Heimsmynd - 01.06.1987, Side 64

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 64
mátt búast við því, að svo yrði. Um þessi atriði er hins vegar allt á huldu, og verð- ur ekkert um þau fullyrt. Þykir ákærði því ekki verða sakfelldur fyrir hlutdeild í því, að Gunnar Sigurður Tryggvason var sviptur lífi.“ Þeir vísuðu frá dómi ákæru um byssustuldinn þar eð byssan hafi ekki verið verðmæt og Jón ekki áður gerst sekur um auðgunarbrot, auk þess sem ákæra hafi ekki verið gefin út vegna þessa máls. Jón var á hinn bóginn sak- felldur fyrir brot gegn reglugerð um að hafa byssu í fórum sínum og dæmdur til að greiða 10 þúsund króna sekt til ríkis- sjóðs. Sektin taldist hins vegar þegar af- plánuð með tíu dögum af gæsluvarð- Hianskahólf bílsins var fullt af alls konar pappír- um, þar voru fáein verk- fœri og loks ókennilegur hlutur vafinn inn í bréf- poka. Bílstjórinn og vinur hans athugudu máliö nánar og þá rak í rogastans. Þetta var byssa. haldsvist Jóns. Allur málskostnaður skyldi greiddur úr ríkissjóði þar sem ákærði hefði ekki verið sakfelldur fyrir nema smávægilegt atriði ákærunnar. Þriðji dómarinn skilaði sératkvæði og kvað þar nokkuð við annan tón. Niður- stöður hans um fyrsta ákæruatriðið, ákæru á hendur Jóni fyrir morðið á leigu- bílstjóranum, eru athygliverðar. Eftir að hafa rakið málavexti segir í niðurstöðum hans: „Hér rís spurning um sönnun sakar og sér í lagi um óbeina sönnun í máli þessu. Öldum saman var í gildi hér á landi svonefnt rannsóknarréttarfar. Aðalá- herslan var lögð á að fá sökunaut til að játa á sig brot, og var þá sönnun fengin. Sérstakar réttarfarsreglur auðvelduðu dómara að fá játningu sökunauts. Hann var skyldugur til að svara spurningum dómara og var dómara heimilt að setja hann í fangelsi við vatn og brauð, þar til hann fékkst til að svara. Með lögum nr.27/1951, sbr.nú lög nr.82/1961, um meðferð opinberra mála voru afnumdar margar reglur rann- sóknarréttarfarsins, en í staðinn voru lög- leiddar margar reglur svonefnds ákæru- réttarfars, sem hefur verið lengi í gildi í nágrannaríkjum okkar. Samkvæmt þeim reglum hefur réttur sökunauts aukist verulega. Aðaláherslan er ekki lengur lögð á að knýja fram játningu sökunauts. Hann þarf ekki lengur að svara spurning- um dómara, frekar en hann sjálfur kýs, og dómara ber að vekja athygli söku- nauts á þessum rétti hans. Reglan in dubio pro reo hefur lengi gilt um sönnun sakar í opinberum málum hér á landi. Með lögum nr.27/1951, sbr. nú lög nr.82/1961, er þessi regla staðfest, sbr. 108. grein laganna, þar sem segir að sönnunarbyrði um sekt sökunauts og at- vik, sem telja má honum til óhags, hvíli á ákæruvaldinu. Dómari metur það hverju sinni, hvort nægileg sönnun sé fram kom- in um hvert atriði, er varðar sekt og ákvörðun refsingar og aðrar afleiðingar brots, þar á meðal, hverja þýðingu skýrslur sökunauts hafi. Samkvæmt 109.gr.laganna metur dómari það einnig eftir atvikum, hvert sönnunargildi þær staðreyndir hafi, er eigi varða beinlínis þá staðreynd sem sanna skal, en leiða kann að mega af ályktanir um hana (óbeina sönnun). í nágrannaríkjum okkar hafa hinar nýju reglur ákæruréttarfarsins um skýrsl- ur sökunauts og fráhvarf frá hinni eldri reglu, að leggja aðaláherslu á á að fá fram játningu hans, leitt óhjákvæmilega til þess, að breytingar hafa orðið á við- horfi dómstóla til sönnunar í sakamálum. Þeir hafa í auknum mæli farið að líta svo á, að neitun sökunauts þurfi ekki að vera annað en mannlegt viðbragð hans við framborinni sök án tillits til sann- leiksgildis neitunarinnar, og þeir hafa þá einnig í auknum mæli beitt óbeinni