Heimsmynd - 01.06.1987, Side 43

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 43
...næ ekki uppí það þegar menn eru að tala um að leyfa svona byggð að lifa. Hér skilar hvert mannsbarn 300 til 400 þúsundum í gjaldeyristekjur á ári meðan hver Reykvíkingur er með nokkur þúsund. Ölafur Ragnarsson sveitarstjóri með ríkið í baksýn. Uppbygging hvergi meiri; 17 hús f smíð- um á síðustu áramótum! Heimamenn eru ekki langt í burtu frá neinu heldur að dedúa í trillunum sínum, hugsa um bræluna og veiðina. Una glaðir við sitt og græða peninga. Finnst stutt að skreppa suður en hafa þangað ekkert að gera og fara hvergi ... Klukkan sex í bítið á laugardegi tínast útlensku ungmeyjarnar, innfæddu mömmurnar og gömlu ömmurnar í frysti- húsið og skera fisk. Einhverjir byrjuðu fyrr í vélasalnum og strákarnir úr hljóm- sveitinni hanga í tækjunum og bíða eftir fiskinum. Inni í Gamla kaupfélaginu sit- ur gamli sveitarstjórinn og reiknar út tap- ið á kaupfélaginu sem fór á hausinn í vetur ... VELMEGUN ÓVÍÐA MEIRI Djúpivogur gengur inn í Búlandsnesið að norðanverðu. Sunnan við ganga Ham- arsfjörður og Alftafjörður inn í landið en Berufjörður norðan við. í plássinu eru á fimmta hundrað íbúar og hefur þeim fjölgað ört á síðustu árum. Verslun hefur verið rekin á þessum stað öldum saman, fyrst af þýskum og dönskum kaup- mönnum en síðar kaupfélagsverslun og nú síðast af Hornfirðingum. Kaupfélagi heimamanna var lokað vegna skulda um síðustu áramót og síðan hefur Kaupfélag Austur-Skaftfellinga haft reksturinn á leigu. Útgerð og fiskvinnsla eru rekin af hlutafélaginu Búlandstindi, sem er í meirihlutaeign Sambandsins. Velmegun er óvíða meiri; 1986 var meðalútsvar rúm 37 þúsund á gjaldanda og 17 einbýlishús voru í smíðum um síð- ustu áramót. Hvert mannsbarn skilar þrjú eða fjögur hundruð þúsundum í gjaldeyri til þjóðarskútunnar á ári. Og allir vinna mikið. Félagsstarf er með minnsta móti og gamla félagsheimilið, sem Eysteinn ráðherra og jafnaldrar hans byggðu snemma á öldinni, hefur verið rifið. Lífið er rólegt og hjónafólk gefur sér tíma til að geta og ala börn, hvíla sig og fara í messu a sunnudögum. „Fólkið er fremur hæglátt og berst lítt á. Flestir eru iðjusamir en vilja vinna svo sem þeim sjálfum líst hentugast. Margir kjósa því fremur að eiga sér lítinn bát og róa einir en vera bátsverjar hjá útgerð- inni. Aðrir vilja vinna í fiskfrystingu en mæta ekki nema þegar þeim sjálfum hentar og verður það allt saman bagalegt þeim sem fyrir forretningunni standa. Eru hér af þessum sökum allar vertíðir Útborgunardagur í frystihúsinu. HEIMSMYND 43 BRAGI JÓSEFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.