Heimsmynd - 01.06.1987, Side 134
Valdimar örn Flygenring hefur látið mjög
að sér kveða á síðustu árum. Hann leikur
eitt aðalhlutverkanna í Foxtrot.
Steinar Úlafsson er óþekktur ungur leikari
sem Frostfilm-menn fundu í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð og hafa mikla trú á.
kvikmyndasmiðir fyrir bragðið; þeir leggi
alltof mikla áherslu á snöggar klippingar,
óþarfar hreyfingar og alls konar trix sem
nauðsynleg eru til að ná eftirtekt áhorf-
enda í þröngu formi örstuttrar auglýsing-
ar. Þeir voru spurðir um þetta.
„Þetta er náttúrlega eins og hver önnur
þvæla. Pað má eins halda því fram að
maður sem siglir hraðbát geti ekki verið
á sjó. Við skulum athuga það að drama í
kvikmynd byggist á myndmáli, ekki
leikritsformi. Pað er einmitt einn helsti
galli flestallra íslensku kvikmyndanna
hversu lítt höfundar þeirra hugsa á mynd-
máli, einfaldlega vegna þess að hér eru
gerðar svo fáar myndir að menn fá litla
þjálfun. Auðvitað munum við notfæra
okkur ýmislegt sem við höfum lært af
auglýsingagerðinni, annað hvort væri nú.
Ef auglýsingarnar okkar eru skoðaðar
kemur í ljós að þær eru ótrúlega fjöl-
breyttar; við höfum tekist á við flest
vandamál sem upp koma við kvikmynda-
gerð og reynt að finna sem árang-
ursríkast myndmál til að leysa þau. Foxt-
rot verður engin artí-fartí mynd og við
verðum áreiðanlega ekki með mikið af
verulega löngum og flóknum skotum.
Þar sem þetta verður spennumynd ætlum
við að keyra hana á hraða og axjón og
kvikmyndatakan, klippingin og annað
mun auðvitað draga dám af því. Klipp-
ingin — ætli hún verði ekki í einhverjum
svona Mið-Atlantshafs-ryþma\ miðja
vegu milli þess sem tíðkast í Evrópu ann-
ars vegar og Bandaríkjunum hins vegar.“
í stúdíói Frostfilms við Grettisgötuna
er heljarmikill krani sem þremenningarn-
ir hafa látið smíða fyrir sig og ætla sér að
nota óspart við kvikmyndatökuna. Svona
kranar þykja nauðsynlegir í útlöndum en
hafa lítið sést á íslandi áður. Efst í hon-
um verða tveir menn og stjórna kvik-
myndatökuvélinni og kranann er hægt að
hækka og lækka og sveigja út á hlið.
Pegar kraninn er kominn upp á bílpall
verður unnt að ná alls konar skotum og
myndrömmum sem ella væru tómur hug-
arburður. Þeir eru greinilega dálítið
montnir af krananum sínum og hyggjast
nota hann óspart.
Þá hafa Frostfilm-menn ekki síður lagt
mikla hugsun í framleiðsluhlið myndar-
innar.
„Það sem hefur einkennt íslenskar
kvikmyndir til þessa er að þær hafa að
langmestu leyti verið verk eins manns.
Leikstjórinn hefur yfirleitt skrifað hand-
ritið sjálfur, hann hefur verið að vasast í
fjármögnun, framleiðslunni, kynning-
unni, kvikmyndatökunni, klippingunni
og svo framvegis. Auðvitað er það varla
á færi nokkurs manns að halda einn um
alla þræðina í svo flóknu fyrirbæri sem
kvikmynd er, en ýmsir hafa farið flatt á
því að reyna það. Hinn dæmigerði ís-
lenski kvikmyndaleikstjóri kemur með
myndina sína til landsins að morgni frum-
sýningardagsins, fúlskeggjaður orðinn og
dauðþreyttur eftir vökur síðustu nætur
en auðvitað himinlifandi enda verkinu
lokið. Svo rennur upp fyrir honum mán-
uði seinna að eitthvað er að, áhorfendur
láta sig vanta og allt í voða.“
Hjá Frostfilm verður farið öðruvísi að,
segja þeir.
