Heimsmynd - 01.06.1987, Side 130

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 130
keppni um að hanna nýja byggingu fyrir Listaskólann í Glasgow og hún var byggð í áföngum á árunum 1897 til 1909 og er talin ein af fyrstu byggingum módernism- ans. Á þessum tíma hannaði hann öll sín helstu verk, bæði byggingar, Windyhill, Hill House og innréttingar ásamt hús- gögnum. Innréttingar hans urðu mjög þekktar fyrir stflhreinan svip og mjög ljósa veggi, ásamt áherslu á opið rými með notkun léttra skilveggja og opnu svæði milli hæða. Enn fremur voru húsgögnin alltaf hönnuð af honum sjálfum og settu mjög sterkan svip á umhverfið. Þegar Mackintosh var að byggja hug- arverk sín í Skotlandi var lítið um svo- kallaðar byggingarvörur, heldur þurfti að sjá um smíði á öllum þeim smáhlutum sem þarf til að ganga frá byggingu. Bygg- ingariðnaður var rétt að verða til og því varð að reiða sig á getu þeirra iðnaðar- manna sem tiltækir voru á staðnum. Flestir mundu kannski halda að þetta væri slæmt frá sjónarmiði arkitektsins, en það getur líka verið kostur. Þetta olli því að Mackintosh gat hannað allan þann búnað sem hann vildi og stjórnað því að hann félli inn í heildarmynd þá sem hann hafði hugsað sér. Ekki kom þannig til þess að skjólstæðingurinn sæi allt í einu eitthvað sem honum líkaði en féll engan veginn að öðrum hlutum í byggingunni eða frumhugmynd arkitektsins. Þetta er hin alsamhæfða hönnun sem alla arki- tekta dreymir um að fást við, þar sem ekkert er svo smávægilegt að ekki þurfi að gefa því gaum. Og Mackintosh virtist huga að hverjum hlut út frá sínum stfl þannig að þegar maður gengur um bygg- ingar hans þá rennur hver uppgötvunin upp fyrir manni á fætur annarri. Hinar minnstu gluggakrækjur hafa verið greyptar í lítið lauf-form í stfl við útflúrið á skáphurðum eða í gluggum. Listaskólinn í Glasgow er við eina af aðalgötum borgarinnar og rétt við eina aðalverslunargötuna. Þannig geta áhuga- menn í verslunarferðum litið þar inn þeg- ar þeir þurfa hvfld frá mörkuðunum. Skólinn er fyrsta byggingin sem Mackin- tosh gerði og þar eru geymd eintök af mörgum húsgögnum hans og innrétt- ingum er fallega viðhaldið, sérstaklega í bókasafni skólans og á efri hæðunum. Þegar skólahúsið var í byggingu var það álitið ljótt og klunnalegt vegna þess að það skorti klassíska stílinn með súlum og þakbrún, en nú er það talið ein af hug- myndaríkustu byggingum nútímans. Byg- gingin þykir mjög einföld, þó okkur þyki það ekki, en síðan eru skreytingar úr járni sem sverja sig mjög í sömu ætt og húsgögnin sem hann hannaði. Bókasafn skólans er enn í dag í upp- runalegri mynd að mestu, bæði innréttingin og húsgögnin. Tvöföld loft- hæð er þar með svölum allan hringinn til að nýta vel veggina fyrir bækur, og smíð- in er úr tré að mestu leyti og útflúrað er á þann sérstaka máta sem einkennir alla vinnu Mackintosh. Hvert smáatriði ber vitni um sköpunargleði höfundar: ljós, borð og stólar og meira að segja klukk- an. Mackintosh leit aldrei á einfalda hluti, eins og til dæmis lestrarborðin, sem „bara borð“ heldur þurfti að aðlaga þau sama þema og öll innréttingin tók mið af. Allt var því með sama blæ. Nú er annað upp á teningnum: allt er einfaldlega keypt í einhverri fjöldafram- leiðslubúðinni og plantað í sálarlaust hús- næði með öðrum húsgögnum, oft án nokkurs sameiginlegs þema. Þetta eru orðin örlög húsgagnanna sem Mackin- tosh teiknaði en þegar búið er að upplifa þau sem hluta af samstæðri heild virka þau í dag sem fiskar á þurru landi. Þegar byggingu listaskólans lauk fór að halla undan fæti hjá Mackintosh og hann fékk fá ný verkefni vegna þess hvað hann þótti hanna dýra hluti, enda hafði hann þörf fyrir að huga að öllum smáatriðum og þótti ganga of langt á stundum. Þetta hafði slæm áhrif á sjálfsöryggi hans og hann byrjaði að drekka í óhófi. Á endanum fluttu þau hjónin til Lundúna til að reyna að rétta úr kútnum og þar hóf hann vinnu sem arkitekt. Að- eins eitt af verkum hans var byggt og það í niðurskorinni mynd. Stríðið stöðvaði allar frekari byggingarframkvæmdir í London og hann hætti að reyna að hanna byggingar og sneri sér þess í stað að listmálun sér til hugarhægðar. Eftir stríð- ið dvaldist hann um hríð í Suður-Eng- landi og einnig í Frakklandi og málaði mjög fallegar vatnslitamyndir. Hann lést úr hálskrabbameini 48 ára gamall árið 1928 í London og kona hans, sem lagði mikið til sumra verka hans, dó fjórum árum seinna. Þá voru verk þeirra gleymd öllum nema einstaka áhugamönnum og kannski helstu skjólstæðingum. Segja má að Mackintosh hafi ekki ver- ið mjög afkastamikill arkitekt, enda dó hann frekar ungur og fékk lítið að gera eftir 1910. Auk listaskólans má nefna einbýlishúsin Windyhill og Hill House, innréttingar í svokölluð tehús sem voru virðuleg veitingahús í Glasgow, og svo ýmsar smærri innréttingar. Fyrsta einbýlishúsið sem Mackintosh teiknaði var Windyhill. Það teiknaði hann árið 1899 og fyrir það hannaði hann enn fremur sum af þeim húsgögnum sem náð hafa vinsældum á seinni árum. Innréttingarnar eru mjög stflhreinar af þessum tíma að vera og hafa yfir sér ákveðinn hátíðleika, sem erfitt er að öðl- ast nema með ofhleðslu skreytinga og Veitingasalirnir sem Mackintosh gerði eru uppspretta margra þeirra hluta og húsgagna sem við getum keypt í dag í fínni húsbúnaðarverslunum. Allt var haft í myndinni þegar hann lagði drögin að veggjum, borðum, stólum, teppum, dúkum og öllum borðbúnaði. Myndin er af Willow-tehúsinu við Sauchiehall Street í Glasgow. 130 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.