Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 12

Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 12
BRAGI JÓSEFSSON var Magnús Stephensen landshöfðingi. Móðir hennar, Birna Petersen, var hús- móðir og Guðrún segist hafa verið alin upp við hefðbundnar hugmyndir og að- stæður. Hún var elst fimm systkina en eitt þeirra dó á unga aldri. „Ég var alin upp við þau viðhorf að einhvern tíma yrði ég móðir þótt ágætt væri að ég hefði praktíska menntun, ef maðurinn minn félli frá. Ég gekk í Verslunarskólann og fór í læknisfræði að loknu stúdentsprófi. Raunvísindi og náttúrufræðigreinar heilluðu mig en kannski hefur það gert útslagið að ég fór í læknisfræði að móð- ursystir mín, Lilja Petersen, var læknir. Helga Hannesdóttir geðlæknir, frænka Guðrúnar og vinkona frá barnæsku, segir hana snemma hafa sýnt leiðtogahæfi- Guðrún segir að burtséð frá uppeldis- áhrifum verði einstaklingar að eiga val. „Þannig á stúlka að geta valið hvort hún verður stjórnmálafræðingur eða húsmóð- ir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt, að hugsa um ýsu og alþjóðapólitík. Pað er þetta ríkjandi gildismat karla sem við Kvennalistakonur viljum breyta. Við segjum að störf kvenna séu jafn mikilvæg og störf karla. Ung stúlka kann að vilja fara sömu leið og skólabróðir hennar frekar en kynsystir. Og hún er sér ef til vill lítt meðvituð um misréttið meðan allt leikur í lyndi eða hún er enn í námi. En þegar hún eignast barn breytist viðhorf hennar sem og aðstaða á vinnumarkaði. Hún öðlast aðra lífssýn. Það að verða móðir þýðir að hún verður aldrei söm Ww't -P WJr. ■ Jl 'il „Ég var alin upp við þau viðhorf að einhvern tíma yrði ég móðir þótt ágætt væri að ég hefði praktíska menntun, ef maðurinn minn félli frá. leika. „Strax sem smástelpa átti hún mik- ið frumkvæði og var mjög hugmynda- rík.“ í læknisfræðinni kynntist Guðrún eiginmanni sínum, Helga Valdimarssyni. Hún var við nám þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Helgi átti tvo syni fyrir. En hann segir að sem læknir hafi hann horft upp á margar konur umgangast börn en sjaldan séð konu með eins næman skiln- ing á þörfum barna og Guðrúnu. Það voru fimm stúlkur sem hófu nám í læknisfræði um leið og Guðrún. „Ég hugsaði ekki kvennapólitískt þá og datt ekki í hug að neitt gæti stöðvað mig nema eigin geta eða löngun. Þetta sýnir ákveð- ið reynsluleysi. Ég er að sjálfsögðu barn míns tíma og uppeldi mitt hafði verið tengt kynhlutverkinu eins og flestra ann- arra stúlkna. Eins og rannsóknir hafa sýnt koma mismunandi hegðunarein- kenni kynjanna fram á unga aldri. í skólum er sýnt að strákar grípa mun oftar fram í og fá meiri athygli en stúlkur. Meira að segja kom það í ljós í mynd- bandsupptöku að kvenkyns kennari tal- aði allt öðru vísi til strákanna og sinnti þeim meira en stúlkunum.“ aftur. Ég tók eftir því hvernig ég breyttist þegar ég átti mitt fyrsta barn, dóttur, á meðan ég var enn í námi. Mér stóð ekki lengur á sama um ýmsar áhættur. Ég man eftir jeppaferð þar sem við vorum á leið niður bratta fjallshlíð. Ég fór út úr jeppanum og gekk.