annarra, Þorsteinn Pálsson, Davíd Oddsson, Magnús Gunn- arsson og Kjartan Gunnarsson. Margir vinstri menn benda á að Haf- skipsmálið sé ekkert annað en áframhald þeirra átaka, sem verið hafi um árabil í Sjálfstæðisflokknum, baráttu þeirra Frið- riks Sóphussonar og Björns Bjarnasonar um formannsembættið í SUS 1973, tog- streitunnar á milli Geirs Hallgrímssonar og Alberts Guðmundssonar um árabil og sprengingarinnar á Vísi 1975 og stjórn- armyndunar Gunnars Thoroddsen 1980. Með öðrum orðum segja þeir að gamli valdakjarninn í Sjálfstæðisflokknum gráti það sennilega þurrum tárum að Hafskip, tákn nýríku aflanna í flokknum sé nú fallið. Ýmsir sjálfstæðismenn véfengja skýr- ingar af þessu tagi. Þeir benda á að skilin á milli einhvers gamals og nýríks valda- kjarna í flokknum séu ekki eins skörp og að framan greinir. Nefna þeir til dæmis að Ragnar Kjartansson hafi lengi verið aðstoðarframk væmdastj óri Skel j ungs, sem sé eitt af hinum gömlu og grónu stórfyrirtækjum. Jónas Rafnar sem var bankastjóri Útvegsbankans, þegar Haf- skip var í sem mestum viðskiptum við bankann, geti heldur ekki talist sérstakur fulltrúi einhverra nýríkra afla, heldur til- heyri hann fremur gamla og hefðbundna valdakjarna flokksins. Þessir sjálfstæðis- menn hallast fremur að þeirri skýringu á öllum þessum umbrotum, að hér rekist nýjar aðstæður á peningamarkaði á göm- ul vinnubrögð. Ólafur Ragnar Grímsson leggur áherslu á það að þetta mál verði próf- steinn á það hvort menn beri ábyrgð á ákvörðunum sínum. Hann telur óvíst að sú rannsókn málsins, sem ríkisstjórn og bankar séu að framkvæma sé fullnægj- andi. Almenningur heimti skýrari svör. Eru öll kurl komin til grafar í fjármála- heiminum? Er ekki rétt að gera upp öll þessi hneykslismál?, spyrja margir Al- þýðubandalagsmenn. Menn úr Bandalagi jafnaðarmanna og Alþýðuflokknum nálgast margir málið úr þeirri átt, að Hafskipsmálið sé einungis toppurinn á ísjakanum, skömmtunar- kerfið á fjármagni sé gengið sér til húðar. Margir benda á Kröfluævintýrið sem dæmi um hvernig bruðlað er með al- mannafé. En nýverið yfirtók ríkið rúma tvo milljarði af skuldum Kröflu, sem verða afskrifaðir sem tapað fé. Krafla er ekki eina pólitíska ævintýrið sem þing- menn hafa búið til og þjóðin verður að greiða næstu áratugina. Þá benda margir á Framkæmdastofnun og nú síðast Þró- unarfélagið sem dæmi um gerspillta póli- tíska skömmtun á fjármagni, sem hafi kostað almenning ómældar upphæðir. Saka þeir stóru flokkana tvo, Sjálfstæðis- flokk og Framsóknarflokk, um að bera höfuðábyrgð á þessu sukki öllu. Frjáls- hyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum og forystumenn í atvinnulífi taka margir undir þessi sjónarmið, til dæmis sögðu þeir Davíð Scheving Thorsteinsson og Hörður Sigurgestsson sig úr stjórn Þró- unarfélagsins í mótmælaskyni við pólitísk afskipti forsætisráðherra af félaginu, þótt ýmsir í stjórnarandstöðunni kalli þá brottgöngu úr stjórninni sjónarspil og bendi á að báðir þessir aðilar hafi sterk pólitísk ítök. Einn þingmaður Sjálfstæð- isflokks sagði sem svo að það væri langt í frá óeðlilegt að þessir menn hefðu verið í stjórn Þróunarfélagsins sem fulltrúar úr fjármálalífinu, burtséð frá pólitískri af- stöðu þeirra. En hvað er til ráða? Geir Haarde aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir að með Hafskipsmálinu hafi nú skapast tækifæri til að gera róttækar og varanlegar breytingar á bankakerfinu í þeim tilgangi að gera það ónæmara fyrir hugsanlegri pólitískri misnotkun. En hví er það Hafskipsmálið, sem virð- ist vekja menn til vitundar um að ýmis- legt mætti betur fara í þessu kerfi okkar? Kröfluævintýrið og margt fleira á eftir að reynast þjóðinni enn dýrkeyptara. Haf- skipsmálið er aðeins eitt af mörgum dæmum um slælegt eftirlit ríkisbanka, pólitísk tengsl og bruðl með almannafé. Það sem ýmsir þingmenn, sérstaklega Guðmundur Ein- arsson þingmaður Bandalags jafnað- armanna vakti fyrstur máls á skuldastöðu Haf- skips við Utvegs- bankann á alþingi í fyrra. Ljósm.: Gunnar V. And- résson. HEIMSMYND 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.