Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 22
HVERJIR ERU ÆVIRÁÐNIR
kerfi er stirt og hefur marga ókosti. Meiri
hreyfanleiki er æskilegur en það þarf
vissan stöðugleika. í Bandaríkjunum
tekur forsetinn að herfangi við kosningar
um 250 þúsund störf og skiptir milli sinna
manna, Þar af ræður hann í 750 toppstöð-
ur. Núna eru til dæmis allir póstmeistarar
áreiðanlega Reagan-menn. Þar er meiri
hreyfanleiki, en svona herfangsráðning
hefur sína ókosti. Hér er vissulega til að
ráðherrar ráði svona herfangsráðningu,
en ekki nema þegar stöður losna. Ráð-
herra sem tekur við getur ekki skipt um í
embættum þar sem menn sitja en hann
getur sett sína menn í stöður þegar þær
losna.
Annars held ég að öll opnun sé til góðs
og það megi liðka kerfið. Til dæmis með
því að fjölga stöðum sem ráðið er í af
einstökum ráðherrum, eins og er með
aðstoðarmenn ráðherra, og í annan stað
að ráða menn til fjögurra eða sex ára.
Þetta færist í vöxt núna og það er til góðs.
En ef það ætti að koma því á að skipt
væri um allar toppstöður hjá ríkinu á
fjögurra til sex ára fresti þá er engin
trygging fyrir að ekki yrði um herfangs-
ráðningu að ræða. Ekki nema sett yrðu
ákveðin skilyrði í lögum um það hvernig
að ráðningu væri staðið og hvers væri
krafist af viðkomandi."
Þórir benti ennfremur á að enn eldra
kerfi í skipan yfirmanna væri svokölluð
kollegial stjórnun eins og ennþá er við
lýði í háskólanum. Þá kýs hópur manna
einn úr sínum hópi til að fara með stjórn-
unina til ákveðins tíma. Slíkt fyrirkomu-
lag var í danska stjórnkerfinu til 1848. En
það gengur ekki nema fyrir sé hópur þar
sem ætla má að stjórnunargeta allra sé
álíka mikil. Það er talið eiga við í Há-
skóla þar sem reiknað er með að allir
prófessorar, lektorar og aðrir kennarar
séu færir um að skipa stjórnunarstöður.
„En þetta kerfi hefur líka ókosti.
Langtímasjónarmið tapast niður og
deildarforsetar geta ýtt málunum á und-
an sér og sagt: Ekki á mínum þremur
árum. En þetta er jákvætt þar sem það
getur gengið.“
Um köllun embættismanna sagði Þórir
að það væri alltaf óáþreifanlegur hlutur.
En hún er góð þar sem hún er til, eins og
virðist oft vera í toppstöðunum í stjórn-
kerfinu, þar sem menn væru „ótrúlega
virkir“. En svo eru alltaf til heimaríkir
hundar og það á ekki síst við um stofnan-
ir. En Weber taldi að það eina sem ætti
að virkja í embættismönnum væri köllu-
Eiginlegum æviráðningum opinberra
starfsmanna var hætt 1973 en áfram er
skipað í verulegan fjölda af stöðum hjá
ríkinu. Skipun þýðir í raun það sama og
æviráðning og yfirleitt eru yfirmenn ríkis-
stofnana skipaðir. Stór hluti kennara er
líka skipaður. Annars staðar, svo sem í
læknastétt, eru skipanir fátíðar nema á
heilsugæslustöðvum. Allt að einu getur
til dæmis sjúkrahúslæknir haldið stöðu
sinni svo lengi sem hann vill meðan ekki
kemur fyrir alvarlegt brot í starfi. Þar
gildir hefðin fyrir því að opinberum
starfsmanni er ekki skipt út fyrir annan
betri!
Ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar og
deildarstjórar í stjórnsýslu eru skipaðir í
sínar stöður og því æviráðnir. Utanríkis-
þjónustan lýtur sömu grundvallarreglu,
en þar er þó sá munur á að menn eru
flutningsskyldir. Þannig eru bæði sendi-
herrar og lægra settir menn í sendiráðum
fluttir milli landa og starfa stundum í
ráðuneytinu hér heima. Utanríkisráðu-
neytið tekur ákvörðun um flutning ein-
stakra manna og starfsmenn eru skyldir
til að hlýða þeim boðum.
Á síðasta kjörtímabili skipaði forsætis-
ráðherra nefnd til að gera tillögur um
hvernig gera mætti stjórnkerfið virkara og
bœta stjórnarhœtti. Afraksturinn var
frumvarp til nýrra laga um Stjórnarráð
íslands, þar sem meðal annars var gert
ráð fyrir afnámi æviráðninga í stjórnsýslu
og að enginn yrði ráðinn lengur en sex ár
í sama embættið. Þá var í upphaflegum
búningi sett sú regla að enginn mætti
starfa lengur en tólf ár í sama ráðuneyti
en gæti að þeim tíma liðnum flust yfir í
annað ráðuneyti. í endanlegum búningi
var þessi hámarkstími átján ár með sér-
stöku leyfi ráðherra. í upphaflegum bún-
ingi var einnig gert ráð fyrir að svokallað-
ur ráðherraritari, sem ráðinn væri eins og
aðstoðarmenn ráðherra eru nú ráðnir,
yrði æðsti embættismaður ráðuneytis en í
endanlegum búningi var ráðuneytisstjóri
færður til fyrri virðingar. Steingrímur
Hermannsson sagði í samtali við
HEIMSMYND að innan ríkisstjórnar-
innar hefði verið samstaða um að afnema
æviráðningar en ýmsar aðrar tillögur
frumvarpsins hefðu verið útþynntar í
meðförum stjórnar og þings. Þess vegna
hefði hann ekki talið að frumvarpið í
endanlegri gerð væri nógu róttækt til þess
að rétt hefði verið að fá það samþykkt
sem lög, en stjórnin lagði það fram til að
kveikja umræður um málið. Málið dag-
aði uppi á 108. löggjafarþingi. Aðspurð-
ur um andstöðu við afnám æviráðninga
sagði Steingrímur að hún hefði helst
komið frá embættismönnum og meðal
annars fyrir þrýsting frá þeim hefði leyfi-
legur starfstími í ráðuneyti verið lengdur
úr tólf árum í átján.
Framkvæmdastjórar, forstjórar og
sumir aðrir embættismenn í stjórnunar-
störfum opinberra stofnana eru ævi-
ráðnir með skipun í embætti. Á síðasta
kjörtímabili var einnig flutt frumvarp til
laga um afnám æviráðninga í opinberum
stofnunum en náði ekki fram að ganga.
Það var Ragnar Arnalds sem flutti frum-
varpið og hafði flutt samhljóða frumvarp
1977. Ragnar var einn flutningsmaður
þessa frumvarps, en svo virðist sem það
hafi dagað uppi í þinginu 1983 og ekki
komið fram eftir það.
Prestar eru æviráðnir og því hefur oft
verið hreyft innan kirkjunnar að þar
þyrfti breyting að verða á. Um málið eru
þó mjög skiptar skoðanir og flestir telja
að prestskosningar, sem hafa verið við
lýði fram undir þetta, hafi mjög dregið úr
klerkum að færa sig til.
Læknar á heilsugæslustöðvum eru ævi-
ráðnir en sjúkrahúslæknar eru það ekki-
Af heimildum HEIMSMYNDAR innan
læknastéttar er þó ljóst að þar gildir sú al-
menna regla í mannaráðningum hins
opinbera að starfsmaður er ekki látinn
fara meðan honum verða ekki á alvarleg
glappaskot. Afnám æviráðninga, sem var
almenna reglan í ráðningu allra opin-
berra starfsmanna til 1973, hefur því haft
takmörkuð áhrif, - sumstaðar alls engin.
22 HEIMSMYND