Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 62

Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 62
hann við að geta fengið nálægt tvö þús- und krónum fyrir hana. Hann gerði svo ekkert í því að bjóða byssuna til sölu og lét engan vita af henni. Þegar hann komst svo að því að fyrrnefndur Gunnar Gunnarsson hefði áhuga á byssum hefði hann selt honum Mauser-byssuna, eins og áður var getið um, og ætlað að selja honum Smith & Wesson-byssuna líka. Hann hefði því einhverju sinni, líklega um vorið 1966, tekið byssuna úr peninga- kassanum á heimili sínu, þar sem hann hafði geymt hana, sett hana í hanskahólf Chevrolet-bílsins sem hann ók þá hjá Steindóri og hugsað sér að sýna Gunnari hana. Ekki sagðist hann hafa verið búinn Hú/7 hélt hins vegar áfram að tala um máliö og bað hann ná að slökkva öll Ijós í íbúðinni því maðurinn sem myrti leigubílstjórann myndi koma innan skamms. Hann þyrfti þó ekkert að óttast; honum yrði ekki mein gert. að segja Gunnari frá því áður. Hann hitti Gunnar hins vegar ekki þann daginn og um eittleytið um nóttina, að afloknum vinnudegi, hefði hann að venju skilað bflnum í geymsluport Steindórs við Sól- vallagötu. Byssan hefði þá enn verið í hólfinu sem var læst en lykillinn var á kippu í kveikjulásnum. Daginn eftir kvaðst hann svo hafa athugað strax í hanskahólfið en byssan hefði þá verið horfin. Hann sagðist ekki hafa þorað að spyrja um hana vegna þess hvernig hún var fengin og hefði enga hugmynd um hver hefði tekið hana. Síðan hefði hann ekki séð byssuna fyrr en hann fann hana undir sætinu í bfl sínum í janúar 1969. Samkvæmt upplýsingum frá næturvörð- um þeim sem stóðu vaktir í geymsluporti árið 1966 var enginn hægðarleikur að nálgast Steindórsbflana án þess að þeir tækju eftir og höfðu þeir ekki orðið varir við neinn þjófnað úr bfl Jóns né annað grunsamlegt. Að sjálfsögðu voru ferðir Jóns Jóns- sonar aðfaranótt 18. janúar 1968 kannað- ar svo nákvæmlega sem kostur var. Hann kvaðst yfirleitt hafa byrjað akstur eftir að hafa keyrt dóttur sína til vinnu um hálf- áttaleytið um morguninn og hefði hann síðan unnið meira eða minna til miðnætt- is, nema um helgar þegar hann keyrði oft til klukkan fjögur eða fimm að næturlagi. Þá hóf hann eins og að líkum lætur akstur seinna daginn eftir. Hann sagðist vera mjög svefnþungur maður og hefði kona hans oftast vakið hann um klukkan hálf- sjö á morgnana. Þá hefði hann fengið sér kaffi sem ýmist hefði verið geymt á hita- brúsa yfir nóttina eða verið lagað af dótt- ur hans um morguninn. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa nokkru sinni hafið akstur áður en hann keyrði dóttur sína til vinnu en þó gæti verið að fáeinum sinnum hefðu útlendingar beðið hann að keyra sig út á flugvöll eldsnemma að morgni. Þá sagðist hann muna vel eftir ferðum sínum um það leyti sem Gunnar Sigurður var myrtur. Hann hefði hætt akstri um miðnætti aðfaranótt 18. janú- ar, farið heim til sín og lagst til svefns eins og venjulega. Síðan hefði hann keyrt dótturina til vinnu eins og endranær og eftir það hafið leiguakstur. Fyrsta kallið hefði verið rétt eftir að hann hefði skilað af sér dótturinni en ekki mundi hann eftir farþega sínum né hvert hann hefði farið með hann. Hann hefði unnið fram til hádegis en þá frétt um morðið á leigu- bflstjóranum í talstöð bfls síns. Hann hefði síðan hætt akstri frekar snemma enda hefði óhug slegið á leigubílstjóra vegna málsins. Er fjölskylda Jóns var yfirheyrð stað- festi hún framburð hans í öllum aðalat- riðum og kváðust kona hans og börn aldrei minnast þess að hann hefði byrjað akstur á morgnana áður en hann hefði ekið dóttur sinni til vinnu. Þá dvaldi tengdafaðir Jóns um tíma á heimili þeirra