Heimsmynd - 01.06.1987, Side 98
BRAGI JÓSEFSSON
R
eftir Ara Garðar Georgsson
Kínverskur matur hefur notið
mikilla vinsælda á Vesturlönd-
um undanfarin ár. Nú hafa kín-
versk veitingahús haslað sér
völl í Reykjavík og það er meira
að segja til staðar kínverskt eld-
hús, þaðan sem hægt er að fá
heimsenda rétti.
Á myndinni eru réttir frá
KÍNA-ELDHÚSINU, Álfheim-
um 6. Tveir táknrænir réttir,
rækjurúllur og svínakjöt í súr-
sætri sósu.
Eruð þér búnir að borða? er algeng
vinarkveðja í Kín:i. Ekki undarleg venja
í ljósi þess að Kínverjar, þessi fjölmenn-
asta þjóð veraldar, hafa alltaf átt í erfið-
leikum með að hafa nægilegt framboð á
matvælum. Matargerð er af þessum
sökum ekki aðeins háalvarleg athöfn í
þeirra augum heldur líka ein sú gleðileg-
asta.
Kínverskur matur nýtur gífurlegra
vinsælda. Kannski af þeirri einföldu
ástæðu að kínverskir réttir eru alltaf
veislumatur; óháð því hvort forréttur eða
aðalréttur stendur á matseðlinum; óháð
því hvort við erum með gott og gamal-
dags Egg Fu Yung eða nýjustu tískuból-
una: snákahöfuð, skelfisk' og bambus-
spírur í Yunnan-skinkurúllu með gufu-
soðnum hrísgrjónum blönduðum rækj-
um, kjúklingi, engifer, hvítlauki og
sveppum ásamt hnetum gufusoðnum í
lotus-laufum.
Allir Kínverjar eru því miklir sérfræð-
ingar þegar kemur að matargerðarlist.
Það skiptir alls engu máli hvort um er að
ræða smábóndann, sem kann þá vanda-
sömu list að greina gott kínakál frá
slæmu, eða diplómatinn, sem borðar
steiktu öndina sína með andakt. Báðir
gera ýtrustu kröfur til matarins sem þeir
ætla að leggja sér til munns. Fyrir vikið
er varla sá til sem hrífst ekki af kínversk-
um mat. Hann er fullkominn hvað bragð
og gæði snertir og er síðast en ekki síst
þekktur fyrir að hafa góð áhrif á sálar-
lífið.
Kínversk matargerð er mjög fjöl-
breytt. Engu að síður hafa Kínverjar
þraukað í gegnum aldirnar á mjög ein-
hæfu fæði. Meginuppistaða fæðu þeirra
er hrísgrjón og annað kornmeti ásamt
grænmeti. Kínverjar borða þrjár slíkar
98 HEIMSMYND