Heimsmynd - 01.06.1987, Side 93

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 93
í Bretlandi voru gerðar rannsóknir á áhrifum klæðnaðar unglingsstúlkna á stallsystur þeirra. Þær leiddu meðal ann- ars í Ijós að stúlkunum fannst þær geta dregið ályktanir út frá fatnaði hinna, um hvort þær reyktu, drykkju áfengi, svæfu hjá og fleira í þeim dúr. Það er ljóst að klæðaburður fer snemma að hafa áhrif. í Bandaríkjunum leiddi rannsókn í ljós að skólakrakkar mótuðu afstöðu sína og vinsemd í garð jafnaldra sinna út frá klæðaburði þeirra. í skoðanakönnun voru krakkarnir iátnir dæma um unglinga sem voru í dýrri teg- und gallabuxna frá Calvin Klein, í venju- legum Levi Strauss og síðan ódýrum gallabuxum frá stórmarkaði. Jákvæðasta viðhorfið varð í garð millitegundarinnar, Levi Strauss. Hins vegar höfðu krakkarn- ir neikvæðara viðhorf í garð þeirra sem voru í dýru gallabuxunum og þeim ódýru. En hver áhrif hefur fatnaðurinn á þann sem klæðist honum sjálfur? Sumir segjast minna meðvitaðir en aðrir. Tískuverslan- ir í Reykjavík tala hins vegar sínu máli, vangaveltur fyrir framan spegla, erfið- leikar við val á fötum og ótrúlegt fjár- magn sem fer í kaupin. Burtséð frá þeim hópi fólks sem er næstum þrælslega háð- ur tískusveiflum mun næstum óhætt að fullyrða að flestir gefi gaum að klæðnaði sínum. Og í mun almennari mæli en áður. Það er ekki fagurfræðin sem ræður fatavali þeirra sem er umhugað um klæðnað sinn heldur ákveðin stefna um hvað er viðeigandi. Sýslumaður úti á landi benti fulltrúum sínum til dæmis á mikilvægi þess að vera virðulega til fara, til að sýna embættinu og skjólstæðingum tilhlýðilega virðingu. Ung kona, sem þurfti að mæta við réttarhöld sem hún kveið fyrir, lagði mikla áherslu á að vanda valið á fatnaði sínum. Hún sagðist fyrir vikið hafa feng- ið meira sjálfstraust. Áhrif fatnaðar við erfiðar aðstæður hafa verið rannsökuð. Það var bandarískur sálfræðingur sem setti á svið viðtöl við stúdenta í viðskipta- fræði sem voru að útskrifast og leita sér að framtíðarstarfi. Hann hagaði því þannig til að sumir stúdentanna voru boðaðir í viðtal strax eftir að skóla lauk, aðrir fengu hins vegar tækifæri til skipta um föt. Það kom í ljós að þeir sem höfðu farið í betri fötin gerðu hærri kaupkröfur og voru öruggari í framkomu. Þessi áhrif fatnaðar á sjálfsöryggið hafa einnig verið rannsökuð meðal kvenna í viðskiptalífinu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að konur sem eru að hefja feril sinn á þeim vettvangi leggja mun meiri áherslu á viðeigandi fatnað en þær sem eru lengra komnar og öruggari í sessi. Niðurstaðan er því sú að fólk leggi mesta áherslu á að vanda virkilega valið þegar það er að hasla sér völl á nýjum sviðum. Áherslan á viðeigandi fatnað endur- Hulda Hákon, ung myndlistarkona sem nýlega hélt sýningu í Reykjavík, hefur jafnt sinn persónulega stfl í klæðnaði sem myndverkum. speglar einnig óöryggi. Sálfræðingar við háskólann í Austin í Texas komust til dæmis að því að meðal stúdenta í við- skiptafræði voru þeir best klæddu að staðaldri þeir sem voru með lélegri ein- kunnir og minni möguleika á góðum störfum. Rannsóknin leiddi í ljós að þess- ir stúdentar lögðu til dæmis kapp á að vera með dýrt úr, belti, bindi og í vönd- uðum skóm. Reglur um hvað sé viðeigandi klæðn- aður eru hvergi fastmótaðri en í við- skiptalífinu. Þar eru bæði að verki sam- keppnin um stöður og jafnframt er klæðaburður ein leið til að þurrka í burtu stéttamun fyrir þá sem eru að feta sig upp þjóðfélagsstigann. „Dress as though you mean business,“ skrifar amerískur höf- undur metsölubókar um viðskipti (What They Don’t Teach You At Harvard Busi- ness School). Hvergi er þetta eins áber- andi og í Bandaríkjunum. Þar er stór hluti fataiðnaðarins helgaður fólki í við- skiptalífi og svo framagosum. Að klæðast til áhrifa er heil herfræði út af fyrir sig. Þessarar tilhneigingar gætir einnig í rík- ara mæli á íslandi. Bankastjórar eru gott dæmi. Á sama hátt og starfsstúlkur Landsbankans eru í rauðum einkennis- búningum eru yfirmennirnir flestir í dökkbláum, teinóttum jakkafötum, tákni stöðugleika og velgengni. „Það er staðreynd að klæðaburðurinn HEIMSMYND 93 RUT HALLGRlMSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.