Heimsmynd - 01.06.1987, Side 58

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 58
unni, því honum þótti það þægilegra en erillinn á daginn, og í frístundum sínum hélt hann sig mestanpart á heimili sínu og föður síns. Meðal vinnufélaga sinna var hann prýðilega liðinn, sem og hjá öllum sem við hann könnuðust, en nána vini átti hann ekki marga. Hann var ekki við konur kenndur og bragðaði áfengi ör- sjaldan og þá aðeins í miklu hófi. Ekkert við persónu hans gat því bent til þess hver hefði viljað hann feigan. Úr því betri ástæðu skorti kviknuðu fljótlega eftir morðið miklar sögur um að hann hefði stundað ólöglega lánastarfsemi, verið með öðrum orðum okurlánari, og væri morðinginn samkvæmt því einhver I fyrstu var haldid aö íeigubílstjórinn hefði fengið hjartaáfall. Þegar einn lögregluþjónanna œtlaði hins vegar að reisa við höfuð hins látna kom annað í Ijós. Aftan á höfðinu var sár sem líktist skotsári og kring- um það páðurhringur. Maðurinn hafði verið myrtur. sem ekki hefði getað staðið í skilum við hann. Að sjálfsögðu kannaði rann- sóknarlögreglan sögusagnir af þessu tagi mjög nákvæmlega en fann ekkert sem benti til þess að þær ættu við rök að styðjast. Öll plögg og pappírar Gunnars Sigurðar fundust á heimili hans og þar var ekkert sem gaf vísbendingu um að hann hefði átt peninga hjá öðrum eða aðrir hjá honum. Fjármál hans virtust vera í stakasta lagi enda var hann ekki þurftafrekur og gerði ekki miklar kröfur til lífsins. í lögregluskýrslum er kveðið svo fast að orði að ekki einungis hafi ekkert fundist sem benti til þess að hann hefði stundað okurlánastarfsemi, heldur hafi allt þvert á móti bent til þess að svo hefði ekki verið. Rannsóknir á ferðum Gunnars Sigurð- ar aðfaranótt 18. janúar gáfu heldur ekk- ert til kynna um það að hann hefði talið lífi sínu ógnað eða verið með öðrum hætti ólíkur sjálfum sér. Hann fór til vinnu upp úr miðnætti eins og hans var vani, að sögn föður hans, og bjóst við að snúa heim um sjöleytið. Fyrsta ferð hans þessa nótt var um klukkan eitt suður í Kópavog og ók hann þá tveimur körlum og eiginkonu annars þeirra vestur í bæ. Síðar um nóttina birtist hann svo á af- greiðslu Hreyfils sem þá var við Kalk- ofnsveg og tók þar í spil ásamt þremur öðrum bílstjórum. t’eir báru allir síðar- meir að létt hefði verið yfir honum en annars hefði hann verið rólegur eins og alltaf. Við einn þeirra gat hann þess að hann hefði verið heppinn, hann hefði fengið greidda skuld, en fjölyrti síðan ekki meira um það. Einhvern tíma upp úr klukkan þrjú um nóttina var Gunnar svo kallaður að húsi við Skálholtsstíg og tók þar kaupmann einn sem hann kann- aðist við. Kaupmaðurinn hafði verið að heimsækja þýska afgreiðslustúlku sem þá dvaldist hér á landi og kvaðst hún hafa hringt á bíl fyrir hann um eða upp úr klukkan þrjú. Hann bað síðan Gunnar Sigurð að keyra sig heim en hann bjó í einu af Túnunum fyrir ofan Hlemmtorg. Á leiðinni spjölluðu þeir saman um dag- inn og veginn og skýrði kaupmaður síðar svo frá að Gunnar hefði virst bæði hress og kátur. Er þeir voru komnir heim til kaupmannsins og hann hugðist borga uppsett gjald, sem var milli 60 og 70 krónur, minnti bflstjórinn hann á að hann skuldaði 20 krónur síðan í fyrri ökuferð og rétti kaupmaður honum þá hundrað króna seðil. Með það skildu þeir en eiginkona kaupmannsins, sem tók á móti manni sínum, bar við yfir- heyrslur að hann hefði komið heim lík- lega kortéri fyrir fjögur. Nokkru seinna, upp úr klukkan fjögur, sáu svo ýmsir leigubflstjórar Benz-bifreið Gunnars Sig- urðar við símastaur Hreyfils á mótum Sundlaugavegar og Hrísateigs. Hann var einn í bflnum, hafði ljósin kveikt og hef- ur vafalítið verið að lesa Tiger by the Tail. Eftir þetta sá enginn Gunnar Sigurð á lífi — nema morðinginn. Það