„í fyrsta lagi verður enginn einn
dómínerandi hjá okkur. Þetta er sameig-
inlegt hugarfóstur fimm manna; okkar
þriggja, Sveinbjörns og Lárusar Ýmis.
Þannig er mun minni hætta á því að við
María Ellingsen lék í mynd Hrafns Gunn-
laugssonar, Okkará milli, en síðan hefurlít-
ið farið fyrir henni. Hún mun leika aðal-
kvenhlutverkið í Foxtrot.
verðum blindir á einhver reginmistök
sem við værum að gera, auk þess sem
hver og einn getur náttúrlega einbeitt sér
miklu betur að sínu sérstaka sviði. Það
sem vantar hér á íslandi er raunverulegt
kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og við
eigum okkur draum um að Frostfilm geti
orðið slíkt fyrirtæki. Við myndum þá
ekki endilega framleiða eingöngu okkar
eigin verk heldur hjálpa öðrum að þróa
og þroska hugmyndir sínar svo tæknileg
gæði væru tryggð. Að minnsta kosti erum
við ekki að tjalda til einnar nætur þó
auðvitað sé verkefni númer eitt, tvö og
þrjú að klára Foxtrot og gera hana eins
vel úr garði og okkur er unnt.“
Metnaðurinn er sem sé nægur. Þeir
Frostfilm-menn bæta því við að ef íslensk
kvikmyndagerð komist raunverulega á
fæturna megi allt eins búast við hverju
sem er.
„Ég held að orkan hér sé góð,“ segir
Ásgeir. „Ég þekki til bæði í Noregi og
Svíþjóð og við íslendingar erum töluvert
kaldari, djarfari, en þessar þjóðir báðar.
Ef við komumst til manns í kvikmynda-
gerð er ég viss um að þessi íslenski pers-
ónuleiki muni geta lagt ýmislegt til mál-
anna; það eru, þegar öllu er á botninn
hvolft, einkum þeir sem hafa eitthvað
djarft og óhefðbundið fram að færa sem
slá í gegn, eða meika það eins og maður
segir.“
Þrír ungir leikarar fara með aðalhlut-
verkin í Foxtrot. Þekktastur þeirra er
Valdimar Örn Flygenring en hin tvö eru
María Ellingsen og Steinar Ólafsson.
María lék sem kunnugt er í mynd Hrafns
Gunnlaugssonar, Okkar á milli, en
Steinar er náttúrutalent sem þeir
Frostfilm-menn fundu í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð. Aðrir leikarar eru til
dæmis Sigurður Skúlason, Jón Sigur-
björnsson, Hallmar Sigurðsson, Guðrún
Ásmundsdóttir, Eyvindur Erlendsson,
Guðrún Gísladóttir, Halldóra Björns-
dóttir, Sigurður Karlsson, Vilborg Hall-
dórsdóttir, Ágúst Hjaltason, Sigrún
Waage og Stefán Jónsson.
Aðrir sem við sögu Foxtrot munu
koma og hafa enn ekki verið nefndir eru
til að mynda Geir Óttar Geirsson
leikmyndateiknari og aðstoðarmaður
hans, Egill Örn; Þorbjörn Erlingsson
annast hljóðvinnslu; Anna Gulla sér um
búninga og Elín Sveinsdóttir um förðun;
skrifta verður Jóna Finnsdóttir og í kvik-
myndatökuhópi Karls Óskarssonar verða
þeir Ólafur Rögnvaldsson, Hlynur Ósk-
arsson og Ásgeir Sigurvaldason. Þá eru
ótalin Margrét Björgúlfsdóttir næringar-
fræðingur og Jóhann Sigfússon altmulig-
maður.
Að lokum var Jón Tryggvason, leik-
stjóri Foxtrot, spurður hvernig hann sæi
yfirbragð myndarinnar fyrir sér. Hann
svaraði eins og véfréttin í Delfí:
„Vindblásið, veðurbarið, fátækt, not-
að, viðgert ...“
134 HEIMSMYND