Heimsmynd - 01.06.1987, Side 120
Sveinn Björnsson heilsar upp á Roosevelt í Hvíta
húsinu, eins og lýst er í viðtalinu við Gígju. Roose-
velt var sem kunnugt er lamaður neðan mittis og
tók því á móti forsetanum sitjandi í sæti sínu.
var réttsýnn og ákaflega góður maður.
Nú segir fólk kannski: Hún var alltof
nákomin honum til að nokkuð sé að
marka hana, en ég er fullviss um að ég
hef rétt fyrir mér. Sveinn var ekki laus
við að vera strangur en hann var afar
réttlátur og í stuttu máli mjög mikil pers-
óna. Eitt var mjög ákveðið einkenni
hans, og raunar mannsins míns líka, ef út
í það er farið: Peir voru aldrei hræddir.
Ef þeir voru vissir um að þeir væru að
gera rétt voru þeir aldrei hræddir við að
standa við sinn málstað. Þeir hefðu aldrei
fyrir vinskap manns, vikið af vegi sann-
leikans.“
„Nú fylgdist þú grannt með Sveini í
forsetatíð hans, þeim tíma þegar segja
má að forsetaembættið hafi verið mótað.
Hvernig leit hann á þetta embætti?"
„Fyrst og síðast leit hann á það sem
þjónustustarf. Hann taldi að forsetinn
ætti að vera tákn þjóðarinnar sem hún
gæti borið virðingu fyrir og litið upp til,
en mikilvægast af öllu var þjónustan við
þjóðina.“
„Finnst þér forsetaembættið hafa
breyst síðan Sveinn gegndi því?“
„Auðvitað hefur það breyst. Það hefur
allt breyst. Ráðherrarnir hafa breyst,
embættismennirnir hafa breyst og að
sjálfsögðu hefur forsetaembættið breyst.
Þær breytingar eru heldur ekki allar vit-
lausar. Annars hef ég Svein Björnsson í
þvílíkum hávegum að ég á erfitt með að
tjá mig um þetta. Ég er líka orðin 68 ára
gömul og finnst náttúrlega að fortíðin
hafi að sumu leyti verið glæsilegri en
nútíminn; það er líklega ekki nema eðli-
legt. Menningin hefur vissulega stór-
aukist og dafnað svo ekki er hægt að líkja
því saman við það sem þekktist í mínu
ungdæmi, en ég get ekki neitað því að
mér finnst pólitíkin hafa dalað. Það voru
áreiðanlega meiri karakterar í þessu hér
áður fyrr, með fullri virðingu fyrir öllum
þeim ágætu mönnum sem nú fást við
stjórnmál."
En það var ekki forsetaembættið eitt
sem Gígja sá beinlínis verða til fyrir
augunum á sér, heldur utanríkisþjónust-
an líka. Henrik Sv. Björnsson var einn
þeirra ungu og atorkusömu manna sem
fengnir voru til að skipuleggja utanríkis-
þjónustu íslands eftir að sambandið við
Dani rofnaði og lýðveldisstofnunin færð-
ist sífellt nær.
„Þeir voru fimm sem undirbjuggu
þetta hvað mest. Auk Henriks voru það
Agnar Klemens Jónsson, Stefán Þor-
varðarson, Pétur Benediktsson og Gunn-
laugur Pétursson, allt miklir ágætismenn
sem höfðu verið í dönsku utanríkisþjón-
ustunni og kunnu því til verka,“ segir
Gígja. „Mér fannst geysilega intressant
að fylgjast með þeim að störfum. Þeir
gerðu svo litlar kröfur til allra nema
sjálfra sín, töldu það hreinlega skyldu
sína að vinna eins vandlega og nokkur
kostur var á. Og þetta tókst vel. Það var
velt forseta, en það var þegar Sveinn
Björnsson faðir hans kom í opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna.
„Bandaríkjamenn urðu fyrstir til þess
að sýna okkur þann sóma að bjóða þjóð-
höfðingja okkar í opinbera heimsókn,“
segir Gígja, „og Henrik átti ein'u sinni
erindi í State Department til þess að
ganga frá einhverju varðandi heimsókn-
ina. „Oh Mr. Björnsson,“ sögðu Amerík-
anarnir, „any relation to the..?“ „He
happens to be my father,“ muldraði
Henrik minn og þú veist hvernig Amerík-
anar eru, léttlyndir og áhyggjulausir.
