Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 75
fögrum sumarkvöldum harðneitaði
Auden að sinna náttúrufegurð en heimt-
aði þess í stað að fólk tæki í spil með
honum. Hann undi sér löngum stundum
við að spila rommí og emjaði hástöfum
þegar hann tapaði.
Frá Hraunsnefi tóku þeir félagar rút-
una norður. Hún hossaðist mjög og ann-
að veifið heyrðust óp þegar einhver rak
Uppgangur nasista var mjög í deiglunni um það
leyti sem Auden ferðaðist um Island og hér hitti
hann meðal annars bróður Hermann Görings,
eins nánasta samstarfsmanns Hitlers. Undir mynd-
ina af þessum glókolli skrifaði Auden: „German-
ischer Typus".
sig harkalega upp í þakið. Sessunautur
Audens, sem leit út eins og Thomas
Hardy, gaf honum í nefið. Skáldið hnerr-
aði og öll rútan orgaði af hlátri. Um
kvöldið komu þeir til Sauðárkróks. Það
þótti Auden ömurlegur staður og segir
að hann líti út eins og hann hafi verið
reistur af Sjöundadagsaðventistum sem
áttu von á að fara til himna innan örfárra
Louis MacNeice hvílir sig í íslenku lyngi.
mánaða og þess vegna engin ástæða til að
leggja neitt á sig. Hótel Tindastóll var
skítugt og lyktaði eins og hænsnakofi.
Þennan stað langaði Auden ekkert til að
berja augum aftur.
Akureyri þótti Auden miklum mun
snotrari bær en Reykjavík, enda þótt sá
bögull fylgdi að fnyk frá síldarverk-
smiðjum lagði yfir bæinn. A Akureyri
orti hann kvæðið Ferð til íslands sem
hann segist vona að sé skárra en það sem
William Morris orti. Frá Akureyri lá
leiðin til Mývatns og síðan yfir Möðru-
dalsöræfi. Það var meðan hann var að
hossast yfir þá ógreiðfæru troðninga að
Auden fékk hugmyndina að því langa
kvæði Bréf til Byrons lávarðar sem
myndar einskonar ramma um bókina.
„Mér datt í hug að skrifa honum rabb-
pistil í léttum tón um allt sem mér dytti í
hug, Evrópu, bókmenntir, sjálfan mig.
Ég held hann sé rétti maðurinn vegna
þess að hann var borgarmaður, Evrópu-
maður, og honum var illa við Words-
worth og afstöðu hans til náttúrunnar, og
það fellur mér vel í geð.“ Um þetta segir
Það skemmtilegasta sem Auden gerði á íslandi
var að fara á hestbak og fór hann fögrum orðum
um íslenska hestinn í bók sinni og Louis Mac-
Neice. Þessa óvenjulegu mynd tók hann af einum
vina sinna og birti í bókinni.
HEIMSMYND 75