hjóna um þetta leyti og sagðist hann heldur aldrei hafa orðið var við að Jón færi til vinnu fyrr en hann hefði keyrt dóttur sína til starfa. Önnur dóttir hans, systir eiginkonu Jóns, kvaðst hafa heyrt föður sinn segja er morðið á leigubflstjór- anum barst einhvern tíma í tal að Jón hefði verið heima þessa nótt. Tengdafað- irinn mundi ekki sérstaklega eftir að hafa sagt þetta en dró það þó ekki í efa. Hann sagðist auk þess alltaf sofa mjög létt og hefði varla komist hjá því að vakna ef einhver hefði gengið um útidyrahurðina því mjög hátt ískur hefði fylgt henni og hann sofið í herbergi beint fyrir ofan. Þegar kannað var annars vegar hvenær Jón var fyrst skráður í akstur hjá Bæjar- leiðum þennan vetur og hins vegar hve- nær dóttir hans mætti til vinnu kom í ljós að í nokkur skipti virtist vera um mis- ræmi að ræða, þannig að ekki var útlit fyrir að hann hefði alltaf keyrt hana í vinnuna og síðan hafið akstur eins og hann hélt fram. Jón gat skýrt ýmis þess- ara tilvika en ekki öll. Hvað snertir fimmtudaginn 18. janúar þá var dóttirin stimpluð til vinnu klukkan 0731 þann morgun en fyrsta ferð Jóns hjá Bæjar- leiðum er skráð klukkan 0735 svo ekki var um neitt misræmi að ræða í það skiptið. Á hinn bóginn bar leigubflstjóri einn hjá Bæjarleiðum, einmitt einn þeirra sem höfðu tekið eftir Benz-bifreið Gunnars Sigurðar á Laugalæk, að upp úr klukkan sjö um morguninn hefði hann séð Jón koma inn á aðalstöð Bæjarleiða við Langholtsveg og hefðu þeir spjallað sam- an um daginn og veginn. Ekki kvaðst bflstjóri þessi, sem kalla má Pétur Péturs- son, hafa séð neitt athugavert við fram- komu Jóns eða fas. Jón sagði vegna þessa framburðar að hann hefði áreiðanlega komið á aðalstöð Bæjarleiða þennan morgun en hann hélt því staðfastlega fram að það hefði alls ekki getað verið fyrr en eftir hálfátta. Hann minntist þess raunar ekki að hafa talað við Pétur Pét- ursson um morguninn en kvað það þó vel geta verið. Annar bflstjóri, Páll Pálsson, sem Pét- ur Pétursson kvað hafa verið viðstaddan er þeir Jón ræddust við, renndi svo stoð- um undir framburð Jóns er hann fullyrti að hann hefði ekki getað verið kominn á aðalstöð Bæjarleiða um eða rétt upp úr klukkan sjö því hann hefði aldrei hafið akstur svo snemma, heldur yfirleitt upp úr hálfátta eða um áttaleytið. Hann mundi ekki eftir því að hafa hitt þá Pétur eða Jón þennan umrædda morgun. Þegar reynt var að finna tengsl milli Jóns og Gunnars Sigurðar komu rann- sóknarlögreglumenn að tómum kofun- um. Jón kvaðst hafa þekkt Gunnar Sig- urð í sjón en ekki með nafni og hefðu þeir aldrei talast við. Alls ræddi rann- sóknarlögreglan við 228 menn og konur, starfsmenn Hótels Borgar, Bæjarleiða og Steindórs sem unnu með Jóni á ýmsum tímum, og enginn kannaðist við að þeir Gunnar hefðu þekkst eða átt nokkur samskipti sín í milli. Er fjármál Jóns voru könnuð kom á daginn að þau voru ekki beinlínis með hýrri há og hann var skuldum vafinn en engin merki fundust um að neins konar breyting hefði orðið á högum hans um það leyti sem morðið var framið. Þetta mál var nú orðið umfangsmesta sakamál sinnar tegundar á íslandi fram til þessa. Alls konar hlutir voru kannað- ir; áhugi Jóns á dáleiðslu og einkum sjálfsdáleiðslu, kvikmyndaeign hans og svo framvegis. Grunur lék á að hann hefði komist yfir nokkrar kvikmynda sinna með ólöglegum hætti en myndirnar voru ekki merkilegar og ekki tókst að sanna á hann þjófnað. Þá fór mikill tími í að kanna kunningsskap hans og konu nokkurrar sem hafði allundarleg afskipti af málinu. Þannig var mál með vexti að er Jón vann á Hótel Borg skömmu fyrir 1950 kynntist hann þar flugfreyju einni sem 62 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.