Heimsmynd - 01.06.1987, Side 59

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 59
Nú kemur til sögunnar kona ein, mikill skörungur, sem hér verður kölluð frú i Hallgerður. Maður hennar átti svokallað stöðvarpláss á leigubílastöðinni Bæjar- leiðum um þessar mundir og fékk hann aðra menn til að aka bifreið sinni gegn leigu. Bifreiðin var Chevrolet Chevy ár- gerð 1965 og í maí 1967 hafði nýr maður tekið við henni; hann verður hér kallaður Jón Jónsson. í nóvember 1967 hafði eiginmaður frú Hallgerðar selt Jóni bíl- inn en hann var samt enn á nafni eigin- mannsins, enda var stöðvarleyfið hans. Verð bílsins var ákveðið 275.000 krónur en svo fór að Jón gat ekki staðið í skilum og í mars 1969 skuldaði hann ennþá 79.500 krónur. Frú Hallgerði líkaði þetta illa og þegar hún uppgötvaði að Jón skuldaði aukinheldur tryggingar vegna bflsins ákvað hún að taka bílinn af hon- um. Hún hringdi í hann og boðaði hann á sinn fund án þess að segja honum hvað til stæði og 5. mars kom hann á heimili hjónanna. Hann lagði bíllyklana frá sér á stofuborð og hrifsaði Hallgerður þá um leið og hún tjáði honum að bflinn tæki hún hér með af honum. Jón mun ekki hafa maldað að ráði í móinn en hvarf á braut. Nú vildi frú Hallgerður kanna ástand bflsins og fékk bflstjóra einn sem hún þekkti til að prufukeyra hann fyrir sig. Bflstjórinn komst að þeirri niðurstöðu að bfllinn væri næstum bremsulaus og var þá farið með hann á verkstæði í Blesugróf- inni. Par hófu eiginmaður frú Hallgerðar og bflstjórinn, kunningi þeirra, að taka til í bifreiðinni og safna saman dóti Jóns. Hólfið í mælaborði bflsins var læst en á lyklakippunni sem frú Hallgerður hafði tekið af Jóni var lykill sem gekk að því. Hólfið var fullt af alls konar pappírum og dóti, þar voru fáein verkfæri og loks ók- ennilegur hlutur, vafinn inn í bréfpoka eða eitthvað álíka. Þegar þeir athuguðu málið nánar rak þá í rogastans. Þetta var byssa. I Hvorugur þeirra hafði vit á byssum og varð það því úr að bflstjórinn, kunningi hjónanna, færi með hana til föður síns, sem einnig var leigubflstjóri, en hann mun hafa haft nokkra þekkingu á skot- vopnum. Faðirinn skoðaði byssuna, tók úr henni magasínið sem var í skaftinu og sá að hún var fullhlaðin sjö skotum. Hann skýrði frú Hallgerði frá þessu og geymdi síðan byssuna yfir nóttina. Um hádegisbil daginn eftir hringdi Jón svo í frú Hallgerði, kvaðst vera búinn að ganga frá tryggingamálunum og spurði hvort hann fengi nú ekki bflinn aftur. Hún þvertók fyrir það; þau væru skilin að skiptum því hann hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar. Nú gæti hann sótt til þeirra það dót sem hann hefði átt í bflnum. Hann svaraði aðeins, að hennar sögn: „Mér þykir þú segja fréttirnar." Nokkru eftir hádegið kom Jón svo á fund hjónanna sem þá voru önnum kafin við að búa sig í jarðarför klukkan þrjú. Hann reyndi enn að telja frú Hallgerði hug- hvarf; sagðist vera að selja húsið sitt og myndi nú vera maður til að standa við allar sínar skuldbindingar. Hún kvaðst hins vegar vera orðin þreytt á viðskiptun- um við hann og vildi engu lofa um áfram- haldandi akstur hans á Chevrolet-bif- reiðinni; fyrst yrði hún að sjá efndir