Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 99
i
máltíðir á dag og narta óspart í eitthvert
smáræði á milli mála.
Mjólk og mjólkurafurðir, eins og ostur
i eða smjör, eru fáséðar í Kína og sömu
sögu er að segja um nautakjöt. Kínverjar
segja ástæðu þess einfalda. Þeir verði að
einbeita sér að matvælaframleiðslu en
ekki fóðurframleiðslu fyrir skepnur.
Svína- og kjúklingakjöt er aftur á móti
algengt á kínverskum matseðlum þar
sem bæði svín og hænsn eru svokallaðar
alætur og því praktísk húsdýr. Kínverjar
, fá samt prótein aðallega úr vatna- og
sjávarfiski og baunum. En matseld þeirra
er svo snilldarleg að þeir sem hafa vanist
öðru í uppvexti sínum myndu einskis
sakna ef þeir flyttu til Kína.
Kínversk matargerðarlist miðast við að
fullnægja öllum þörfum bragðskynsins.
Þar í landi skipuleggja menn matseðla á
sama hátt og málarar listaverk, en þeir
eru mjög fastheldnir á einfaldar hefðir
forfeðra sinna. í dæmigerðu kínversku
eldhúsi má sjá stóra stálpönnu, svo-
nefnda wok, á gaseldavél. í henni má
steikja, gufusjóða og djúpsteikja og síð-
ast en ekki síst sjóða hrísgrjón.
Kínverskri matseld má skipta í fjóra
meginflokka eða -hefðir: Mandarín-réttir
eru upprunnir frá Peking, Kanton-réttir
sem draga nafn sitt af samnefndri borg í
Suður-Kína, Szechnan-réttir, en svo er sá
matur nefndur sem er upprunninn í Mið-
Kína, og að lokum Shanghai-réttir,
nefndir eftir hinni fjölþjóða hafnarborg í
austri.
Mandarín-réttir eru ljúfmeti kínverska
eldhússins. í þessum flokki er Peking-
önd þekktust. Mikið er notast við soja-
sósu, hvítlauk, sesamolíu og grænan pip-
ar og eru þessir réttir því mildir á
bragðið.
HEIMSMYND 99