Þeir sögðu bara við Svein, þegar honum
var boðið í Hvíta húsið: „Why don‘t you
take your son with you?“ Henrik fór þess
vegna og hitti Roosevelt þó auðvitað hafi
þeir ekkert talað saman; Roosevelt ræddi
Eftir að Henrik og Gígja urðu
sendiherrahjón íslands hjá
NATO í Brussel kynntust þau
vel framkvæmdastjóra banda-
lagsins, Joseph Luna Þau hitt-
usteinusinni af tilviljun ÍAþenu
þar sem Henrik var jafnframt
sendiherra og hélt kokkteilboð
sem Luns frétti af. „Þið voruð
ekki að hafa fyrir því að bjóða
mér," sagði Luns brosandi, „svo
ég bauð mér bara sjálfur."
voðalega merkilegt hvað þetta tókst vel á
þessum stutta tíma.“
Svo hringdi síminn einu sinni á Sjafn-
argötunni og það var Ólafur Thors.
„Hann sagði Henrik að það væri laus
staða í hinu nýja sendiráði okkar í Was-
hington. „Viltu fara?“ spurði hann blátt
áfram. Við höfðum einn dag til að
ákveða okkur og ganga frá okkar málum
en við fórum. Þetta var á stríðsárunum
og við fórum með convoy til Bandaríkj-
anna og máttum fylgjast með skipunum
sem var sökkt af kafbátum allt í kringum
okkur.“
„Varstu smeyk?“
„Nei, ekki beinlínis, meira eins og
lömuð. Þetta var fyrst og fremst óhugn-
anlegt. Auðvitað hugsaði ég til þess hvað
myndi gerast ef skipið okkar yrði fyrir
tundurskeyti — við sáum fólk á flekum úr
skipunum í kringum og það var enginn
tími til að tína það upp - en sem betur
fer gekk allt vel og við komumst heilu og
höldnu til Bandaríkjanna. Þegar við fór-
um svo frá Ameríku sigldum við Iíka í
convoy en þá var komið nærri stríðslok-
um og engar árásir gerðar.“
íslenska sendiráðið í Washington laut
um þær mundir stjórn Thors Thors sendi-
herra en Henrik var einn sendiráðsritara.
Hann varð þó einu sinni svo frægur að
vera boðið í Hvíta húsið að hitta Roose-
náttúrlega bara við Svein. Henrik sagði
mér svo frá því eftir á að þegar komið var
með kokkteilana — Ameríkanarnir alltaf
með þessa kokkteila sína! - hefði hann
veitt því athygli að þegar lítið bar á hefði
Roosevelt skvett úr kokkteilnum sínum í
nálægan blómapott.“
Annars harðneitar Gígja að segja mér
nokkrar sögur af öllu því fyrirfólki sem
hún og Henrik kynntust í þeim ýmsu
löndum þar sem utanríkisþjónustan setti
þau niður. „Það væri namedropping\“
segir hún skelfingu lostin, „og slíkt er
bara ekki í mínu eðli. Þar að auki voru
þessir fyrirmenn yfirleitt ekki það fólk
sem við kynntumst best; við hittum þá í
veislum og við opinber tækifæri og mað-
ur á ekkert að vera að gaspra um þess
háttar kunningsskap. Á hinn bóginn
eignuðumst við auðvitað ýmsa raunveru-
lega vini í útlöndum og mér þykir æ
vænna um það með árunum þegar þeir
láta í sér heyra.“
Eftir að þau Henrik og Gígja sneru
heim frá Bandaríkjunum voru þau á ís-
landi um hríð en síðan lá leiðin til Evr-
ópu. Lengst voru þau í París, eða í ellefu
ár alls.
„Það átti reyndar að senda Henrik aft-
ur til Washington þegar við vorum búin
að vera dálítinn tíma í París en sem betur
fer varð ekkert úr því. „Það eru ótal
margir ungir diplómatar sem vilja ekkert
120 HEIMSMYND