Heimsmynd - 01.06.1987, Side 30

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 30
HOPE MILLINGTON Börn leika sér að tómri sprautu sem þau nota sem penna. Myndin er frá La Boquita-héraðinu. fengið vinnu hjá mógúlunum í Holly- wood! í Granada er verið að taka kvik- rnyndina Walker sem byggð er á ævi Wil- liam Walkers, fyrsta bandaríska forseta Nicaragua. Nicaraguabúarnir sem vinna hjá bandarísku kvikmyndagerðarmönn- unum þiggja lúsarlaun, ekki nema fimm dollara á mánuði, en taka því fegins hendi að fá þrjár máltíðir á dag meðan upptökur fara fram. Kvikmyndafélagið hefur endurskapað San Francisco fjórða áratugarins í hinni fornu höfuðborg Granada og heimamenn kvörtuðu undan því við mig að meðan á upptökum stæði gengju Bandaríkjamennirnir óspart á raf- magnsforða þeirra svo sjónvarp og sími virkuðu ekki í nágrenninu. Stundum hyrfi rafmagnið alveg. En þeir bættu við að kvikmyndin færði fólki að minnsta kosti einhverja atvinnu. Spánverjar stofnuðu borgina Granada árið 1524 og borgina prýðir líka íburðar- mikill spánskur arkitektúr. Kastilíanskar kirkjur, bogagöng og risastórt stöðuvatn gera þessa gömlu höfuðborg að einhverri fallegustu borginni í Nicaragua. Saga borgarinnar er álíka flókin og það völ- undarhús útimarkaða sem finna má í hverjum einasta bæ í landinu. Áður en Francis Drake var sleginn til riddara af Elísabetu Englandsdrottningu fyrstu gerði hann innrás í Granada á sextándu öld. Alla átjándu öldina varð Granada fyrir stöðugum árásum sjóræningja sem sóttust eftir indígó- og kakójurt og nautshúðum. Öldum saman var Granada verslunarmiðstöð Nicaragua. Fyrr- nefndur William Walker, sem var ævin- týramaður frá Bandaríkjunum, móðgaði Nicaraguabúa með því að endurvekja þrælahald í forsetatíð sinni og þegar upp- reisn var gerð gegn honum bjóst hann til varnar í Granada. Pegar Granadabúum tókst loks að hrekja hann á brott kvaddi hann með því að brenna borgina til grunna. I Managua eru tvenns konar markaðir. Annar býður ýmiss konar varning, verk- færi og fatnað en hinn kallast Mercado Oriental og er svarti markaðurinn. Vörur eru þar mun ódýrari en allur gróði renn- ur í vasa milligöngumanna. Pað er bara viðurkennd staðreynd í þessu landi. Ann- [ Granada er verið að taka Hollywood-kvikmyndina Watker um bandarískan ævintýramann sem varð forseti Nicaragua. Meðal helstu leikenda er heyrnar- lausa stúlkan Marlee Matlin. ars er hagkerfið blandað og sumt er í eigu ríkisins, annað í eigu einstaklinga. Sagt er að 65 prósent hagkerfisins séu undir stjórn einkaaðila. Ein helsta spurningin sem Daniel Ortega verður að veita um- heiminum svör við er hvort áfram verði haldið fast við blandað hagkerfi í landinu eða hvort Sandinistar muni að endingu ráða öllu með aðferðum kommúnismans Tíminn stendur kyrr í Nicaragua. Stjórnin er nú að reyna að auglýsa landið upp sem ferðamannaparadís og eftir að hafa komið á strendurnar við Atlantshaf- ið hvarflar að mér að það gæti vel tekist. Ströndin við La Boquita var endalaus sandfjara þar sem blíðlegar öldur veltust að landi; í bakgrunninum mátti sjá pálmatré og leirkletta þar sem fjöl- skyldur sötruðu nicaragúanskt romm og sungu fyrir börnin sín. Veitingahúsin buðu upp á nýveiddan humar og fiski- súpu. Ef maður gerðist þreyttur á strönd- inni var smaragðsgrænt lón þar skammt frá fullkomið fyrir bæði sund og köfun. Bærinn Masaya, sem er Indíánamál og þýðir Blómaborgin, var síðasti viðkomu- staður okkar eftir langan dag í sveitun- um. Við fórum framhjá Santiago-gígnum sem er eins og útileikhús í frumskóginum og skrækirnir í páfagaukunum og gufu- ský sem stigu til lofts gerðu ferðina lík- asta draumi. Regntíminn gengur brátt í garð og þá verður jörðin, sem nú er rykug og brún, aftur græn og vot. Nicar- agua er ólíkt öllum þeim löndum sem ég hef áður kynnst. Andstæðurnar eru mikl- ar. Fátæktin er geysileg en miðað við að þjóðin hefur búið við stríðsástand í langan tíma ríkir ótrúleg góðvild og vongleði meðal hennar. Börnin fara í skóla, fjölskyldurnar sanka smátt og smátt að sér eignum. Lífið er erfitt og seinvirkt en um augljósar framfarir er að ræða. Þaö má merkja af nýju Olof Palme-miðstöðinni sem var nýlega reist; það má merkja af stóraukinni vegalagn- ingu og það má merkja af þeirri upp- skeru sem nú er ætluð til útflutnings. Þótt hillur stórmarkaðanna séu tómar og landið eigi í erfiðleikum með að afla gjaldeyris eru möguleikar þess miklir. Nicaragua skiptist enn milli þeirra sem annars vegar styðja og hins vegar eru á móti byltingu Sandinista. Þeir sem styðja byltinguna eru fjölskrúðugur hópur; þar má nefna ungt fólk, bændur, verkamenn, menntamenn og almenna klerka. Á móti henni eru kaupsýslumenn, íhaldssamir bændur, helstu pótintátar kaþólsku kirkj- unnar, ritstjórar dagblaðsins La Prenza og þeir sem saka Sandinista um að hafa leitt byltinguna of langt til vinstri. Síðar- nefndi hópurinn telur efnahagsvandræði Nicaragua stafa af slæmri stjórn. Þessir tveir hópar eru ennþá ósættanlegir. Þeg- ar ég kvaddi var útlit fyrir áframhaldandi öngþveiti í stjórnmála- og efnahagslífi en samt sem áður raunverulegar framfarir. 30 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.