sönn- un eða líkum til að sanna sök. Sakadómurinn treystir sér þó ekki til þess að svo vöxnu máli að feta alveg í fótspor dómstóla nágrannaríkjanna í þessu efni og telur sig hafa stoð í dómum Hæstaréttar íslands uppkveðnum eftir gildistöku laga nr.27/1951, þar sem rétt- urinn hefur ekki vikið frá hinum gömlu reglum rannsóknarréttarfarsins og dóm- venjum um sönnun sakar. Hér eiga við orð Páls Jónssonar Vídalíns og allrar lög- réttu í dómi, uppkveðnum 20.júlí 1706 á Alþingi — þó í óskyldu máli sé — en þar segir meðal annars: „...og hversu sem vort lögmál er í þessari grein fjarlægt og ólíkt lögmáli annarra landa, ... þá samt dirfumst vér ekki frá þessa lands lögmáli að víkja...“ Fyrir því og með skírskotun til allra málavaxta, eins og þeir verið raktir hér að framan í dómi þessum, svo og hafandi í huga hin gömlu orð Jónsbókar, Mann- helgi, 17.kap., „og því skal dómrinn hvervetna til betra efnis færa, ef þeir vitu jafnvíst hvárt tveggja", hneigist dómur- inn að því að líta svo á að eigi sé fram komin, gegn eindreginni neitun ákærða, lögfull sönnun fyrir því að hann hafi ráðið Gunnari Sigurði Tryggvasyni bana. Ber því að sýkna hann af þeirri grein ákærunnar í málinu.“ Þessi dómari taldi hins vegar, að úr því að honum þætti auðsætt að Jón hefði haft yfirráð yfir byssunni er Gunnar var ráð- inn af dögum, teldist hann sekur um hlutdeild að morði, og taldi hann sömu- leiðis að byssustuldurinn væri svo alvar- legt mál að dæma bæri hann fyrir það, og einnig hitt að hafa haft byssu ólöglega undir höndum. í dómsorðum hans sagði að refsing ákærða skyldi ákveðin fimm ár en gæsluvarðhaldið frá 8. mars 1969 kæmi til frádráttar. Ákærði skyldi og greiða allan málskostnað. Málinu var eins og lög gera ráð fyrir vísað til Hæstaréttar. Hæstiréttur tók sér góðan tíma til þess að fara í saumana á málinu en fimmtu- daginn 11. mars 1971 var loks kveðinn upp dómur. Reyndist hann vera mjög á sömu lund og niðurstöður Sakadóms Reykjavíkur en rétt eins og í sakadómi urðu dómarar ekki á eitt sáttir. Meiri- hluti hinna reglulegu dómara Hæsta- réttar taldi að ekki væru fram komnar fullnægjandi sannanir fyrir því að Jón Jónsson „hafi orðið Gunnari Sigurði að bana eða átt þátt í þeim verknaði með saknæmum hætti“. Á hinn bóginn var Jón sakfelldur fyrir stuld sinn á byssunni og var sú niðurstaða talin tæma sök hans varðandi vörslur hans á henni. Hæfileg refsing var ákveðin 45 daga fangelsi og hafði Jón þegar afplánað þá refsingu með tveggja ára gæsluvarðhaldsvist. Loks komst meirihlutinn að þeirri niðurstöðu að rétt væri að ákærði greiddi 1/20 hluta málskostnaðar. Einn Hæstaréttardómari skilaði svo sératkvæði og vísaði þar til sératkvæðis sakadómarans sem áður var vitnað til. Hann sagði meðal annars: „...verður að telja, að ákærði hafi átt hlut að vígi Gunnars Sigurðar Tryggvasonar. Ber því að refsa honum eftir 211.gr. laga nr. 19/1940. Við ákvörð- | un refsingar ber að taka tillit til, hvernig málið er í pottinn búið.“ Þessi dómari tók svo undir niðurstöður félaga sinna varðandi refsingu fyrir stuld- inn á byssunni. Hann skrifaði ennfremur í lok sératkvæðis síns: „Refsing ákærða ákveðst fangelsi 5 ár. Ekki er ástæða til að láta gæsluvarð- haldsvist koma til frádráttar refsingu. Dæma ber ákærða til að greiða allan sakarkostnað fyrir sakadómi og Hæsta- rétti...“ En þessi dómari var einn á báti. Meiri- hlutinn taldi sem fyrr sagði að sannanir væru ekki fyrir sekt Jóns Jónssonar og hann var því látinn laus eftir langa og stranga vist í gæsluvarðhaldi. Morðinginn gengur því enn laus. 64 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.