Heimsmynd - 01.06.1987, Side 67

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 67
* j Ef kona Harts tekur framferði hans gott og gilt, því skyldu kjósendur þá skipta sér af því. Lee og Gary Hart eftir blaðamannafundinn þar sem hann dró sig í hlé. fjörugar samfarir við stúlku eina í Hvíta húsinu meiddist hann illa á hálsi. Hann varð því að bera sérstakan styrktarkraga um hríð og þennan kraga hafði hann enn um hálsinn þegar hann fór til Dallas í nóvember 1963. Þó hann fengi skot í höfuðið eftir árás tilræðismannsins hélst hann uppréttur í sæti sínu og það var byssukúla númer tvö sem drap hann. Það er raunar athyglivert hvers vegna blaðamenn gera mál úr kvennavafstri sumra stjórnmálamanna en annarra i ekki. Ef allir forsetar og forsetafram- bjóðendur Bandaríkjanna hefðu sætt sömu meðferð og Gary Hart hefði ekki bara Kennedy þurft að hrökklast úr emb- ætti heldur og menn á borð við þjóðar- dýrlinginn Franklin Delano Roosevelt, Lyndon B. Johnson og svo Warren Har- ding, en sennilega hefði fáum verið eft- irsjá í honum. Roosevelt átti sér fasta * kærustu sem allir í Washington vissu um en það virðist ekki hafa hvarflað að neinum að hafa orð á því opinberlega — allra síst Eleanor Roosevelt konu hans, enda átti hún sína eigin kærustu og gat því ekki kvartað! En á hliðarsporum Gary Harts var sem sé ekki tekið með sömu silkihönskunum. Þetta hefur vakið miklar spurningar um það hversu mikinn rétt fjölmiðlar og al- k menningur hafi til þess að snuðra í einka- lífi frægra persóna. Jafnvel þótt því sé siegið föstu að framhjáhald sé hið versta mál stendur eftir að Lee Hart, kona for- setaframbjóðandans, virtist sætta sig við framferði eiginmannsins og því skyldu kjósendur þá vera að gera sér rellu út af því? Hart var að vísu óvenju veikur fyrir ásökunum um karakterbrest; eins og margoft hefur verið tíundað í fjölmiðlum hafði hann skipt um rithönd tvisvar, breytt nafni sínu, klippt eitt ár af aldri sínum og þar fram eftir götunum. Því hafa bandarískir fjölmiðlar varið sig gegn ásökunum um persónunjósnir með því að segja að í tilfelli Harts hafi framhjá- haldið verið enn eitt dæmið um dóm- greindarskort sem gerði hann óhæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkj- anna. Hann hafi svo gert illt verra með því að reyna að ljúga sig út úr málinu í stað þess að viðurkenna hreinskilnislega að sér hefði orðið á í messunni. Vel má þetta vera rétt. Alla vega hefur Hart ekki við neinn að sakast nema sjálf- an sig. En eins og bandarískur dálkahöf- undur benti nýlega á: Ef allir stórsyndar- ar á borð við Hart hefðu verið útilokaðir frá embættum væri amerísk saga að lík- indum ansi miklu fátækari. Bretar eru, ef eitthvað er, enn púrítanskari en Bandaríkjamenn þó þeir látist vera býsna blasé og lífsreyndir. f Tjallalandinu dugar yfirleitt minnsti grunur um að stjórnmálamaður hafi stundað kynlíf annars staðar en í hjóna- rúminu til þess að þeir verði að segja af sér. Nýleg dæmi eru tveir helstu sam- starfsmenn frú Thatchers, þeir Cecil Parkinson og Jeffrey Archer. Parkinson gerði ritara sínum barn en Archer var grunaður um að hafa hugsanlega kannski ef til vill haft einhvers konar samband við vændiskonu. Báðir hurfu umsvifalaust á brott þótt þeir nytu sérstakrar velvildar forsætisráðherrans. Ef svona viðbrögð tíðkuðust á íslandi myndi fækka svolítið á Alþingi. Þætti mönnum ástæða til þess? Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Kleópatra Egyptalandsdrottning var sannkölluð gella. Hún sóttist eftir ástum Caesars, Heródesar gyðingakonungs, Antoníusar og fleiri. En mark- mið hennar var umfram allt pólitískt og þegar fauk í öll skjól framdi hún sjálfsmorð fremur en falla ( hendur Ágústusar. Málverk eftir Guido Cagnacci (1601—81). OG PÓLITIK Donna Rice er, samkvæmt skilgreiningu bresks rithöfundar, bimbó sem sækist eftir félagsskap frægra manna. Hún hefur sést í fylgd Don John- son úr Miami Vice, poppsöngvarans Don Hen- leys, kappaksturshetjunnar Danny Sullivan og Alberts Monaco-prins sem hér fylgir henni út af veitingahúsinu Patsy's í New York. Þegar Gary Hart var nýkominn af blaða- mannafundinum fræga þar sem hann var spurður blátt áfram hvort hann hefði haldið framhjá konu sinni datt honum í hug rétta svarið. Á fundinum hafði hann einungis sagt, særðum rómi: „Strákar! Ég þarf ekki að svara þessu,“ — og má það vissulega til sanns vegar færa. Rétta svarið, að hans dómi og raunar konu hans líka, hefði hins vegar verið: „Fram- hjáhald er ekki glæpur. Það er synd. Og það er milli mín og Lee, og milli mín og guðs.“ Mjög amerískt, þetta. Marcus Antoní- us var hins vegar ekki að skafa neitt af hlutunum þegar hann skrifaði Octavían- usi bréf skömmu áður en endanlega kom til uppgjörs milli þeirra. Antoníus skildi ekkert í áróðri hins síðarnefnda vegna sambands hans og Kleópötru. „Hvað er að pirra þig? Að ég skuli serða drottninguna? Við erum gift. Og er þetta eitthvað nýtt? Þetta hefur staðið í níu ár. Er Livía Drúsilla sú eina sem þú serður? Gangi þér vel ef þú ert ekki þegar búinn að serða Tertúllu eða Teren- tillu eða Rúfillu eða Salvíu Títíseníu þeg- ar þetta berst þér. Skiptir einhverju máli hvenær maður gerir það og með hverjum?" Ójá, sögðu Rómverjar til forna. Ójá, sögðu bandarískir kjósendur. En bara stundum. HEIMSMYND 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.