Heimsmynd - 01.06.1987, Side 69
„Allt er betra en dópið..." Fjögur ungmenni horfast í augu við nýtt líf. Ljósmynd: Sigurður Bragason.
UR VIMUINYJA VEROLD
Ásta byrjaði að drekka níu ára. Hún
náði í vín heima hjá sér. Hún hætti í
skóla tíu ára, byrjaði að reykja hass ell-
efu ára, fór að heiman tólf ára og var á
flakki í dópi og rugli árum saman. Hún
fór í meðferð í janúar síðastliðnum og
virkar enn mjög lokuð og þögul.
Árni sem nú er 19 ára fór í meðferð
fyrir rúmu ári. Hann segist enn ekki bú-
inn að átta sig á raunveruleikanum.
Hann er ennþá haldinn ranghugmyndum
eftir áralanga neyslu amfetamíns og hass.
Árni byrjaði að drekka 12 ára gamall og
að sniffa af lími og benzíni 13 ára. Bæði
hann og Ásta skiptu oft um heimili í
barnæsku. „Ég hafði mikla minnimáttar-
kennd,“ segir Árni sem nú vinnur við
innréttingasmíði. Yfir ungu andlitinu
hvílir einhver dapurleiki, í augunum
tregi. Hann á þá ósk að verða hamingju-
samur.
Hlín er tvítug og starfar nú í eldhúsinu
á meðferðarstofnuninni Vogi. Hún er
hláturmild með litað fjólurautt hár og
marga eyrnalokka. Hún sækir reglulega
AA-fundi og segir að eiturlyfin fari ekki í
manngreinarálit. Unglingar sem ánetjist
dópi séu úr öllum lögum þjóðfélagsins.
Hlín byrjaði að drekka ung og neytti
sterkra eiturlyfja, sýru og amfetamíns,
að staðaldri, áður en hún fór í meðferð
fyrir átta mánuðum.
Þegar Hlín var í ruglinu leigði hún með
Birgi, jafnaldra sínum. Birgir fór í með-
ferð um líkt leyti og hún. Hann er
dökkur yfirlitum, augun stór og andlitið
nokkuð markerað. Birgir sprakk í eitt
skipti eftir meðferðina. Hann fór á
skemmtistað fyrir nokkrum mánuðum og
datt í það. Hann fór í partý með gömlum
félögum og þar var nóg af spítti eða
amfetamíni. „En sýran er verst,“ segir
hann.
„Það var enginn vandi að komast yfir
dóp,“ segja þau. Og þau notuðu ýmsar
leiðir til að ná í peninga, stálu, brutust
inn og fölsuðu ávísanir. „En við seldum
okkur aldrei,“ segja stelpurnar. Þau díl-
uðu líka eða seldu dóp til að geta átt fyrir
eiturlyfjum sjálf. „Maður var óheiðar-
legur," segir Árni. „En það er þó skárra
þegar dópisti dílar en einhver bisnesskall
sem er ekki í dópi sjálfur.“
„Ég keypti aðeins dóp af öðrum dóp-
istum,“ segir Birgir. „En það er stað-
reynd að það er alls konar fólk sem selur
dóp og hagnast af því,“ segja þau og bæta
HEIMSMYND 69