var laust fyrir klukkan sex um morguninn sem vélagæslumaðurinn úr Áburðarverksmiðjunni gekk framhjá Benz Gunnars Sigurðar þar sem hún stóð þá á Laugalæk, og hann taldi sig sjá einhvern í aftursætinu. Hann vildi raunar ekki fullyrða um það, sagðist ekki geta kveðið fastar að orði en svo að honum hefði sýnst hann sjá einhvern. Hvern svo sem Gunnar hefur verið að keyra fór sá akstur ekki í gegnum skiptiborð Hreyfils því hjá Hreyfli er engin ferð skráð á hann frá því hann skilaði af sér hinum villuráf- andi kaupmanni. Hann virðist hins vegar hafa tekið upp í bflinn einhvern sem hann leit á sem farþega því er lík hans fannst um morguninn var gjaldmælir bfls- ins í gangi og sýndi 87 krónur. Með því að kanna hversu lengi mælirinn var að ná þeirri upphæð komust lögreglumenn að þeirri niðurstöðu að gjaldmælirinn hefði verið settur í gang einhvern tíma milli klukkan 0515 og 0545 um nóttina - á að giska. Niðurstöður krufningar bentu ein- mitt til þess að hann hefði látist um það leyti. Víkur nú að byssuskotinu sem varð leigubflstjóranum að bana og var lengst af eina vísbending lögreglunnar. Hún reyndist vera hlaupvídd 35 og á patrón- unni tómu stóð REM-UMC.35.S&W, auk þess sem á hvellhettunni sjálfri mátti sjá stafinn U. Þetta reyndist gefa heilmiklar upplýsingar. Skot af þessu tagi voru framleidd í Bandaríkjunum á árun- um 1913 til 1940 en árið 1925 var hætt að nota hvellhettur með stafnum U. Skotið var því talsvert komið til ára sinna. En ekki nóg með þetta: skot af þessari gerð reyndust einungis hafa verið framleidd fyrir eina tegund af byssum: Smith & Wesson pistol, og var hætt að framleiða þær árið 1921. Ekki voru framleidd nema 8.350 stykki. Byssusérfræðingar lögregl- unnar lýstu því að vísu yfir að ef til vill væri hugsanlegt að skjóta kúlum af hlaupvídd 35 úr einhverjum öðrum teg- undum af byssum eða rifflum en það ekki talið líklegt. Mikil áhersla var því lögð á að finna slíka byssu á íslandi og það tókst — nema hvað byssunni hafði verið stolið. Þegar lýsing á byssunni sem lögreglan taldi mögulegt morðvopn hafði spurst út rifjaðist það upp fyrir Lárusi Salómons- syni, lögregluþjóni á Seltjarnarnesi, að nokkrum árum fyrr hafði Jóhannes Jós- efsson, hótelstjóri á Hótel Borg, saknað slíkrar byssu úr fórum sínum. Jóhannes bjó á Seltjarnarnesi og fór Lárus heim til hans til að kanna málið. Byssuna reyndist Jóhannes hafa keypt í Banda- ríkjunum kringum 1920 og haft með sér til íslands en síðast hafði hann skotið úr henni árið 1937. Eftir það hafði hann geymt hana í sérstökum kassa á heimili sínu þar sem einnig var skammbyssa af hlaupvídd 22. Jóhannes sagði Lárusi að lítill fengur væri í þessari byssu því engin skot fengjust í hana og í kassanum hafði hún að sjálfsögðu verið óhlaðin enda var Jóhannes vanur að fara með byssur og gætti jafnan ýtrustu varkárni. Nú þegar allt útlit var fyrir að Gunnar Sigurður hefði verið myrtur með byssu af þessari gerð fór Lárus aftur á fund Jóhannesar og spurði hvort hugsast gæti að hann ætti eða hefði átt einhver skot í þessa byssu. Jóhannes vísaði honum þá á gamla veiðitösku sem hann hafði komið með frá Ameríku og geymdi niðri í kjallara húss síns. Lárus fann í töskunni 12 skot af hlaupvídd 35 og daginn eftir fundust svo um það bil 130 skot sömu gerðar í kössum og öðrum hirslum í kjallaranum. Jóhannes kvaðst hafa orðið var við að byssan væri horfin þegar hann kom heim frá útlöndum sumarið 1965 og þrátt fyrir eftirgrennslan hafði ekkert til hennar spurst fyrr en nú að hún virtist hafa orðið Gunnari Sigurði Tryggvasyni að bana. Rannsókn lögreglunnar beindist nú öll að því að finna þessa byssu. Það leið að vísu ár og dagur þangað til sú leit bar árangur en byssan fannst að lokum. 58 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.