“ Guðrún og Helgi gengu í hjónaband árið 1966. Hún útskrifaðist úr lækna- deildinni vorið 1968 og eignaðist son skömmu síðar. Um haustið fóru þau út í framhaldsnám til London, hún í veiru- og ónæmisfræði, hann í ónæmisfræði. Þar eignuðust þau sitt þriðja barn 1971. Starfssystir Guðrúnar segir hana hafa verið mjög efnilega á því sviði læknis- fræðinnar sem hún lagði fyrir sig. „Hún var alltaf framúrskarandi nemandi og mjög efnilegur vísindamaður. Ég held að fáir læknar hafi fengið eins mikla styrki og hún á síðari árum. Það er því ljóst að hún valdi ekki pólitíkina vegna lítilla möguleika á starfsframa, því henni hefðu staðið flestar dyr opnar hér og erlendis," segir sú. Dvöl þeirra Helga og Guðrúnar í London varð lengri en þau áætluðu í upphafi. Hún segir að uppeldi barnanna hafi lent meira á sér en eiginmanni henn- ar. „Við höfðum alltaf stúlku frá íslandi til að gæta þeirra á daginn. En ég var svo heppin að vinna dagvinnu en ekki vakta- vinnu. Ég hafði afskaplega gaman af því að hugsa um börn og vildi nú að ég hefði unnið minna og sinnt þeim meira. Hins vegar höfðum við ætlað okkur að fara heim fyrr og því vildi ég ljúka menntun minni, sem ég hefði getað dregið á lang- inn hefði ég vitað að við yrðum þarna í þrettán ár.“ Hún segir að það hafi ekki verið per- sónuleg gremja sín eða vonbrigði sem hafi glætt áhuga hennar á kvennapólitík. „Á þeim tíma sem ég var í London átti sér stað mikil hugarfarsbreyting víða um heim. Stúdentaóeirðirnar 1968 og jafn- réttisbarátta í byrjun áttunda áratugar höfðu mikil áhrif. Það komu fram mörg sjónarhorn en það var ákveðinn sam- hjómur í umræðunni, krafan um að lífs- sýn kvenna yrði metin til jafns. Ég las mikið af kvennabókmenntum á þessum árum, bækur Simone de Beauvoir, Virg- iniu Woolf, Betty Friedan og var áskrif- andi að MS-tímaritinu. Ég held að þessi vitundarvakning, umræða í fjölmiðlum, kvennabókmenntir, samskipti við aðrar konur og reynsla manns allt frá barnæsku hljóti að hafa lagst á eitt um að vekja mann til vitundar um stöðu kvenna. Stór þáttur þessarar viðhorfsbreytingar er einnig sú staðreynd að undanfarin tut- tugu ár hafa konur flykkst út á vinnu- markaðinn, hlutfallslega fleiri hér en í nágrannalöndunum, og hafa orðið lág- launastéttir, jafnvel þótt þær séu menntaðar. Því skiptir ekki máli hvort einhverjum konum gengur vel meðan svo margar líða fyrir misréttið." Þótt Guðrún hafi verið orðin meðvituð um þörfina á bættum hag kvenna ætlaði hún sér ekki að berjast fyrir málstaðnum opinberlega. Bæði vinkonur hennar og eiginmaður segja hana hafa mjög sterka réttlætiskennd og ein tekur svo djúpt í árinni að segja að enga manneskju hafi hún hitt með eins þroskaða siðferðis- kennd og Guðrúnu. En eiginmaður hennar segir að hann hefði aldrei getað ímyndað sér Guðrúnu í pólitík á þjóðfé- lagslegum vettvangi öðruvísi en í gegnum kvennahreyfingu. Og Helgi segir enn fremur að sér hafi fundist ævintýralegt að fylgjast með starfi Kvennalistans í ná- lægð: „Þetta er sterkasti hugsjónaeldur sem nú brennur í íslenskri pólitík.“ „Þetta er óskaplega heillandi tilrauna- starfsemi,“ segir hún sjálf. „Auðvitað hefur ekki alltaf verið sléttur sjór hjá okkur en það hefur verið sterkur sam- eiginlegur vilji og það sem sameinar okk- ur hefur reynst sterkara en það sem sundrar okkur. Viljinn til að halda sem flestum konum inni og leið okkar til að komast sameiginlega að niðurstöðu hefur 12 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.