af hans hálfu. Með það lauk samtalinu af hennar hálfu og hún vísaði honum á tvo bréfpoka frammi á gangi þar sem dótið hans úr bflnum var geymt. Jón skoðaði vandlega í pokana og sagði svo, að sögn frú Hallgerðar: „Það var þarna byssuræf- ill frammi í bflnum." Hún spurði hvað hann hefði verið að gera með hlaðna byssu í bflnum og hann svaraði því til að hún hefði verið skilin eftir í bflnum í febrúar. Frú Hallgerður spurði þá hvort hann vissi ekki að svona verkfæri væru eftirlýst af lögreglunni en hann kvaðst þá hafa verið að bíða eftir því að einhver kæmi til þess að spyrja hann um byssuna. Hann bað svo oftar en einu sinni um byssuna en hún neitaði jafnoft og sagði að byssan yrði afhent lögreglunni. Með það hvarf Jón á braut. Sjálfur sagði Jón við yfirheyrslur að hann hefði fráleitt kallað byssuna „ræfil“ heldur einungis sagt: „Það var byssa í hólfinu," eða eitt- hvað álíka. Hann sagðist heldur ekki hafa nefnt febrúar í sambandi við það hvenær byssan hefði verið skilin eftir í bflnum hans. Meðan hjónin voru í jarðarförinni sat Jón ekki auðum höndum. Hann hringdi í Lárus Salómonsson, fyrrnefndan lög- regluþjón á Seltjarnarnesi, en þeir voru kunnugir, og bað hann að koma heim til sín en Jón var búsettur á Nesinu. Er Lárus mætti á svæðið kvaðst Jón vera í vandræðum vegna heimsku sinnar - hann hefði verið að taka til í bílnum sínum í janúar og þá fundið skammbyssu undir framsætinu. Hann sagðist hafa tek- ið byssuna og læst hana inni í hanskahólf- inu og hefði enga hugmynd um hver gæti hafa komið henni þarna fyrir. Hann hefði síðan ákveðið að fara ekki með hana beint til lögreglunnar því hann hefði viljað vera klókur og komast að því hver ætti byssuna, ef um hana yrði spurt. Enginn hefði gefið sig fram og hefði hann þá gleymt byssunni í hanskahólfinu og aldrei skýrt lögreglunni frá fundi hennar. Síðan lýsti Jón hvernig komið væri sér og að frú Hallgerður hefði byssuna nú undir höndum. Lárus spurði um tegund byss- unnar og stærð en það vissi Jón ekki. Lárus fór nú og hringdi til frú Hall- gerðar, sem komin var úr jarðarförinni, og spurði hana um byssuna. Frú Hall- gerður sagði hana vera í öruggum hönd- um en þegar Lárus bað um að fá að skoða hana náði hún ekki í bflstjórann sem hafði hana í vörslu sinni. Eftir sam- talið við Lárus hringdi hún hins vegar í rannsóknarlögregluna og sagði frá fundi byssunnar. Rannsóknarlögreglumaður fór þegar í stað á hennar fund og jafn- framt var kallað upp í talstöð á bflstjór- ann með byssuna. Hann heyrði boðin og ók rakleitt á heimili frú Hallgerðar þar sem lögreglumaðurinn var fyrir. Þetta var Njörður Snæhólm, einn helsti sér- fræðingur rannsóknarlögreglunnar í skot- vopnum, og hann sá þegar í stað að þessi byssa var nákvæmlega eins og sú sem talin var hafa banað Gunnari Sigurði Tryggvasyni rúmu ári áður. Hann fór með byssuna og skotin sjö á skrifstofu sína og hringdi þaðan í Lárus Salómons- son og bað hann að handtaka Jón Jónsson. Lárus kom á heimili Jóns um hálfsjö- leytið og var hann heima. Þeir ræddu saman einslega inni í stofu og sagði Lárus að rannsóknarlögreglan í Reykjavík vildi HEIMSMYND 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.