Heimsmynd - 01.06.1987, Side 135

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 135
SALFRÆÐ Of miklar vœntingar eru börnum óhollar... í þjóðfélagi uppanna, háskólamennt- aðs fólks, fagfólks og borgarbúa virðast ný viðhorf gagnvart barnauppeldi hafa náð undirtökunum. Þetta á sérstaklega við í Bandaríkjunum og Norður-Evrópu og því þess ekki langt að bíða að hinn nýi tíðarandi nái tökum á íslenskum foreldr- um af uppakynslóð. í grein í tímaritinu Psychology Today segir barnasálfræðingurinn David Elkind að miklar kröfur í garð barna, þar sem foreldrar séu að reyna að ala upp undra- börn, geti leitt af sér hið gagnstæða. Elk- ind segir að hér áður fyrr hafi flestir foreldrar gert sér vonir um að börn þeirra væru eins og önnur börn. Margir foreldrar voru jafn áhyggjufullir yfir því ef börn þeirra voru bráðþroska og væru þau mjög seinþroska. Ef barn var þrosk- aðra en jafnaldrar þess var það næstum álitið hættumerki. Þetta hefur hins vegar breyst með uppakynslóðinni. Foreldrar nútímans virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af því að börn þeirra innbyrði of mikið, of fljótt. Mörgum foreldrum er það kapps- mál að barnið þeirra skari fram úr og þá á sem flestum sviðum. Af þessum sökum segir Elkind að margir foreldrar beiti börn sín óeðlilegum þrýstingi. Þar sem skólaganga ræður miklu um framtíð barna leggja margir foreldrar sem það geta áherslu á að börn þeirra gangi í einkaskóla. Hér á íslandi er að vísu fátt um þá en flestum foreldrum mun í gegnum tíðina hafa verið illa við að börn þeirra lentu í tossabekkjum. Er- lendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi er framtíð barna oft ráðin um leið og barnaskóli þeirra er valinn. En það er ekki eingöngu á námssviðinu sem metnaðargjarnir foreldrar virðast ýta á eftir afkvæmum sínum heldur eru margir áfjáðir í að þeim gangi afar vel á sem flestum sviðum. Börn eru í mörgum tilfellum hvött áfram í keppnisíþróttum eða látin stunda alls konar sport frá unga aldri. Og það er ekkert rangt við það, segja sálfræðingar, að foreldrum sé annt um að börnunum sínum gangi vel í leik °g námi. Hins vegar verður að huga að þrýstingnum sem þau eru beitt því sam- hliða. En af hverju virðast foreldrar uppa- kynslóðarinnar enn áfjáðari í að ala upp undrabörn en eldri kynslóðir foreldra. Ástæðuna telja margir þá að þessi kyn- slóð foreldra er yfirleitt eldri að árum þegar börnin koma, þar sem árin milli tvítugs og þrítugs, jafnvel lengur, hafa verið nýtt í nám og starfsframa. Og þegar loks finnst tími fyrir blessuð börnin eru þau yfirleitt færri. Þar sem kjarnafjöl- skyldan er að minnka og algeng tala tvö afkvæmi í stað tugar fyrr á öldinni eru líkurnar á undrabörnum minni. Kjarna- fjölskylda nútímans hefur einnig breyst frá því að vera framleiðslueining í að vera framfærslueining. Hér áður, eða í þjóðfélagi sjálfsþurftarbúskapar og í iðn- byltingu annars staðar, tóku börnin til hendinni strax á unga aldri og voru því nauðsynlegir hlekkir í framleiðslukeðj- unni. Börn nútímans eru hins vegar fjár- hagsleg byrði, að frátalinni gleðinni sem þeim fylgir fyrir flestum foreldrum von- andi, en framfærslukostnaðurinn minnkar síst. Svo aftur sé vikið til fortíðarinnar, þá litu kynslóðir fyrri alda iðulega á af- kvæmi sín sem nauðsynlegan hlekk í lífs- HEIMSMYND 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.